Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2022 18:00 Úkraínskur hermaður skoðar leikskóla í Izyum þar sem Rússar héldu föngum og pyntuðu fólk. AP/Evgeniy Maloletka Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. Izyum var mikilvæg birgðastöð rússneska hersins og fóru fjölmargir hermenn þar í gegn. Úkraínskir hermenn ráku Rússa þó á brott frá héraðinu í skyndisókn í síðasta mánuði. Í kjölfarið fundu blaðamenn AP fréttaveitunnar tíu staði í Izyum þar sem Rússar pyntuðu fólk. Þeir staðfestu einnig að minnst átta hefðu verið myrtir við pyntingar og þar af voru sjö óbreyttir borgarar. Menn sem tengdust úkraínska hernum á einhvern hátt eru sagðir hafa ítrekað verið pyntaðir en hver sem er hefði getað verið tekinn til hliðar og pyntaður. Blaðamenn AP ræddu meðal annars við fólk sem var pyntað og lögregluþjóna í Izyum til að ná utan um umfang pyntinga þar. Læknir sem rætt var við sagðist hafa hlúð að hundruðum sem komu til hans með augljós sár eftir pyntingar. Þar á meðal brotin bein, skotsár og brunasár. Í flestum tilfellum vildi fólkið ekki segja hvernig það hefði særst. Fangaklefi sem blaðamenn AP fundu í Izyum.AP/Evgeniy Maloletka Meðal þeirra sem ræddu við blaðamenn AP voru tveir úkraínskir hermenn sem lentu í höndum Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. Þeir voru báðir pyntaðir grimmilega og svo sleppt, eingöngu til þess að vera handsamaðir aftur og pyntaðir aftur. Þetta gerðist nokkrum sinnum. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP þar sem rætt er við nokkra sem voru pyntaðir. Vert er að vara lesendur við því að myndefnið getur vakið óhug. Meðal þeirra staða sem fólk var pyntað var heilsugæslustöð. Föngum Rússa var haldið í tveimur bílskúrum þar og voru þau færð inn í heilsugæslustöðina þar sem þau voru pyntuð. Viðmælendur fréttaveitunnar segja það hafa farið eftir hvaða herbergi um var að ræða hvernig þau voru pyntuð. Í einu hafi þau til að mynda verið pyntuð með raflosti og í öðru hafi þú verið beitt pyntingu sem á ensku kallast „waterboarding“. Það felst í því að setja tusku yfir andlit fólks og hella yfir það vatni og líkir pyntingaraðferðin eftir drukknun. Viðmælendur AP segja að konum hafi verið haldið í bílskúr nærri híbýlum rússneskra hermanna við heilsugæslustöðina og þeim hafi ítrekað verið nauðgað. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Izyum var mikilvæg birgðastöð rússneska hersins og fóru fjölmargir hermenn þar í gegn. Úkraínskir hermenn ráku Rússa þó á brott frá héraðinu í skyndisókn í síðasta mánuði. Í kjölfarið fundu blaðamenn AP fréttaveitunnar tíu staði í Izyum þar sem Rússar pyntuðu fólk. Þeir staðfestu einnig að minnst átta hefðu verið myrtir við pyntingar og þar af voru sjö óbreyttir borgarar. Menn sem tengdust úkraínska hernum á einhvern hátt eru sagðir hafa ítrekað verið pyntaðir en hver sem er hefði getað verið tekinn til hliðar og pyntaður. Blaðamenn AP ræddu meðal annars við fólk sem var pyntað og lögregluþjóna í Izyum til að ná utan um umfang pyntinga þar. Læknir sem rætt var við sagðist hafa hlúð að hundruðum sem komu til hans með augljós sár eftir pyntingar. Þar á meðal brotin bein, skotsár og brunasár. Í flestum tilfellum vildi fólkið ekki segja hvernig það hefði særst. Fangaklefi sem blaðamenn AP fundu í Izyum.AP/Evgeniy Maloletka Meðal þeirra sem ræddu við blaðamenn AP voru tveir úkraínskir hermenn sem lentu í höndum Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. Þeir voru báðir pyntaðir grimmilega og svo sleppt, eingöngu til þess að vera handsamaðir aftur og pyntaðir aftur. Þetta gerðist nokkrum sinnum. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP þar sem rætt er við nokkra sem voru pyntaðir. Vert er að vara lesendur við því að myndefnið getur vakið óhug. Meðal þeirra staða sem fólk var pyntað var heilsugæslustöð. Föngum Rússa var haldið í tveimur bílskúrum þar og voru þau færð inn í heilsugæslustöðina þar sem þau voru pyntuð. Viðmælendur fréttaveitunnar segja það hafa farið eftir hvaða herbergi um var að ræða hvernig þau voru pyntuð. Í einu hafi þau til að mynda verið pyntuð með raflosti og í öðru hafi þú verið beitt pyntingu sem á ensku kallast „waterboarding“. Það felst í því að setja tusku yfir andlit fólks og hella yfir það vatni og líkir pyntingaraðferðin eftir drukknun. Viðmælendur AP segja að konum hafi verið haldið í bílskúr nærri híbýlum rússneskra hermanna við heilsugæslustöðina og þeim hafi ítrekað verið nauðgað.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira