Segjast hafa fundið pyntingaklefa Rússa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. október 2022 23:45 Yfirmaður rannsóknardeildar ríkislögreglunnar í Kharkív birti myndirnar á Facebook. Serhiy Bolvinov Lögreglan í Úkraínu segist hafa fundið pyntingaklefa í þorpinu Pisky-Radkivski í Kharkív-héraði. Þar að auki hafi fundist kassi með gulltönnum sem taldar eru hafa verið dregnar úr fórnarlömbum. Þorpið hafði verið hersetið af Rússum eins og fjölmörg önnur í austurhluta Úkraínu. Með hörðum gagnsóknum Úkraínumanna síðustu vikur hefur tekið að frelsa þorp, borgir og bæi víða um land. Mest í Kherson-héraði, en einnig í Donetsk og norðar í Kharkív. CNN greinir frá. A torture chamber in Pisky-Radkivski. 2 photos. A gas mask that was put on the head of a victim who was covered with a smoldering rag and buried alive. And a box of gold dental crowns. A mini Auschwitz. How many more will be found in occupied Ukraine?Photo @serhii_bolvinov pic.twitter.com/So4glJlt9N— Defense of Ukraine (@DefenceU) October 4, 2022 Serhiy Bolvinov, yfirmaður rannsóknardeildar ríkislögreglunnar í Kharkív, segir lögreglumenn hafa komist á snoðir um pyntingaklefann eftir ábendingar frá íbúum um að hræðileg öskur hafi heyrst frá húsnæðinu allan liðlangan daginn. Lögregla kveðst hafa upplýsingar um að íbúar þorpsins, hermenn og stríðsfangar hafi verið pyntaðir í klefanum. Bolinov segir að verið sé að rannsaka vettvanginn og bætir við að réttlætið muni sigra að lokum. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð beitingu ofbeldis Rússa gegn óbreyttum borgurum en á dögunum voru rússneskir hermenn sagðir hafa ítrekað pyntað óbreytta borgara í borginni Izyum. Rússar stjórnuðu borginni í sjö mánuði en Úkraínumenn náðu Izyum aftur á sitt vald í september. Læknir sem rætt var við í Izyum sagðist hafa hlúð að hundruðum sem komu til hans með sár, sem augljóslega voru eftir pyntingar. Þar á meðal brotin bein, skotsár og brunasár. Í flestum tilfellum vildi fólkið ekki segja hvernig það hefði særst. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússar á undanhaldi í suðri Úkraínskir hermenn virðast sækja hratt fram gegn Rússum í suðurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komið verði fram við Úkraínumenn sem búa í byggðum sem búið er að frelsa frá Rússum af sanngirni. 4. október 2022 13:13 Úkraínuforseti segir æ fleiri Rússa leggja á flótta Úkraínuforseti segir að hersveitir hans sæki fram í suðri og austri og frelsi æ stærri svæði undan Rússum. Á sama tíma leggi fleiri rússneskir hermenn á flótta. Forseti Frakklands vill mynda pólitískt bandalag lýðræðisríkja í Evrópu og segir að það geti tekið Úkraínu nokkur ár eða áratugi að gerast meðlimir að Evrópusambandinu. 4. október 2022 13:14 Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Þorpið hafði verið hersetið af Rússum eins og fjölmörg önnur í austurhluta Úkraínu. Með hörðum gagnsóknum Úkraínumanna síðustu vikur hefur tekið að frelsa þorp, borgir og bæi víða um land. Mest í Kherson-héraði, en einnig í Donetsk og norðar í Kharkív. CNN greinir frá. A torture chamber in Pisky-Radkivski. 2 photos. A gas mask that was put on the head of a victim who was covered with a smoldering rag and buried alive. And a box of gold dental crowns. A mini Auschwitz. How many more will be found in occupied Ukraine?Photo @serhii_bolvinov pic.twitter.com/So4glJlt9N— Defense of Ukraine (@DefenceU) October 4, 2022 Serhiy Bolvinov, yfirmaður rannsóknardeildar ríkislögreglunnar í Kharkív, segir lögreglumenn hafa komist á snoðir um pyntingaklefann eftir ábendingar frá íbúum um að hræðileg öskur hafi heyrst frá húsnæðinu allan liðlangan daginn. Lögregla kveðst hafa upplýsingar um að íbúar þorpsins, hermenn og stríðsfangar hafi verið pyntaðir í klefanum. Bolinov segir að verið sé að rannsaka vettvanginn og bætir við að réttlætið muni sigra að lokum. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð beitingu ofbeldis Rússa gegn óbreyttum borgurum en á dögunum voru rússneskir hermenn sagðir hafa ítrekað pyntað óbreytta borgara í borginni Izyum. Rússar stjórnuðu borginni í sjö mánuði en Úkraínumenn náðu Izyum aftur á sitt vald í september. Læknir sem rætt var við í Izyum sagðist hafa hlúð að hundruðum sem komu til hans með sár, sem augljóslega voru eftir pyntingar. Þar á meðal brotin bein, skotsár og brunasár. Í flestum tilfellum vildi fólkið ekki segja hvernig það hefði særst.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússar á undanhaldi í suðri Úkraínskir hermenn virðast sækja hratt fram gegn Rússum í suðurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komið verði fram við Úkraínumenn sem búa í byggðum sem búið er að frelsa frá Rússum af sanngirni. 4. október 2022 13:13 Úkraínuforseti segir æ fleiri Rússa leggja á flótta Úkraínuforseti segir að hersveitir hans sæki fram í suðri og austri og frelsi æ stærri svæði undan Rússum. Á sama tíma leggi fleiri rússneskir hermenn á flótta. Forseti Frakklands vill mynda pólitískt bandalag lýðræðisríkja í Evrópu og segir að það geti tekið Úkraínu nokkur ár eða áratugi að gerast meðlimir að Evrópusambandinu. 4. október 2022 13:14 Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Rússar á undanhaldi í suðri Úkraínskir hermenn virðast sækja hratt fram gegn Rússum í suðurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komið verði fram við Úkraínumenn sem búa í byggðum sem búið er að frelsa frá Rússum af sanngirni. 4. október 2022 13:13
Úkraínuforseti segir æ fleiri Rússa leggja á flótta Úkraínuforseti segir að hersveitir hans sæki fram í suðri og austri og frelsi æ stærri svæði undan Rússum. Á sama tíma leggi fleiri rússneskir hermenn á flótta. Forseti Frakklands vill mynda pólitískt bandalag lýðræðisríkja í Evrópu og segir að það geti tekið Úkraínu nokkur ár eða áratugi að gerast meðlimir að Evrópusambandinu. 4. október 2022 13:14
Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00