Markverður árangur náðst Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2022 08:00 Við sjáum bleikt hvert sem litið er þessa dagana enda stendur nú yfir árvekniátak Krabbameinsfélagsins - Bleika slaufan. Henni er ætlað að minna okkur á krabbamein og það sem við getum gert sem einstaklingar og samfélag til að fyrirbyggja krabbamein, greina snemma og meðhöndla og líkna þegar lækning er ekki möguleg. Í ár deilir Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur með okkur sögu sinni í tilefni af Bleiku slaufunni. Ásdís hefur tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ásdís er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem lifað hafa af krabbamein. Í árslok 2020 voru 9.056 konur á lífi á Íslandi sem einhverntíma hafa greinst með krabbamein. Árið 2000 skömmu áður en krabbamein Ásdísar greindist í fyrsta skipti voru þær 4.297. Þetta er aukning um 110%! Árangur í greiningu og meðferð brjóstakrabbameins er góður hér á landi og hefur stöðugt farið batnandi. Árið 2020 gátu um 90% kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein vænst þessa að vera á lífi fimm árum eftir greiningu og yfir 80% á lífi tíu árum frá greiningu. Fyrir fimmtíu árum voru 70% á lífi fimm árum eftir greiningu og um aldamótin, skömmu áður en Ásdís greindist fyrst, var fimm ára lifun komin upp í 86% og tíu ára lifun 75%. Á Íslandi hefur því náðst markverður árangur í aðbæta lífslíkur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein. Til þess að sá árangur haldist og til þess að hann geti orðið enn betri verðum við að halda áfram að huga að forvörnum, auka þátttöku í skimun, tryggja að bið eftir meðferð sé stutt, aðgengi sé að nýjustu og bestu lyfjum og öðrum meðferðum og að við höfum hæft fagfólk sem getur sinnt þjónustu um allt land. Við þurfum líka að styðja við rannsóknir á orsökum og meðferð við krabbameini til að bæta enn frekar árangur okkar í að koma í veg fyrir, lækna, lengja og bæta líf þeirra sem greinast með krabbamein. Krabbameinsfélagið vinnur að þessum markmiðum með margvíslegum hætti og treystir á stuðning almennings til að fjármagna fræðslu, rannsóknir, stuðning við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og margt fleira. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Við sjáum bleikt hvert sem litið er þessa dagana enda stendur nú yfir árvekniátak Krabbameinsfélagsins - Bleika slaufan. Henni er ætlað að minna okkur á krabbamein og það sem við getum gert sem einstaklingar og samfélag til að fyrirbyggja krabbamein, greina snemma og meðhöndla og líkna þegar lækning er ekki möguleg. Í ár deilir Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur með okkur sögu sinni í tilefni af Bleiku slaufunni. Ásdís hefur tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ásdís er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem lifað hafa af krabbamein. Í árslok 2020 voru 9.056 konur á lífi á Íslandi sem einhverntíma hafa greinst með krabbamein. Árið 2000 skömmu áður en krabbamein Ásdísar greindist í fyrsta skipti voru þær 4.297. Þetta er aukning um 110%! Árangur í greiningu og meðferð brjóstakrabbameins er góður hér á landi og hefur stöðugt farið batnandi. Árið 2020 gátu um 90% kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein vænst þessa að vera á lífi fimm árum eftir greiningu og yfir 80% á lífi tíu árum frá greiningu. Fyrir fimmtíu árum voru 70% á lífi fimm árum eftir greiningu og um aldamótin, skömmu áður en Ásdís greindist fyrst, var fimm ára lifun komin upp í 86% og tíu ára lifun 75%. Á Íslandi hefur því náðst markverður árangur í aðbæta lífslíkur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein. Til þess að sá árangur haldist og til þess að hann geti orðið enn betri verðum við að halda áfram að huga að forvörnum, auka þátttöku í skimun, tryggja að bið eftir meðferð sé stutt, aðgengi sé að nýjustu og bestu lyfjum og öðrum meðferðum og að við höfum hæft fagfólk sem getur sinnt þjónustu um allt land. Við þurfum líka að styðja við rannsóknir á orsökum og meðferð við krabbameini til að bæta enn frekar árangur okkar í að koma í veg fyrir, lækna, lengja og bæta líf þeirra sem greinast með krabbamein. Krabbameinsfélagið vinnur að þessum markmiðum með margvíslegum hætti og treystir á stuðning almennings til að fjármagna fræðslu, rannsóknir, stuðning við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og margt fleira. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og prófessor við Háskóla Íslands.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun