Markverður árangur náðst Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2022 08:00 Við sjáum bleikt hvert sem litið er þessa dagana enda stendur nú yfir árvekniátak Krabbameinsfélagsins - Bleika slaufan. Henni er ætlað að minna okkur á krabbamein og það sem við getum gert sem einstaklingar og samfélag til að fyrirbyggja krabbamein, greina snemma og meðhöndla og líkna þegar lækning er ekki möguleg. Í ár deilir Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur með okkur sögu sinni í tilefni af Bleiku slaufunni. Ásdís hefur tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ásdís er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem lifað hafa af krabbamein. Í árslok 2020 voru 9.056 konur á lífi á Íslandi sem einhverntíma hafa greinst með krabbamein. Árið 2000 skömmu áður en krabbamein Ásdísar greindist í fyrsta skipti voru þær 4.297. Þetta er aukning um 110%! Árangur í greiningu og meðferð brjóstakrabbameins er góður hér á landi og hefur stöðugt farið batnandi. Árið 2020 gátu um 90% kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein vænst þessa að vera á lífi fimm árum eftir greiningu og yfir 80% á lífi tíu árum frá greiningu. Fyrir fimmtíu árum voru 70% á lífi fimm árum eftir greiningu og um aldamótin, skömmu áður en Ásdís greindist fyrst, var fimm ára lifun komin upp í 86% og tíu ára lifun 75%. Á Íslandi hefur því náðst markverður árangur í aðbæta lífslíkur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein. Til þess að sá árangur haldist og til þess að hann geti orðið enn betri verðum við að halda áfram að huga að forvörnum, auka þátttöku í skimun, tryggja að bið eftir meðferð sé stutt, aðgengi sé að nýjustu og bestu lyfjum og öðrum meðferðum og að við höfum hæft fagfólk sem getur sinnt þjónustu um allt land. Við þurfum líka að styðja við rannsóknir á orsökum og meðferð við krabbameini til að bæta enn frekar árangur okkar í að koma í veg fyrir, lækna, lengja og bæta líf þeirra sem greinast með krabbamein. Krabbameinsfélagið vinnur að þessum markmiðum með margvíslegum hætti og treystir á stuðning almennings til að fjármagna fræðslu, rannsóknir, stuðning við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og margt fleira. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Sjá meira
Við sjáum bleikt hvert sem litið er þessa dagana enda stendur nú yfir árvekniátak Krabbameinsfélagsins - Bleika slaufan. Henni er ætlað að minna okkur á krabbamein og það sem við getum gert sem einstaklingar og samfélag til að fyrirbyggja krabbamein, greina snemma og meðhöndla og líkna þegar lækning er ekki möguleg. Í ár deilir Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur með okkur sögu sinni í tilefni af Bleiku slaufunni. Ásdís hefur tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ásdís er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem lifað hafa af krabbamein. Í árslok 2020 voru 9.056 konur á lífi á Íslandi sem einhverntíma hafa greinst með krabbamein. Árið 2000 skömmu áður en krabbamein Ásdísar greindist í fyrsta skipti voru þær 4.297. Þetta er aukning um 110%! Árangur í greiningu og meðferð brjóstakrabbameins er góður hér á landi og hefur stöðugt farið batnandi. Árið 2020 gátu um 90% kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein vænst þessa að vera á lífi fimm árum eftir greiningu og yfir 80% á lífi tíu árum frá greiningu. Fyrir fimmtíu árum voru 70% á lífi fimm árum eftir greiningu og um aldamótin, skömmu áður en Ásdís greindist fyrst, var fimm ára lifun komin upp í 86% og tíu ára lifun 75%. Á Íslandi hefur því náðst markverður árangur í aðbæta lífslíkur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein. Til þess að sá árangur haldist og til þess að hann geti orðið enn betri verðum við að halda áfram að huga að forvörnum, auka þátttöku í skimun, tryggja að bið eftir meðferð sé stutt, aðgengi sé að nýjustu og bestu lyfjum og öðrum meðferðum og að við höfum hæft fagfólk sem getur sinnt þjónustu um allt land. Við þurfum líka að styðja við rannsóknir á orsökum og meðferð við krabbameini til að bæta enn frekar árangur okkar í að koma í veg fyrir, lækna, lengja og bæta líf þeirra sem greinast með krabbamein. Krabbameinsfélagið vinnur að þessum markmiðum með margvíslegum hætti og treystir á stuðning almennings til að fjármagna fræðslu, rannsóknir, stuðning við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og margt fleira. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar