Adrien Rabiot kom Juventus yfir með marki á 35. mínútu leiksins en Dusan Vlahovic tvöfaldaði forystu heimamanna á 50. mínútu.
Dean David minnkaði muninn fyrir Maccabi Haifa á 75. mínútu áður en Rabiot skoraði öðru sinni á 83. mínútu til að gulltryggja sigur Juventus.
Í sama riðli gerðu Benfica og PSG 1-1 jafntefli. Lionel Messi skoraði mark PSG á 22. mínútu áður en Danilo, leikmaður PSG, jafnaði metin á 41. mínútu með sjálfsmarki og þar við sat.
Benfica og PSG eru saman í efstu tveimur sætum H-riðils með sjö stig en Juventus er í 3. sæti með þrjú stig. Maccabi Haifa rekur lestina án stiga.
Real Madrid með fullt hús stiga
Í Madríd unnu heimamenn í Real Madrid 2-1 sigur á Shakhtar Donetsk með mörkum Rodrygo og Vinicius Jr. í fyrri hálfleik áður en Oleksandr Zubkov minnkaði muninn rétt fyrir leikhlé.
Real Madrid er á toppi F-riðls með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Shakhtar er í öðru sæti með fjögur stig.
Í G-riðli vann Dortmund öflugan 1-4 útisigur á Sevilla þar sem Raphael Guerreiro, Jude Bellingham og Karim Adeyemi skoruðu mörk Dortmund í fyrri hálfleik.
Youssef En Nesyri minnkaði muninn fyrir Sevilla á 51. mínútu áður en Julian Brandt tryggði sigur Dortmund með síðasta marki leiksins á 75. mínútu.
Með sigrinum fer Dortmund í 2. sæti G-riðils, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Sevilla er á sama tíma með 1 stig eftir þrjá leiki, jafn mörg stig og FC Kaupmannahöfn