Rússum ekki boðið í nýtt bandalag sem á að stilla saman strengi Evrópuríkja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. október 2022 15:13 Katrín Jakobsdóttir, fyrir miðju til vinstri, á fundinum í dag. Hér ræðir hún við Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu. Sean Gallup/Getty Images Leiðtogar ríkja Evrópska stjórnmálabandalagsins, sem á ensku nefnist European Political Community, funda í fyrsta skipti í sögu hins nýja bandalags í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur þátt í fundinum fyrir hönd Íslands. Um er að ræða ný samtök þar sem öll ríki Evrópu, utan Rússlands og Hvíta-Rússlands eru meðlimir. Ríkjunum tveimur var ekki boðið að vera með vegna innrásar Rússa í Úkraínu og stuðnings Hvít-rússneskra yfirvalda við aðgerðir Rússa. „Það sem við munum sjá hér er að Evrópu stendur sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu,“er haft eftir Katrínu á vef Washington Post í dag. Fundurinn er haldinn í Prag-kastala í Prag, höfuðborg Tékklands. Runnið undan rifjum Frakklandsforseta Í umfjöllun Post segir að bandalagið sé runnið undan rifjum Emmanuel Macron, forseta Frakklands, með stuðningi kanslara Þýskalands, Olaf Scholz. Vonir standa til að hið nýja bandalag geti stillt saman strengi Evrópuríkja á krefjandi tímum þar sem stríð, verðbólga og orkukreppa draga úr lífsgæðum Evrópubúa. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti gefur Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu þumalinn.Alastair Grant - Pool/Getty Images Farið er nánar í saumana á hinu nýja bandalagi í umfjöllun á vef New York Times þar sem segir að Macron sjái fyrir sér að bandalagið muni auðvelda Evrópu sem heild að beita áhrifum sínum. Óvíst sé hins vegar hvort að leiðtogar annarra Evrópuríkja deili þeirri sýn. Í bandalaginu má finna 27 ríki Evrópusambandsins, auk ríkja á borð við Úkraínu og Moldavíu sem bæði sækjast eftir inngöngu í ESB. Bandaríkjunum, sem verið hefur mikilvægur bandamaður vestrænna Evrópuríkja undanfarna áratugi, var ekki boðið á fundinn. Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sækir fundinn, en Bretland yfirgaf sem kunnugt er Evrópusambandið árið 2020. Þar á bæ er enn leitað eftir því hvaða leið sé best að fara varðandi samskipti við önnur Evrópulönd eftir að Brexit gekk í garð. Til marks um áhuga breskra yfirvalda á hinu nýja sambandi hafa Bretar boðist til að hýsa næsta fund bandalagsins, sem Macron vill að verði haldinn innan hálfs árs. Þátttaka olíuríkja utan ESB merki um það eigi að gera meira en að taka ljósmyndir Hið nýja bandalag er mun óformlegra en Evrópusambandið og sem fyrr segir frekar ætlað til að stilla saman strengi Evrópuríkja en annað. Frönsk yfirvöld eru sögð líta á fundinn í Prag sem mikilvægt tækifæri til að ræða samvinnu á sviði orkumála og til að finna lausnir við því hvernig draga megi úr þörf á því að rússneskt gas hiti upp evrópsk heimili. Hópmynd af leiðtogum ríkjanna sem mynda hið nýja bandalag. Myndataka er hins vegar ekki helsta markmið bandalagsins.Sean Gallup/Getty Images Til marks um það er Norðmönnum og Aserum, olíuríkum ríkjum, boðið á fundinn. Ónafngreindur heimildamaður New York Times innan franska stjórnkerfisins segir að þátttaka þessara tveggja ríkja sé til marks um að fundurinn sé meira en bara tækifæri til að taka ljósmyndir. Utanríkismál Frakkland Tékkland Orkumál Bensín og olía Úkraína Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Bretland Noregur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Um er að ræða ný samtök þar sem öll ríki Evrópu, utan Rússlands og Hvíta-Rússlands eru meðlimir. Ríkjunum tveimur var ekki boðið að vera með vegna innrásar Rússa í Úkraínu og stuðnings Hvít-rússneskra yfirvalda við aðgerðir Rússa. „Það sem við munum sjá hér er að Evrópu stendur sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu,“er haft eftir Katrínu á vef Washington Post í dag. Fundurinn er haldinn í Prag-kastala í Prag, höfuðborg Tékklands. Runnið undan rifjum Frakklandsforseta Í umfjöllun Post segir að bandalagið sé runnið undan rifjum Emmanuel Macron, forseta Frakklands, með stuðningi kanslara Þýskalands, Olaf Scholz. Vonir standa til að hið nýja bandalag geti stillt saman strengi Evrópuríkja á krefjandi tímum þar sem stríð, verðbólga og orkukreppa draga úr lífsgæðum Evrópubúa. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti gefur Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu þumalinn.Alastair Grant - Pool/Getty Images Farið er nánar í saumana á hinu nýja bandalagi í umfjöllun á vef New York Times þar sem segir að Macron sjái fyrir sér að bandalagið muni auðvelda Evrópu sem heild að beita áhrifum sínum. Óvíst sé hins vegar hvort að leiðtogar annarra Evrópuríkja deili þeirri sýn. Í bandalaginu má finna 27 ríki Evrópusambandsins, auk ríkja á borð við Úkraínu og Moldavíu sem bæði sækjast eftir inngöngu í ESB. Bandaríkjunum, sem verið hefur mikilvægur bandamaður vestrænna Evrópuríkja undanfarna áratugi, var ekki boðið á fundinn. Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sækir fundinn, en Bretland yfirgaf sem kunnugt er Evrópusambandið árið 2020. Þar á bæ er enn leitað eftir því hvaða leið sé best að fara varðandi samskipti við önnur Evrópulönd eftir að Brexit gekk í garð. Til marks um áhuga breskra yfirvalda á hinu nýja sambandi hafa Bretar boðist til að hýsa næsta fund bandalagsins, sem Macron vill að verði haldinn innan hálfs árs. Þátttaka olíuríkja utan ESB merki um það eigi að gera meira en að taka ljósmyndir Hið nýja bandalag er mun óformlegra en Evrópusambandið og sem fyrr segir frekar ætlað til að stilla saman strengi Evrópuríkja en annað. Frönsk yfirvöld eru sögð líta á fundinn í Prag sem mikilvægt tækifæri til að ræða samvinnu á sviði orkumála og til að finna lausnir við því hvernig draga megi úr þörf á því að rússneskt gas hiti upp evrópsk heimili. Hópmynd af leiðtogum ríkjanna sem mynda hið nýja bandalag. Myndataka er hins vegar ekki helsta markmið bandalagsins.Sean Gallup/Getty Images Til marks um það er Norðmönnum og Aserum, olíuríkum ríkjum, boðið á fundinn. Ónafngreindur heimildamaður New York Times innan franska stjórnkerfisins segir að þátttaka þessara tveggja ríkja sé til marks um að fundurinn sé meira en bara tækifæri til að taka ljósmyndir.
Utanríkismál Frakkland Tékkland Orkumál Bensín og olía Úkraína Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Bretland Noregur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira