Netflix og HBO vildu líka gera þætti úr söguheimi Tolkiens Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 15:54 Amazon Forsvarsmenn Netflix og HBO leituðu til þeirra sem fara með stjórn bús Tolkien-fjölskyldunnar og kynntu hugmyndir þeirra um sjónvarpsþætti úr söguheimi JRR Tolkien. Þeim tillögum var hafnað áður en Amazon fékk leyfi til að gera þættina Rings of Power. Þetta kemur fram í grein Hollywood Reporter þar sem rætt var ítarlega við þá McKay og J.D. Payne en þeir stýra framleiðslu Amazon á ROP. Amazon tilkynnti nýverið að tökur fyrir aðra þáttaröð væru hafnar. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að tillaga HBO hafi í stuttu máli snúist um að endursegja Hringadróttinssögu í formi sjónvarpsþátta. Eigendur bús Tolkiens hafa að mörgu leyti verið ósáttir við þríleik Peters Jackson (Christopher Tolkien, sonur JRR, gagnrýndi myndir Jacksons harðlega) en voru þrátt fyrir það ekki tilbúnir til að feta þær slóðir aftur. Netflix lagði til að gera nokkra mismunandi þætti. Einn átti að vera um Gandalf og annar átti að vera dramaþáttur um Aragorn. Það leyst Tolkien-liðum illa á. Buðu sæti við borðið HR segir að það sem hafi gert mismuninn hjá Amazon, fyrir utan þá væntanlegu stjarnfræðilegu upphæð sem fyrirtækið greiddi búinu, hafi verið það að forsvarsmönnum búsins lofað að þeir fengju að koma að framleiðslunni. Starfað yrði með þeim og að þeir myndu fá sæti við borðið. Hér er vert að taka fram að enn liggur ekki fyrir hve mikið Amazon greiddi búin fyrir leyfi til að gera þættina en fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt það vera 250 milljónir dala. Þættirnir eru þeir dýrustu sem hafa verið framleiddir í sögu sjónvarpsins. Gagnrýnendur hafa tekið þáttunum mjög vel og áhorf á þá hefur mælst gott. Þættirnir hafa þó fengið útreið á vefsvæðum þar sem áhorfendur gefa þeim einkunn. Þá heift sem beinst hefur að þáttunum má að miklu leyti rekja til trölla og hefur hún borði keim rasisma og kvennhaturs. Bíó og sjónvarp Amazon Netflix Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Þetta kemur fram í grein Hollywood Reporter þar sem rætt var ítarlega við þá McKay og J.D. Payne en þeir stýra framleiðslu Amazon á ROP. Amazon tilkynnti nýverið að tökur fyrir aðra þáttaröð væru hafnar. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að tillaga HBO hafi í stuttu máli snúist um að endursegja Hringadróttinssögu í formi sjónvarpsþátta. Eigendur bús Tolkiens hafa að mörgu leyti verið ósáttir við þríleik Peters Jackson (Christopher Tolkien, sonur JRR, gagnrýndi myndir Jacksons harðlega) en voru þrátt fyrir það ekki tilbúnir til að feta þær slóðir aftur. Netflix lagði til að gera nokkra mismunandi þætti. Einn átti að vera um Gandalf og annar átti að vera dramaþáttur um Aragorn. Það leyst Tolkien-liðum illa á. Buðu sæti við borðið HR segir að það sem hafi gert mismuninn hjá Amazon, fyrir utan þá væntanlegu stjarnfræðilegu upphæð sem fyrirtækið greiddi búinu, hafi verið það að forsvarsmönnum búsins lofað að þeir fengju að koma að framleiðslunni. Starfað yrði með þeim og að þeir myndu fá sæti við borðið. Hér er vert að taka fram að enn liggur ekki fyrir hve mikið Amazon greiddi búin fyrir leyfi til að gera þættina en fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt það vera 250 milljónir dala. Þættirnir eru þeir dýrustu sem hafa verið framleiddir í sögu sjónvarpsins. Gagnrýnendur hafa tekið þáttunum mjög vel og áhorf á þá hefur mælst gott. Þættirnir hafa þó fengið útreið á vefsvæðum þar sem áhorfendur gefa þeim einkunn. Þá heift sem beinst hefur að þáttunum má að miklu leyti rekja til trölla og hefur hún borði keim rasisma og kvennhaturs.
Bíó og sjónvarp Amazon Netflix Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira