„Þetta er geggjað, algjörlega geggjað og ég vona að þetta verði bara svona í allan vetur“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 7. október 2022 22:51 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þhálfari Keflvíkinga, var gríðarlega sáttur með sigurinn í kvöld. vísir/vilhelm Það var harla lítill haustbragur yfir leik Keflavíkur og Tindastóls í kvöld og í raun nærtækara að tala um úrslitakeppnisstemmingu, slík var gleðin í Keflavík í kvöld. Fullt hús í Blue höllinni og boðið upp á æsispennandi leik fram á lokasekúndurnar þar sem hvorugt lið gaf þumlung eftir. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, tók undir þessi orð og sagði leikinn hafa einfaldlega verið frábæran. „Frábær leikur. Þeir voru rosalega „agressívir“ og við vissum svo sem að þeir yrðu það en vorum klárlega ekki tilbúnir í það til að byrja með. Svo fórum við bara aðeins „control-a“ okkur sjálfa og þá fór þetta að falla okkur megin.“ Tindastólsmenn misstu Adomas Drungilas útaf í upphafi seinni hálfleiks en hann var rekinn útúr húsi fyrir olnbogaskot í höfuð Dominykas Milka. Gestirnir voru þá orðnir ansi fáliðaðir í miðherjastöðunni en Sigurður Gunnar Þorsteinsson er meiddur. Keflvíkingum tókst þó ekki að nýta sér þessa stöðu að neinu marki. „Við fórum bara alveg í baklás við að reyna að nýta okkur þetta. Þeir fóru að tvídekka og við fórum alltof mikið að hugsa bara um það að henda boltanum inn í. Í staðinn fyrir að fá boltann í betra flæði erum við að henda honum inn í teig og þeir tvídekka og við vorum bara í veseni með það. Við þurfum aðeins að skoða það og fá boltann aðeins nær fyrir stóru strákana ef þetta gerist aftur.“ Það var eins og áður sagði frábær stemming í Keflavík í kvöld, og Hjalti var að vonum sáttur og kallar eftir því að það verði jafnvel mætt á alla leiki í vetur. „Þetta er geggjað, algjörlega geggjað og ég vona að þetta verði bara svona í allan vetur. Þetta er bara gleði og stemming, bara geggjað.“ Keflvíkingar eru með ansi breiðan hóp í vetur, en Hjalti sagði að hópurinn væri í raun dýpri en leikurinn í kvöld gaf til kynna, og sendi hrós á þá leikmenn sem fengu ekki að koma við sögu í kvöld. „Við erum með mjög góða breidd já. Við erum í raun með dýpri bekk en þetta í rauninni. Við erum alveg með jafnvel 12 leikmenn sem geta spilað í þessari deild. Það er bara hrós á þá sem komu ekki inn á að halda haus, halda áfram og njóta þess að spila með okkur.“ Körfubolti Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 82-80 | Keflvíkingar kláruðu Stólana í háspennuleik Keflavík vann nauman tveggja stiga sigur gegn Tindastól er liðin mættust í stórleik 1. umferðar Subway-deildar karla í Keflavík í kvöld. Lokatölur 82-80 í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. 7. október 2022 22:17 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
„Frábær leikur. Þeir voru rosalega „agressívir“ og við vissum svo sem að þeir yrðu það en vorum klárlega ekki tilbúnir í það til að byrja með. Svo fórum við bara aðeins „control-a“ okkur sjálfa og þá fór þetta að falla okkur megin.“ Tindastólsmenn misstu Adomas Drungilas útaf í upphafi seinni hálfleiks en hann var rekinn útúr húsi fyrir olnbogaskot í höfuð Dominykas Milka. Gestirnir voru þá orðnir ansi fáliðaðir í miðherjastöðunni en Sigurður Gunnar Þorsteinsson er meiddur. Keflvíkingum tókst þó ekki að nýta sér þessa stöðu að neinu marki. „Við fórum bara alveg í baklás við að reyna að nýta okkur þetta. Þeir fóru að tvídekka og við fórum alltof mikið að hugsa bara um það að henda boltanum inn í. Í staðinn fyrir að fá boltann í betra flæði erum við að henda honum inn í teig og þeir tvídekka og við vorum bara í veseni með það. Við þurfum aðeins að skoða það og fá boltann aðeins nær fyrir stóru strákana ef þetta gerist aftur.“ Það var eins og áður sagði frábær stemming í Keflavík í kvöld, og Hjalti var að vonum sáttur og kallar eftir því að það verði jafnvel mætt á alla leiki í vetur. „Þetta er geggjað, algjörlega geggjað og ég vona að þetta verði bara svona í allan vetur. Þetta er bara gleði og stemming, bara geggjað.“ Keflvíkingar eru með ansi breiðan hóp í vetur, en Hjalti sagði að hópurinn væri í raun dýpri en leikurinn í kvöld gaf til kynna, og sendi hrós á þá leikmenn sem fengu ekki að koma við sögu í kvöld. „Við erum með mjög góða breidd já. Við erum í raun með dýpri bekk en þetta í rauninni. Við erum alveg með jafnvel 12 leikmenn sem geta spilað í þessari deild. Það er bara hrós á þá sem komu ekki inn á að halda haus, halda áfram og njóta þess að spila með okkur.“
Körfubolti Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 82-80 | Keflvíkingar kláruðu Stólana í háspennuleik Keflavík vann nauman tveggja stiga sigur gegn Tindastól er liðin mættust í stórleik 1. umferðar Subway-deildar karla í Keflavík í kvöld. Lokatölur 82-80 í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. 7. október 2022 22:17 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 82-80 | Keflvíkingar kláruðu Stólana í háspennuleik Keflavík vann nauman tveggja stiga sigur gegn Tindastól er liðin mættust í stórleik 1. umferðar Subway-deildar karla í Keflavík í kvöld. Lokatölur 82-80 í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. 7. október 2022 22:17