Alblóðugur Rüdiger þurfti 20 spor eftir jöfnunarmarkið Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2022 12:00 Það fossblæddi úr Rudiger þar sem hann lenti saman við markvörð Shakhtar. 20 spor þurfti í andlitið á honum. Adam Nurkiewicz/Getty Images Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid, verður seint sakaður um að fórna sér ekki fyrir liðsfélaga sína. Hann tryggði liði sínu stig á ögurstundu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og var nálægt því að steinrotast í leiðinni. Real Madrid átti í vandræðum þegar liðið sótti úkraínska liðið Shakhtar Donetsk heim í gærkvöld, að vísu til Varsjá í Póllandi, þar sem Evrópuleikir mega ekki fara fram í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Oleksandr Zubkov Shakhtar í forystu á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og staðan var 1-0 allt þar til fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá átti Þjóðverjinn Toni Kroos háa sendingu inn á teig Shakhtar sem fann höfuðið á landa hans Rüdiger sem skallaði boltann í stöng og inn og lenti svo harkalega saman við Anatolii Trubin, markvörð Shakhtar. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Rüdiger steinlá og það sást fossblæða úr andliti hans. Hann átti þá erfitt með að halda jafnvægi þegar hann stóð upp eftir markið. Haft er eftir Rüdiger og talsmanni Real Madrid að hann sé í lagi og hafi sloppið við beinbrot. Það þurfti hins vegar að sauma 20 spor í andlitið á honum eftir atvikið. „Það sem drepur þig ekki styrkir þig. Ég er í lagi, takk fyrir öll skilaboðin,“ sagði Rüdiger eftir leik. Um er að ræða fyrstu stigin sem Real Madrid tapar í F-riðli en liðið er efst í riðlinum með 10 stig eftir fjóra leiki og er öruggt áfram í 16-liða úrslit. RB Leipzig vann Celtic í gær og er með sex stig í öðru sæti en Shakhtar er með fimm stig þar fyrir neðan. Celtic rekur lestina með eitt stig. Myndir af atvikinu má sjá að neðan. Að ofan má sjá myndskeið af markinu. Mateusz Slodkowski/DeFodi Images via Getty Images Mateusz Slodkowski/DeFodi Images via Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Antonio Villalba/Real Madrid via Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Sjá meira
Real Madrid átti í vandræðum þegar liðið sótti úkraínska liðið Shakhtar Donetsk heim í gærkvöld, að vísu til Varsjá í Póllandi, þar sem Evrópuleikir mega ekki fara fram í Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Oleksandr Zubkov Shakhtar í forystu á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og staðan var 1-0 allt þar til fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá átti Þjóðverjinn Toni Kroos háa sendingu inn á teig Shakhtar sem fann höfuðið á landa hans Rüdiger sem skallaði boltann í stöng og inn og lenti svo harkalega saman við Anatolii Trubin, markvörð Shakhtar. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Rüdiger steinlá og það sást fossblæða úr andliti hans. Hann átti þá erfitt með að halda jafnvægi þegar hann stóð upp eftir markið. Haft er eftir Rüdiger og talsmanni Real Madrid að hann sé í lagi og hafi sloppið við beinbrot. Það þurfti hins vegar að sauma 20 spor í andlitið á honum eftir atvikið. „Það sem drepur þig ekki styrkir þig. Ég er í lagi, takk fyrir öll skilaboðin,“ sagði Rüdiger eftir leik. Um er að ræða fyrstu stigin sem Real Madrid tapar í F-riðli en liðið er efst í riðlinum með 10 stig eftir fjóra leiki og er öruggt áfram í 16-liða úrslit. RB Leipzig vann Celtic í gær og er með sex stig í öðru sæti en Shakhtar er með fimm stig þar fyrir neðan. Celtic rekur lestina með eitt stig. Myndir af atvikinu má sjá að neðan. Að ofan má sjá myndskeið af markinu. Mateusz Slodkowski/DeFodi Images via Getty Images Mateusz Slodkowski/DeFodi Images via Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Antonio Villalba/Real Madrid via Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images Adam Nurkiewicz/Getty Images
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Sjá meira