Evrópuráðsþingið hvetur ríki til að skilgreina Rússlandsstjórn sem hryðjuverkastjórn Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2022 14:06 Í dag er dagur varna í Úkraínu þar sem þeirra sem fallið hafa í innrás Rússa í landið er minnst. Hér heiðra hermenn í Kænugarði hina föllnu. AP/Jean-Francois Badias Úkraínuforseti segir mikilvægt að þing Evrópuráðsins hafi skilgreint ríkisstjórn Rússlands sem hryðjuverkastjórn. Þingmaður Pírata segir aðildarríki Evrópuráðsins þar með hvött til að gera hið sama og virkja lög ríkjanna um varnir gegn hryðjuverkum gagnvart Rússlandi. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hefur lengi þrýst á ríki Vesturlanda að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki vegna árása á óbreytta borgara, samfélagslega innviði, fjöldamorða og pyndinga. Honum varð loks að ósk sinni þegar þing Evrópuráðsins ályktaði með þessum hætti með skýrslu á fundi ráðsins í Strasbourg í gær. Volodymyr Zelenskyy ávarpaði þing Evrópuráðsins í gær sem nú hefur samþykkt skýrslu þar sem Putin og stjórn hans í Rússlandi eru skilgreind sem hryðjuverkastjórn.AP/Jean-Francois Badias Þar er stjórn Vladimirs Putins Rússlandsforseta skilgreind sem hryðjuverkastjórn. Zelenskyy segir ályktunina mikilvæg skilaboð til ríkja heims um að það væri ekkert um að ræða við þennan hryðjuverkahóp sem leysti úr læðingi versta stríðí Evrópu í áttatíu ár. „Hryðjuverkum verður að mæta af krafti á öllum stigum; á vígvellinum, með refsiaðgerðum og lagalegum leiðum. Við munum setja á fót sérstakan dómstól fyrir árásarglæpi Rússa gegn Úkraínu og tryggja starfrækslu sérstaks bótakerfis þannig að Rússar svari fyrir þetta stríð með eignum sínum," sagði Zelenskyy. Rússar gætu aldrei sigrað Úkraínu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sem situr fund Evrópuráðsþingsins segir ályktunina um Rússland hafa verið samþykkta samhljóða. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata á þingi Evrópuráðsins.Evrópuráðið „Í raun felst í henni einróma álit Evrópuráðsþingsins að sú ríkisstjórn sem ræður ríkjum í Rússlandi sé hryðjuverka ríkisstjórn. Þetta er sögulegt að því marki að ég veit ekki til þess að nokkur alþjóðleg stofnun hafi hingað til lýst þessu yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Þetta væru tilmæli til þeirra 46 ríkja sem tilheyrðu nú Evrópuráðinu eftir að Rússum var vísað úr ráðinu til að virkja löggjöf gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti gegn Rússlandi. Vonandi væri þetta byrjunin á víðtækari viðbrögðum. „Skýrslan kallar eftir því að alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll verði settur á fót fyrir þann glæp að hafa hafið þessa innrás. Sömuleiðis kallar hún auðvitað eftir ýmis konar aðgerðum til stuðnings Úkraínu og fordæmir enn og aftur innrásina með mjög skýrum orðum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sem talaði frá lokadegi þings Evrópuráðsins í Strasbourg. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16 Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hefur lengi þrýst á ríki Vesturlanda að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki vegna árása á óbreytta borgara, samfélagslega innviði, fjöldamorða og pyndinga. Honum varð loks að ósk sinni þegar þing Evrópuráðsins ályktaði með þessum hætti með skýrslu á fundi ráðsins í Strasbourg í gær. Volodymyr Zelenskyy ávarpaði þing Evrópuráðsins í gær sem nú hefur samþykkt skýrslu þar sem Putin og stjórn hans í Rússlandi eru skilgreind sem hryðjuverkastjórn.AP/Jean-Francois Badias Þar er stjórn Vladimirs Putins Rússlandsforseta skilgreind sem hryðjuverkastjórn. Zelenskyy segir ályktunina mikilvæg skilaboð til ríkja heims um að það væri ekkert um að ræða við þennan hryðjuverkahóp sem leysti úr læðingi versta stríðí Evrópu í áttatíu ár. „Hryðjuverkum verður að mæta af krafti á öllum stigum; á vígvellinum, með refsiaðgerðum og lagalegum leiðum. Við munum setja á fót sérstakan dómstól fyrir árásarglæpi Rússa gegn Úkraínu og tryggja starfrækslu sérstaks bótakerfis þannig að Rússar svari fyrir þetta stríð með eignum sínum," sagði Zelenskyy. Rússar gætu aldrei sigrað Úkraínu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sem situr fund Evrópuráðsþingsins segir ályktunina um Rússland hafa verið samþykkta samhljóða. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata á þingi Evrópuráðsins.Evrópuráðið „Í raun felst í henni einróma álit Evrópuráðsþingsins að sú ríkisstjórn sem ræður ríkjum í Rússlandi sé hryðjuverka ríkisstjórn. Þetta er sögulegt að því marki að ég veit ekki til þess að nokkur alþjóðleg stofnun hafi hingað til lýst þessu yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Þetta væru tilmæli til þeirra 46 ríkja sem tilheyrðu nú Evrópuráðinu eftir að Rússum var vísað úr ráðinu til að virkja löggjöf gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti gegn Rússlandi. Vonandi væri þetta byrjunin á víðtækari viðbrögðum. „Skýrslan kallar eftir því að alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll verði settur á fót fyrir þann glæp að hafa hafið þessa innrás. Sömuleiðis kallar hún auðvitað eftir ýmis konar aðgerðum til stuðnings Úkraínu og fordæmir enn og aftur innrásina með mjög skýrum orðum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sem talaði frá lokadegi þings Evrópuráðsins í Strasbourg.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16 Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19
Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16
Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30