Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. október 2022 12:03 Margrét Friðriksdóttir var á leið til Þýskalands og þaðan til Moskvu þegar henni var vísað úr flugvél Icelandair. VÍSIR/VILHELM/AÐSEND Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. Vísir greindi frá því í september að Margrét hefði verið á leiðinni til Rússlands í boðsferð þegar lögregla var kölluð til eftir að henni var tilkynnt að handfarangur hennar þyrfti að fara niður í farangursrými vegna plássleysis. Sjálf sagðist Margrét hafa verið mjög ósátt en henni var sömuleiðis tilkynnt að hún þyrfti að vera með grímu. Eftir nokkrar deilur milli starfsfólks og Margrétar var ákveðið að hún fengi ekki að fljúga með vélinni en hún ákvað þá að ganga inn í flugstjórnarklefann og ræða við flugmanninn. Talsmaður Icelandair sagði þá í samtali við fréttastofu að starfsfólk hefði ekki átt annarra kosta völ en að fylgja henni frá borði. Uppfært kl. 13.49: Margrét kveðst ekki hafa gengið inn í flugstjórnarklefann, heldur hafi hann verið opinn og því „auðvelt fyrir hana að ræða við flugstjórann.“ „Ég stóð við útganginn fyrir miðju þar sem ég var að bíða eftir lögreglunni. Ég setti upp grímuna en komst svo að því að flugfreyjurnar hafi sagt ósatt um að ekki væri pláss fyrir handfarandurstöskuna mína sem uppfyllir öll skilyrði sem slík ég reyndi bara að standa á mínum rétti og augljóst að flugfélagið er brotlegt þarna,“ segir hún mjög ósátt. Margrét hefur nú sent bótakröfu til Icelandair með fulltingi lögmannsstofunnar Griffon. Það er lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sem aðstoðar hana við málið. Frá þessu greinir hún á vefnum Frettin.is og birtir bótakröfuna í heild sinni. Hún krefst 29.168.000 króna sem sundurliðast svona: Vegna farmiða: 550.000 kr. Vegna aukins launakostnaðar: 7 dagar x kr. 150.000 = 1.050.000 kr. Vegna útlagðs hótelkostnaðar: 1.080.000 kr. (6 nætur x 180.000 kr.) Vegna eyðilagðrar heimildarmyndar: 20.000.000 kr. Vegna leigubifreiðar frá flugvelli: 18.000 kr. Beint vinnutap: 1.050.000 kr. Þegar áfallinn kostnaður vegna lögfræðiaðstoðar: 420.000 kr. Vegna ólögmætrar ærumeingerðar og grímuskipunar: 3.000.000 kr. Vegna þjáninga og þá einkum áfallastreitu og lækniskostnaðar: 2.000.000 kr. Icelandair Fréttir af flugi Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35 Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Vísir greindi frá því í september að Margrét hefði verið á leiðinni til Rússlands í boðsferð þegar lögregla var kölluð til eftir að henni var tilkynnt að handfarangur hennar þyrfti að fara niður í farangursrými vegna plássleysis. Sjálf sagðist Margrét hafa verið mjög ósátt en henni var sömuleiðis tilkynnt að hún þyrfti að vera með grímu. Eftir nokkrar deilur milli starfsfólks og Margrétar var ákveðið að hún fengi ekki að fljúga með vélinni en hún ákvað þá að ganga inn í flugstjórnarklefann og ræða við flugmanninn. Talsmaður Icelandair sagði þá í samtali við fréttastofu að starfsfólk hefði ekki átt annarra kosta völ en að fylgja henni frá borði. Uppfært kl. 13.49: Margrét kveðst ekki hafa gengið inn í flugstjórnarklefann, heldur hafi hann verið opinn og því „auðvelt fyrir hana að ræða við flugstjórann.“ „Ég stóð við útganginn fyrir miðju þar sem ég var að bíða eftir lögreglunni. Ég setti upp grímuna en komst svo að því að flugfreyjurnar hafi sagt ósatt um að ekki væri pláss fyrir handfarandurstöskuna mína sem uppfyllir öll skilyrði sem slík ég reyndi bara að standa á mínum rétti og augljóst að flugfélagið er brotlegt þarna,“ segir hún mjög ósátt. Margrét hefur nú sent bótakröfu til Icelandair með fulltingi lögmannsstofunnar Griffon. Það er lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sem aðstoðar hana við málið. Frá þessu greinir hún á vefnum Frettin.is og birtir bótakröfuna í heild sinni. Hún krefst 29.168.000 króna sem sundurliðast svona: Vegna farmiða: 550.000 kr. Vegna aukins launakostnaðar: 7 dagar x kr. 150.000 = 1.050.000 kr. Vegna útlagðs hótelkostnaðar: 1.080.000 kr. (6 nætur x 180.000 kr.) Vegna eyðilagðrar heimildarmyndar: 20.000.000 kr. Vegna leigubifreiðar frá flugvelli: 18.000 kr. Beint vinnutap: 1.050.000 kr. Þegar áfallinn kostnaður vegna lögfræðiaðstoðar: 420.000 kr. Vegna ólögmætrar ærumeingerðar og grímuskipunar: 3.000.000 kr. Vegna þjáninga og þá einkum áfallastreitu og lækniskostnaðar: 2.000.000 kr.
Icelandair Fréttir af flugi Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35 Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35
Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06
Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33