Birtir kveðjuræðu sem átti að flytja hefði Ragnar Þór náð kjöri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2022 15:37 Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands. Formaður í Stéttarfélagi Vesturlands var búin að semja harðorða ræðu til að flytja undir liðnum Önnur mál á þingi ASÍ í síðustu viku viðbúin því að Ragnar Þór Ingólfsson næði kjöri sem forseti ASÍ. Svo fór ekki því Ragnar Þór og hans nánasta samstarfsfólk yfirgaf þingið í mótmælaskyni áður en gengið var til kosninga. Signý Jóhannesdóttir er formaður í Stéttarfélagi Vesturlands, sem bæði á aðild að Starfsgreinasambandinu og Lífeyrissjóði verslunarmanna. Hún segist hafa byrjað að skrifa ræðu þar sem hún taldi stefna í fjandsamlega yfirtöku ASÍ. „Ég er ýmsu vön í félagsstarfi en sú atburðarás sem upphófst á þinginu var með þeim ólíkindum að engum reifarahöfundi hefði dottið í hug að setja þetta saman,“ segir Signý í skoðunargrein á Vísi. Óvænt atburðarás Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gaf kost á sér til forseta ASÍ og má telja miklar líkur á að hann hefði náð kjöri. Ragnar Þór hafði myndað þétt bandalag með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og Vilhjálmi Birgissyni, formanni SGS. Föstudaginn fyrir þingið bauð Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, fram krafta sína til forseta ASÍ. Stefndi því í harða baráttu enda ljóst að um hvorugt þeirra væri breið samstaða á þingi ASÍ. Á þriðjudeginum yfirgáfu Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur fundinn. Sólveig sagði ljóst að ekki væri pláss fyrir þau á þinginu. Þá hafi þau til skoðunar að draga félög sín úr ASÍ. Þingi ASÍ var frestað til vors og verður Kristján Þórður Snæbjarnarson áfram forseti sambandsins. Hann tók við af Drífu Snædal sem sagði af sér embætti í ágúst. Ragnar Þór hefur sagst svartsýnn á að sættir náist á vettvangi ASÍ. Ekki sé þó tímabært að gera breytingar á stöðu VR innan ASÍ í bili. Sinnt mörgum trúnaðarstörfum Signý birtir ræðu sína, sem ekki kom til þess að hún flytti, í grein sinni á Vísi. Ræðan veitir innsýn í hugarheim forystusauðs hjá verkalýðsfélagi sem ekkert leist á að Ragnar Þór yrði forseti ASÍ með Sólveigu Önnu og Vilhjálm sem varaforseta. Signý hafði tekið ákvörðun að hætta öllum trúnaðarstörfum fyrir ASÍ. „Ég hef upp á síðkastið starfað í Skipulags- og starfsháttanefnd, sem og í laganefnd og biðst hér með undan frekari setu þar. Eins hef ég verið fulltrúi ASÍ í nefnd um endurskoðun á 12. kafla um veikindarétt í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög. Einnig hef ég verið fulltrúi sambandsins í Starfsfræðsluráði félags, heilbrigðis- og uppeldisgreina. Ég óska hér með eftir því að vera leyst undan þessum störfum,“ segir í ræðunni. „Ástæða þess að ég, sem hef viljað af einlægni taka að mér hin fjölbreyttustu störf fyrir verkafólk á þessu landi, treysti mér nú ekki til að vinna í nafni ASÍ, er sú að þetta nýja forystufólk er þannig innstillt að ég tel mig ekki eiga nokkra samleið með þeim eða að ég geti varið eða staðið með skoðunum þeirra.“ Hún hafi átt gott samstarf við verkalýðshreyfinguna til þessa. „Ég tel að ég hafi tekið þátt í því að breyta samfélaginu til hins betra t.d. með tilurð fæðingarorlofs fyrir báða foreldra, stofnun fræðslusjóða verkafólks, stofnun fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og stofnun hins opinbera Fræðslusjóðs. Stofnun Virk starfsenduhæfingarsjóðs, stofnun Bjargs íbúðafélags árið 2016 á 100 ára afmæli ASÍ.“ Studdi ekki Drífu en fannst hún vaxa í starfi „Einnig hef ég komið að því að semja um jöfnun mótframlaga í lífeyrissjóði á almennum og opinberum markaði, semja um lengingu á fæðingarorlofi. Semja um bætta réttarstöðu verkafólks á leigumarkaði, hækkun á greiðslum úr ábyrgðasjóði launa o. fl. og fl. upptalningin er alls ekki tæmandi. Ég var og er líka stuðningsmaður SALEK, sem þetta fólk skilur ekki og hefur gert að einu allsherjar skammaryrði og upplýsir bara um takmarkaðan skilning þeirra á samfélaginu,“ segir í ræðu Signýjar. Flest af þessu hafi verið unnið í tíð Gylfa Arnbjörnssonar sem forseta ASÍ. „Núverandi forysta telur sér það til tekna að hafa hrakið hann úr starfi. Þau studdu fyrir fjórum árum Drífu Snædal í forystuhlutverk ASÍ og afrekuðu það nú síðsumars að hrekja hana úr forystunni, fyrstu konuna á forsetastóli. Ég var ekki stuðningsmaður Drífu þegar hún bauð sig fram en tel að hún hafi vaxið í starfi með hverju árinu sem leið. Megi þetta ofbeldisfólk hafa skömm fyrir framgang sinn sem leiddi til brotthvarfs hennar.“ Signý segir í ræðu sinni að þríeykið telji að í lýðræði felist að meirihlutinn kúgi minnihlutann. „Skoðanir þeirra særstu séu alltaf réttar og engu máli skipti þær skoðanir, sem koma frá öðrum af því að þeirra félög séu svo lítil, smælingjunum megi bara bjóðast að vera sammála stórveldunum, eigi að klappa fyrir foryngjunum og falla svo fram og tilbiðja þá. Þannig umhverfi er í mínum huga ekki eftirsóknarvert og endar bara illa. Skynsemi á ekkert skylt við stærð aðildarfélaganna.“ ASÍ Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Signý Jóhannesdóttir er formaður í Stéttarfélagi Vesturlands, sem bæði á aðild að Starfsgreinasambandinu og Lífeyrissjóði verslunarmanna. Hún segist hafa byrjað að skrifa ræðu þar sem hún taldi stefna í fjandsamlega yfirtöku ASÍ. „Ég er ýmsu vön í félagsstarfi en sú atburðarás sem upphófst á þinginu var með þeim ólíkindum að engum reifarahöfundi hefði dottið í hug að setja þetta saman,“ segir Signý í skoðunargrein á Vísi. Óvænt atburðarás Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gaf kost á sér til forseta ASÍ og má telja miklar líkur á að hann hefði náð kjöri. Ragnar Þór hafði myndað þétt bandalag með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og Vilhjálmi Birgissyni, formanni SGS. Föstudaginn fyrir þingið bauð Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, fram krafta sína til forseta ASÍ. Stefndi því í harða baráttu enda ljóst að um hvorugt þeirra væri breið samstaða á þingi ASÍ. Á þriðjudeginum yfirgáfu Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur fundinn. Sólveig sagði ljóst að ekki væri pláss fyrir þau á þinginu. Þá hafi þau til skoðunar að draga félög sín úr ASÍ. Þingi ASÍ var frestað til vors og verður Kristján Þórður Snæbjarnarson áfram forseti sambandsins. Hann tók við af Drífu Snædal sem sagði af sér embætti í ágúst. Ragnar Þór hefur sagst svartsýnn á að sættir náist á vettvangi ASÍ. Ekki sé þó tímabært að gera breytingar á stöðu VR innan ASÍ í bili. Sinnt mörgum trúnaðarstörfum Signý birtir ræðu sína, sem ekki kom til þess að hún flytti, í grein sinni á Vísi. Ræðan veitir innsýn í hugarheim forystusauðs hjá verkalýðsfélagi sem ekkert leist á að Ragnar Þór yrði forseti ASÍ með Sólveigu Önnu og Vilhjálm sem varaforseta. Signý hafði tekið ákvörðun að hætta öllum trúnaðarstörfum fyrir ASÍ. „Ég hef upp á síðkastið starfað í Skipulags- og starfsháttanefnd, sem og í laganefnd og biðst hér með undan frekari setu þar. Eins hef ég verið fulltrúi ASÍ í nefnd um endurskoðun á 12. kafla um veikindarétt í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög. Einnig hef ég verið fulltrúi sambandsins í Starfsfræðsluráði félags, heilbrigðis- og uppeldisgreina. Ég óska hér með eftir því að vera leyst undan þessum störfum,“ segir í ræðunni. „Ástæða þess að ég, sem hef viljað af einlægni taka að mér hin fjölbreyttustu störf fyrir verkafólk á þessu landi, treysti mér nú ekki til að vinna í nafni ASÍ, er sú að þetta nýja forystufólk er þannig innstillt að ég tel mig ekki eiga nokkra samleið með þeim eða að ég geti varið eða staðið með skoðunum þeirra.“ Hún hafi átt gott samstarf við verkalýðshreyfinguna til þessa. „Ég tel að ég hafi tekið þátt í því að breyta samfélaginu til hins betra t.d. með tilurð fæðingarorlofs fyrir báða foreldra, stofnun fræðslusjóða verkafólks, stofnun fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og stofnun hins opinbera Fræðslusjóðs. Stofnun Virk starfsenduhæfingarsjóðs, stofnun Bjargs íbúðafélags árið 2016 á 100 ára afmæli ASÍ.“ Studdi ekki Drífu en fannst hún vaxa í starfi „Einnig hef ég komið að því að semja um jöfnun mótframlaga í lífeyrissjóði á almennum og opinberum markaði, semja um lengingu á fæðingarorlofi. Semja um bætta réttarstöðu verkafólks á leigumarkaði, hækkun á greiðslum úr ábyrgðasjóði launa o. fl. og fl. upptalningin er alls ekki tæmandi. Ég var og er líka stuðningsmaður SALEK, sem þetta fólk skilur ekki og hefur gert að einu allsherjar skammaryrði og upplýsir bara um takmarkaðan skilning þeirra á samfélaginu,“ segir í ræðu Signýjar. Flest af þessu hafi verið unnið í tíð Gylfa Arnbjörnssonar sem forseta ASÍ. „Núverandi forysta telur sér það til tekna að hafa hrakið hann úr starfi. Þau studdu fyrir fjórum árum Drífu Snædal í forystuhlutverk ASÍ og afrekuðu það nú síðsumars að hrekja hana úr forystunni, fyrstu konuna á forsetastóli. Ég var ekki stuðningsmaður Drífu þegar hún bauð sig fram en tel að hún hafi vaxið í starfi með hverju árinu sem leið. Megi þetta ofbeldisfólk hafa skömm fyrir framgang sinn sem leiddi til brotthvarfs hennar.“ Signý segir í ræðu sinni að þríeykið telji að í lýðræði felist að meirihlutinn kúgi minnihlutann. „Skoðanir þeirra særstu séu alltaf réttar og engu máli skipti þær skoðanir, sem koma frá öðrum af því að þeirra félög séu svo lítil, smælingjunum megi bara bjóðast að vera sammála stórveldunum, eigi að klappa fyrir foryngjunum og falla svo fram og tilbiðja þá. Þannig umhverfi er í mínum huga ekki eftirsóknarvert og endar bara illa. Skynsemi á ekkert skylt við stærð aðildarfélaganna.“
ASÍ Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira