Alþjóðlegur dagur matvæla Erna Bjarnadóttir skrifar 18. október 2022 13:00 Alþjóðlegi matvæladagurinn (World Food Day) er haldinn árlega þann 16. október. Þessi dagsetning varð fyrir valinu með tilvísun til þess að þann dag árið 1945 var Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) stofnuð. Deginum er ætlað að varpa ljósi á stöðu milljóna manna um heim allan sem hafa ekki efni á næringarríkum mat. Matvælaverð hefur hækkað gríðarlega Þema alþjóðlega matvæladagsins í ár er „Skildu ENGAN eftir“ eða á frummálinu, „Leave NO ONE behind“. Áskoranirnar í ár eru margvíslegar, COVID-19 heimsfaraldurinn hefur enn víðtæk áhrif á framboðskeðjur. Þá má nefna áhrif loftslagsbreytinga, stríðsátök og aukna alþjóðlega spennu en allt hefur þetta leitt til þess að um allan heim hefur matvælaverð hækkað gríðarlega. Í tilefni af deginum, vakti OECD sérstaklega athygli á hækkunum á matvælaverði í aðildarlöndum OECD. Matvælaverð hélt áfram að hækka í aðildarlöndunum í ágúst sl. en þá nam verðbólga matvælaverðs 15% á ársgrundvelli, samanborið við 14,5% í júlí 2022. Til samanburðar má nefna að á sama tíma í fyrra (ágúst 2021) nam verðhækkun á mat í aðildarlöndum OECD 3,6%, miðað við 12 mánaða tímabil. OECD birti jafnframt mynd sem bar saman tólf mánaða verðhækkanir á matvörum í aðildarlöndum þess. Eins og sjá má í meðfylgjandi grafi stendur Ísland sig vel. Hækkanir hér á landi eru mun minni en í mörgum ríkjum sem gjarnan eru borin saman við Ísland. Hvar hækkar matvælaverð mest? Þessi mynd OECD sýnir glöggt að það eru efnaminni lönd innan OECD sem verðhækkanir skella hvað harðast á. Tyrkland sker sig þar úr en í hópi landa innan ESB eru það Ungverjaland, Eystrasaltslöndin, Slóvakía og Tékkland sem verðlag matvæla hefur hækkað hvað mest. Athygli vekur óneitanlega að Danmörk kemur í 7. sæti ESB-landa, en verðhækkanir á mat nema 15,9% frá ágúst 2021 til ágúst 2022. Þau lönd innan OECD sem hafa náð að takast best á við þetta viðfangsefni eru Sviss, Ísrael og Japan þar sem verð á matvörum hefur hækkað um 2,5% – 5,1%. Ísland skipar sér síðan í hóp með Lúxemborg, Írlandi og Frakklandi þar sem verðhækkanir á matvörum á tímabilinu nema á bilinu 8% - 9%. Hvað sjáum við fram undan? Komandi mánuðir munu verða prófsteinn á þanþol matvælaframleiðslu um allan heim. Þó verð á áburði hafi nú lækkað frá því sem það var hæst í apríl sl. hefur verksmiðjum víða í Evrópu verið lokað síðan þá. Þá eru verð á hveiti í framvirkum samningum á Chicago kornmarkaðnum nú skráð á þau hæstu síðan í júní sl. Ástæðan sögð vaxandi ótti við harðnandi átök í Úkraínu og væntingar um minni uppskeru bæði í USA og Evrópu. Einnig eru enn brestir í framboði á öðrum mikilvægum aðföngum víða um heiminn vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Áminning Sameinuðu þjóðanna um mikilvægi matvæla er því þörf nú sem endranær. Skiljum ENGAN eftir. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi matvæladagurinn (World Food Day) er haldinn árlega þann 16. október. Þessi dagsetning varð fyrir valinu með tilvísun til þess að þann dag árið 1945 var Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) stofnuð. Deginum er ætlað að varpa ljósi á stöðu milljóna manna um heim allan sem hafa ekki efni á næringarríkum mat. Matvælaverð hefur hækkað gríðarlega Þema alþjóðlega matvæladagsins í ár er „Skildu ENGAN eftir“ eða á frummálinu, „Leave NO ONE behind“. Áskoranirnar í ár eru margvíslegar, COVID-19 heimsfaraldurinn hefur enn víðtæk áhrif á framboðskeðjur. Þá má nefna áhrif loftslagsbreytinga, stríðsátök og aukna alþjóðlega spennu en allt hefur þetta leitt til þess að um allan heim hefur matvælaverð hækkað gríðarlega. Í tilefni af deginum, vakti OECD sérstaklega athygli á hækkunum á matvælaverði í aðildarlöndum OECD. Matvælaverð hélt áfram að hækka í aðildarlöndunum í ágúst sl. en þá nam verðbólga matvælaverðs 15% á ársgrundvelli, samanborið við 14,5% í júlí 2022. Til samanburðar má nefna að á sama tíma í fyrra (ágúst 2021) nam verðhækkun á mat í aðildarlöndum OECD 3,6%, miðað við 12 mánaða tímabil. OECD birti jafnframt mynd sem bar saman tólf mánaða verðhækkanir á matvörum í aðildarlöndum þess. Eins og sjá má í meðfylgjandi grafi stendur Ísland sig vel. Hækkanir hér á landi eru mun minni en í mörgum ríkjum sem gjarnan eru borin saman við Ísland. Hvar hækkar matvælaverð mest? Þessi mynd OECD sýnir glöggt að það eru efnaminni lönd innan OECD sem verðhækkanir skella hvað harðast á. Tyrkland sker sig þar úr en í hópi landa innan ESB eru það Ungverjaland, Eystrasaltslöndin, Slóvakía og Tékkland sem verðlag matvæla hefur hækkað hvað mest. Athygli vekur óneitanlega að Danmörk kemur í 7. sæti ESB-landa, en verðhækkanir á mat nema 15,9% frá ágúst 2021 til ágúst 2022. Þau lönd innan OECD sem hafa náð að takast best á við þetta viðfangsefni eru Sviss, Ísrael og Japan þar sem verð á matvörum hefur hækkað um 2,5% – 5,1%. Ísland skipar sér síðan í hóp með Lúxemborg, Írlandi og Frakklandi þar sem verðhækkanir á matvörum á tímabilinu nema á bilinu 8% - 9%. Hvað sjáum við fram undan? Komandi mánuðir munu verða prófsteinn á þanþol matvælaframleiðslu um allan heim. Þó verð á áburði hafi nú lækkað frá því sem það var hæst í apríl sl. hefur verksmiðjum víða í Evrópu verið lokað síðan þá. Þá eru verð á hveiti í framvirkum samningum á Chicago kornmarkaðnum nú skráð á þau hæstu síðan í júní sl. Ástæðan sögð vaxandi ótti við harðnandi átök í Úkraínu og væntingar um minni uppskeru bæði í USA og Evrópu. Einnig eru enn brestir í framboði á öðrum mikilvægum aðföngum víða um heiminn vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Áminning Sameinuðu þjóðanna um mikilvægi matvæla er því þörf nú sem endranær. Skiljum ENGAN eftir. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun