Mega nú ferðast með gæludýrin í búrum á útisvæði Herjólfs Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 11:32 Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri Herjólfs. Hann segir að engar formlegar kvartanir hafi borist til sín eftir að hinar nýju reglur tóku gildi. Vísir/Jóhann K. Farþegar Herjólfs mega nú fara með gæludýr í búrum upp á útisvæði ferjunnar á meðan á siglingu stendur. Áður þurftu þurfti gæludýraeigendur að geyma gæludýr sín í bílnum eða þá í sérstöku herbergi á bíladekki. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að breytingar hafi verið gerðar á reglum fyrir um mánuði og að þetta sé leið til að bjóða fólki að vera með gæludýrin sín hjá sér á meðan á siglingu stendur. Mikil umræða spratt upp meðal gæludýraeigenda um reglurnar eftir að bílalyfta ferjunnar kramdi tvö ökutæki þegar ferjan var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn í ágúst síðastliðnum. Hörður Orri segir að hann hafi átt fundi með fólki í Vestmannaeyjum áður en atvikið átti sér stað í ágúst. „Þetta hafði verið í umræðunni lengi en eigum við ekki að segja að umræðan um gæludýrin hafi farið á flug eftir það slys.“ Hörður Örri segir að einhverjir gæludýraeigendur hafi nýtt sér þennan nýja möguleika og aðrir ekki. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir á þessu meðal gæludýraeigenda líka. Hvort það sé nógu langt gengið, en svo eru líka margir sem vilja frekar hafa dýrin sín í bílum sínum þar sem þau þekkja til og eru örugg.“ Hann segir að engar formlegar kvartanir hafi borist til sín eftir að hinar nýju reglur tóku gildi. Reglur Herjólfs um gæludýr Hundar og önnur dýr hafa alla tíð haft heimild til þess að ferðast með ferjunni en lausaganga þeirra er bönnuð og það á einnig við dýr í taum, því þarf að gera ráðstafanir hvernig það á að ferja dýrið á útisvæðið. Í boði stendur fyrir gæludýraeigendur að ferðast með gæludýr sitt í eigin búri á útisvæði ferjunnar eða í faratæki eiganda ef viðkomandi er að ferðast á slíku. Ábyrgðamenn gæludýra sem kjósa að notast við útisvæði ferjunnar skulu tryggja að gæludýr séu í lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða ef þess þarf og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Ábyrgðamenn gæludýra skulu hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Sérþjálfaðir og sérmerktir leiðsöguhundar eru undanskildir þessum reglum. Herjólfur ohf. leggur mikið upp úr ánægju farþega og reynir eftir bestu getu að stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavinarins á þjónustunni okkar. Herjólfur ohf. hefur alltaf lagt áherslu á að allir geti ferðast með ferjunni og haft hagsmuni allra farþega að leiðarljósi. Herjólfur Gæludýr Vestmannaeyjar Landeyjahöfn Dýr Tengdar fréttir Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. 15. ágúst 2022 16:38 Bílalyfta Herjólfs kramdi tvö ökutæki Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki. 15. ágúst 2022 12:36 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að breytingar hafi verið gerðar á reglum fyrir um mánuði og að þetta sé leið til að bjóða fólki að vera með gæludýrin sín hjá sér á meðan á siglingu stendur. Mikil umræða spratt upp meðal gæludýraeigenda um reglurnar eftir að bílalyfta ferjunnar kramdi tvö ökutæki þegar ferjan var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn í ágúst síðastliðnum. Hörður Orri segir að hann hafi átt fundi með fólki í Vestmannaeyjum áður en atvikið átti sér stað í ágúst. „Þetta hafði verið í umræðunni lengi en eigum við ekki að segja að umræðan um gæludýrin hafi farið á flug eftir það slys.“ Hörður Örri segir að einhverjir gæludýraeigendur hafi nýtt sér þennan nýja möguleika og aðrir ekki. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir á þessu meðal gæludýraeigenda líka. Hvort það sé nógu langt gengið, en svo eru líka margir sem vilja frekar hafa dýrin sín í bílum sínum þar sem þau þekkja til og eru örugg.“ Hann segir að engar formlegar kvartanir hafi borist til sín eftir að hinar nýju reglur tóku gildi. Reglur Herjólfs um gæludýr Hundar og önnur dýr hafa alla tíð haft heimild til þess að ferðast með ferjunni en lausaganga þeirra er bönnuð og það á einnig við dýr í taum, því þarf að gera ráðstafanir hvernig það á að ferja dýrið á útisvæðið. Í boði stendur fyrir gæludýraeigendur að ferðast með gæludýr sitt í eigin búri á útisvæði ferjunnar eða í faratæki eiganda ef viðkomandi er að ferðast á slíku. Ábyrgðamenn gæludýra sem kjósa að notast við útisvæði ferjunnar skulu tryggja að gæludýr séu í lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða ef þess þarf og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Ábyrgðamenn gæludýra skulu hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Sérþjálfaðir og sérmerktir leiðsöguhundar eru undanskildir þessum reglum. Herjólfur ohf. leggur mikið upp úr ánægju farþega og reynir eftir bestu getu að stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavinarins á þjónustunni okkar. Herjólfur ohf. hefur alltaf lagt áherslu á að allir geti ferðast með ferjunni og haft hagsmuni allra farþega að leiðarljósi.
Reglur Herjólfs um gæludýr Hundar og önnur dýr hafa alla tíð haft heimild til þess að ferðast með ferjunni en lausaganga þeirra er bönnuð og það á einnig við dýr í taum, því þarf að gera ráðstafanir hvernig það á að ferja dýrið á útisvæðið. Í boði stendur fyrir gæludýraeigendur að ferðast með gæludýr sitt í eigin búri á útisvæði ferjunnar eða í faratæki eiganda ef viðkomandi er að ferðast á slíku. Ábyrgðamenn gæludýra sem kjósa að notast við útisvæði ferjunnar skulu tryggja að gæludýr séu í lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða ef þess þarf og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Ábyrgðamenn gæludýra skulu hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Sérþjálfaðir og sérmerktir leiðsöguhundar eru undanskildir þessum reglum. Herjólfur ohf. leggur mikið upp úr ánægju farþega og reynir eftir bestu getu að stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavinarins á þjónustunni okkar. Herjólfur ohf. hefur alltaf lagt áherslu á að allir geti ferðast með ferjunni og haft hagsmuni allra farþega að leiðarljósi.
Herjólfur Gæludýr Vestmannaeyjar Landeyjahöfn Dýr Tengdar fréttir Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. 15. ágúst 2022 16:38 Bílalyfta Herjólfs kramdi tvö ökutæki Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki. 15. ágúst 2022 12:36 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. 15. ágúst 2022 16:38
Bílalyfta Herjólfs kramdi tvö ökutæki Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki. 15. ágúst 2022 12:36