Ayala: Vörnin hélt okkur á floti í dag Árni Jóhannsson skrifar 20. október 2022 22:20 Eric Ayala skoraði 28 stig í kvöld og hitti úr fimm þriggja stiga skotum meðal annars. Vísir/Hulda Margrét Eric Ayala var stigahæsti leikmaður leiksins þegar Keflvíkingar unnu Grindavík 96-87 í Subway deild karla í körfuknattleik. Ayala skoraði 28 stig og voru mörg þeirra af mikilvægari gerðinni þegar heimamenn þurftu á körfum að halda. Hann var spurður að því hvað hans menn hefðu gert rétt í kvöld til að sækja sigurinn. „Við spiluðum bara af hörku í dag. Í hvert skipti sem við vorum með boltann gerðum við vel og vorum mjög árvökulir. Náðum í lausa bolta þegar við þurftum og náðum í stopp þegar við þurftum á því að halda. Vörnin hélt okkur á floti í dag og hefur verið að gera það.“ Þó varnarleikurinn hafi verið sterkur hjá Keflvíkingum í kvöld þá var sóknin mjög skilvirk og fengu Keflvíkingar stig úr mörgum áttum. Það hlýtur að vera þægilegt að vera í þannig liði. „Algjörlega. Margir sem stigu upp, sérstaklega þegar það vantaði aðal leikstjórnandann [Hörð Axel Vilhjálmsson]. Það er mjög gott að sjá það og að við missum ekki taktinn við meiðslin hans. Við viljum bara halda áfram eftir því plani sem þjálfarinn leggur upp.“ Eric Ayala skoraði eins og áður segir 28 stig en hann hitti úr fimm af níu þriggja stiga skotum sínum. Hann var spurður að því hvaða skipanir hann sjálfur væri að fá frá Hjalta þjálfara en það lítur út fyrir að vera mjög létt verk fyrir hann að sækja körfur. „Ég á bara að vera ég sjálfur. Ég á að fara þarna út og lesa í leikinn og vera árásargjarn. Við erum svo bara að reyna að vinna þegar öllu er á botninn hvolft. Það skiptir mig mestu máli ef ég á að vera hreinskilinn og reyni bara að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum var Ayala spurður út í hvernig honum litist á deildina nú þegar þrjár umferðir væru búnar. „Mér líst vel á hana. Liðin eru vel samkeppnishæf og hvert lið er ný áskorun út af fyrir sig. Við erum með mikið af góðum leikmönnum og fáum nýja áskorun í hverjum leik. Það er mikilvægt fyrir okkur að fara út á völlinn og spila okkar leik. Ef við gerum það þá eigum við góða möguleika á sigri.“ Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Hann var spurður að því hvað hans menn hefðu gert rétt í kvöld til að sækja sigurinn. „Við spiluðum bara af hörku í dag. Í hvert skipti sem við vorum með boltann gerðum við vel og vorum mjög árvökulir. Náðum í lausa bolta þegar við þurftum og náðum í stopp þegar við þurftum á því að halda. Vörnin hélt okkur á floti í dag og hefur verið að gera það.“ Þó varnarleikurinn hafi verið sterkur hjá Keflvíkingum í kvöld þá var sóknin mjög skilvirk og fengu Keflvíkingar stig úr mörgum áttum. Það hlýtur að vera þægilegt að vera í þannig liði. „Algjörlega. Margir sem stigu upp, sérstaklega þegar það vantaði aðal leikstjórnandann [Hörð Axel Vilhjálmsson]. Það er mjög gott að sjá það og að við missum ekki taktinn við meiðslin hans. Við viljum bara halda áfram eftir því plani sem þjálfarinn leggur upp.“ Eric Ayala skoraði eins og áður segir 28 stig en hann hitti úr fimm af níu þriggja stiga skotum sínum. Hann var spurður að því hvaða skipanir hann sjálfur væri að fá frá Hjalta þjálfara en það lítur út fyrir að vera mjög létt verk fyrir hann að sækja körfur. „Ég á bara að vera ég sjálfur. Ég á að fara þarna út og lesa í leikinn og vera árásargjarn. Við erum svo bara að reyna að vinna þegar öllu er á botninn hvolft. Það skiptir mig mestu máli ef ég á að vera hreinskilinn og reyni bara að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum var Ayala spurður út í hvernig honum litist á deildina nú þegar þrjár umferðir væru búnar. „Mér líst vel á hana. Liðin eru vel samkeppnishæf og hvert lið er ný áskorun út af fyrir sig. Við erum með mikið af góðum leikmönnum og fáum nýja áskorun í hverjum leik. Það er mikilvægt fyrir okkur að fara út á völlinn og spila okkar leik. Ef við gerum það þá eigum við góða möguleika á sigri.“
Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum