Kálið, Stóri-Sam og allt það sem entist lengur en Truss Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2022 13:34 Stutt forsætisráðherratíð Liz Truss, hér í efra hægra horninu, hefur vakið upp samanburð við hluti og persónur sem enst hafa ýmist stutt eða lengi. Getty Þegar forsætisráðherratíð breska forsætisráðherrans Liz Truss líður undir lok í næstu viku verður hún sá breski forsætisráðherra sem styst hefur setið í embætti. Erlendir fjölmiðlar eru víða uppfullir af samanburði á persónum og hlutum sem entust lengur en forsætisráðherratíð Truss. Truss tók við völdum sem forsætisráðherra þann 6. september síðastliðinn. Í gær tilkynnti hún að hún myndi segja af sér sem forsætisráðherra. Leiðtogakjör Íhaldsflokksins í næstu viku mun ákvarða hver tekur við af henni sem forsætisráðherra. Það þýðir að forsætisráðherratíð hennar mun ekki telja fleiri daga en um það bil fimmtíu, sem verður met. Það er nefnilega umtalsvert styttri tími en sá tími sem George Canning, fyrrverandi methafi, sat sem forsætisráðherra Bretlands. Hann hafði verið forsætisráðherra í 119 daga þegar hann lést þann 8. ágúst árið 1927. Fjölmiðlar víða um heim hafa gert sér mat úr þessum takmarkaða tíma sem Truss hefur haft úr að spila sem forsætisráðherra. Á vef New York Times er sérstaklega fjallað um kálhausinn fræga sem breski miðilinn Daily Star stillti upp við hliðina á mynd af Truss þann 14. október síðastliðinn. Things that lasted longer than Liz Truss as Prime Minister:- London 2012’s Olympic Torch Relay- Last year’s Strictly Come Dancing- Love Island this summer- The Last Tory Leadership Election- This lettuce ~AA pic.twitter.com/2Mb59s3XUG— Best for Britain (@BestForBritain) October 20, 2022 „Mun Liz Truss endast lengur en þessi kálhaus?“, var yfirskrift beinnar útsendingar sem miðillinn birti á YouTube. Kálhausinn hafði betur þar sem hann var enn ferskur þegar Truss sagði af sér í gær. Í frétt New York Times segir að Daily Star hafi með myndbandinu gripið orðalag fréttar í The Economist á lofti. Í greininni var fjallað um erfiða byrjun á valdatíð Truss. Var því haldið fram að vegna byrjunarörðugleika strax fyrstu daga hennar í embætti og þeirrar staðreyndar að Bretar hafi nýtt drjúgan tíma í að syrgja Elísabetu II Bretlandsdrottningu hafi raunveruleg valdatíð hennar hafi aðeins staðið yfir í sjö daga. Þessi algjörlega óáhugaverða staðreynd var dregin fram í Facebook-hópnum Algjörlega óháhugaverðar stjórnmálaupplýsingar eftir að Truss tilkynnti um afsögn sína í gær.Facebook „Eða um það bil endingartíma káls,“ sagði í greininni. Myndband Daily Star vakti gríðarlega athygli og hafa tugþúsundir horft á myndbandið. Kim Kardashian, ostar og bið eftir vegabréfum Aðrir fjölmiðlar hafa einnig verið í samanburðargír. Á vef Vice er bent á að hjónaband Kim Kardashian og Kris Humphries hafi enst lengur en Truss í embætti, eða 79 daga. Þá er bent að margar tegundir osta endist lengur en í fimmtíu daga, og að margir hverjir verði betri með aldrinum. Vice bendir einnig á að það hafi í raun tekið lengri tíma fyrir Íhaldsflokkinn að velja Truss í embætti leiðtoga flokksins í sumar en valdatíð hennar stóð yfir. Íhaldsmenn tóku sér sjö vikur í það. Truss entist sem forsætisráðherra í um sex vikur. Á vefsíðu The Mirror fær enski knattspyrnustjórinn Sam Allardyce, sem gjarnan er þekktur sem Big Sam eða Stóri-Sam, uppreist æru. Hann hreppti draumastarfið haustið 2016 eftir fræga útreið enska landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu um sumarið. Sam Allardyce í eina leiknum sem hann stýrði enska landsliðinu.Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Sam var hins vegar ekki lengi í paradís. Eftir að upp komst um spillingarmál tengd honum var honum sagt upp störfum undir lok september-mánaðar, eftir aðeins 67 daga í starfi. Mirror bendir einnig á að það taki breska ríkisborgara lengri tíma að bíða eftir nýju vegabréfi en Truss entist í embætti. Áætlaður biðtími er um tíu vikur eða um 70 dagar. Bretland Grín og gaman Tengdar fréttir Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20 Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Truss tók við völdum sem forsætisráðherra þann 6. september síðastliðinn. Í gær tilkynnti hún að hún myndi segja af sér sem forsætisráðherra. Leiðtogakjör Íhaldsflokksins í næstu viku mun ákvarða hver tekur við af henni sem forsætisráðherra. Það þýðir að forsætisráðherratíð hennar mun ekki telja fleiri daga en um það bil fimmtíu, sem verður met. Það er nefnilega umtalsvert styttri tími en sá tími sem George Canning, fyrrverandi methafi, sat sem forsætisráðherra Bretlands. Hann hafði verið forsætisráðherra í 119 daga þegar hann lést þann 8. ágúst árið 1927. Fjölmiðlar víða um heim hafa gert sér mat úr þessum takmarkaða tíma sem Truss hefur haft úr að spila sem forsætisráðherra. Á vef New York Times er sérstaklega fjallað um kálhausinn fræga sem breski miðilinn Daily Star stillti upp við hliðina á mynd af Truss þann 14. október síðastliðinn. Things that lasted longer than Liz Truss as Prime Minister:- London 2012’s Olympic Torch Relay- Last year’s Strictly Come Dancing- Love Island this summer- The Last Tory Leadership Election- This lettuce ~AA pic.twitter.com/2Mb59s3XUG— Best for Britain (@BestForBritain) October 20, 2022 „Mun Liz Truss endast lengur en þessi kálhaus?“, var yfirskrift beinnar útsendingar sem miðillinn birti á YouTube. Kálhausinn hafði betur þar sem hann var enn ferskur þegar Truss sagði af sér í gær. Í frétt New York Times segir að Daily Star hafi með myndbandinu gripið orðalag fréttar í The Economist á lofti. Í greininni var fjallað um erfiða byrjun á valdatíð Truss. Var því haldið fram að vegna byrjunarörðugleika strax fyrstu daga hennar í embætti og þeirrar staðreyndar að Bretar hafi nýtt drjúgan tíma í að syrgja Elísabetu II Bretlandsdrottningu hafi raunveruleg valdatíð hennar hafi aðeins staðið yfir í sjö daga. Þessi algjörlega óáhugaverða staðreynd var dregin fram í Facebook-hópnum Algjörlega óháhugaverðar stjórnmálaupplýsingar eftir að Truss tilkynnti um afsögn sína í gær.Facebook „Eða um það bil endingartíma káls,“ sagði í greininni. Myndband Daily Star vakti gríðarlega athygli og hafa tugþúsundir horft á myndbandið. Kim Kardashian, ostar og bið eftir vegabréfum Aðrir fjölmiðlar hafa einnig verið í samanburðargír. Á vef Vice er bent á að hjónaband Kim Kardashian og Kris Humphries hafi enst lengur en Truss í embætti, eða 79 daga. Þá er bent að margar tegundir osta endist lengur en í fimmtíu daga, og að margir hverjir verði betri með aldrinum. Vice bendir einnig á að það hafi í raun tekið lengri tíma fyrir Íhaldsflokkinn að velja Truss í embætti leiðtoga flokksins í sumar en valdatíð hennar stóð yfir. Íhaldsmenn tóku sér sjö vikur í það. Truss entist sem forsætisráðherra í um sex vikur. Á vefsíðu The Mirror fær enski knattspyrnustjórinn Sam Allardyce, sem gjarnan er þekktur sem Big Sam eða Stóri-Sam, uppreist æru. Hann hreppti draumastarfið haustið 2016 eftir fræga útreið enska landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu um sumarið. Sam Allardyce í eina leiknum sem hann stýrði enska landsliðinu.Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Sam var hins vegar ekki lengi í paradís. Eftir að upp komst um spillingarmál tengd honum var honum sagt upp störfum undir lok september-mánaðar, eftir aðeins 67 daga í starfi. Mirror bendir einnig á að það taki breska ríkisborgara lengri tíma að bíða eftir nýju vegabréfi en Truss entist í embætti. Áætlaður biðtími er um tíu vikur eða um 70 dagar.
Bretland Grín og gaman Tengdar fréttir Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20 Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10
Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20
Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08