Elsti starfandi barnaskóli landsins 170 ára Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. október 2022 21:04 Skólinn er elsti starfandi barnaskóli á Íslandi, 170 ára takk fyrir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið um dýrðir í Barnaskólanum á Eyrarbakka- og Stokkseyri í dag því skólinn fagnar 170 afmæli en hann er elsti starfandi barnaskóli landsins. Afmælisdagurinn er þó ekki fyrr en 25. október en þann dag 1852 var skólinn stofnaður fyrir samskot almennings í héraðinu. Forseti Íslands var heiðursgestur á afmælishátíð dagsins, sem fór fram í skólanum á Stokkseyri. Stutt ávörp voru haldin, auk skemmti og tónlistaratriða og konurnar í Kvenfélagi Stokkseyrar sáu um veitingar dagsins.Í dag eru 125 nemendur í skólanum og 50 starfsmenn. Starfið gengur mjög vel þrátt fyrir áföll eins og myglu í skólahúsnæðinu á Eyrarbakka og heimsfaraldur. Skólastjórinn er stoltur af því að vera skólastjóri elsta starfandi barnaskóla landsins. Nemendur skólans sungu og spiluðu og skemmtu þannig gestum í tilefni af 170 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er ábyrgðarstarf og staða, sem ég tek mjög alvarlega og það er mér mjög mikið í mun að fólkinu hérna líði vel. Ég er bæði stolt og ofsalega auðmjúk . Við erum í stöðugri skólaþróun og við erum að nýta tæknina í kennslu,“ segir Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólastjóri. Fjöldi fólks mætti í 170 ára afmælið í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert með frábæra nemendur og frábært starfsfólk eða hvað? „Já, það besta, alveg það besta, allir leggja sig fram.“ Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands hélt létta og skemmtilega ræðu í tilefni dagsins og endaði á þessum orðum. „Í lok þessarar ræðu telst mér til að ég hafi flutt um eitt hundrað orð á mínútu. Hæfni náð en ekki viðmiði þrjú er ég hræddur um, en ég lofa að reyna að gera betur næst þegar ég kem og verð með ykkur og tala miklu hraðar og fæ miklu betri einkunn,“ sagði Guðni og uppskar mikinn hlátur. Hr. Guðni Th. og Fjóla Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg voru ánægð með daginn og afmælisdagskrána en þau fluttu bæði ávarp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Tímamót Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Forseti Íslands var heiðursgestur á afmælishátíð dagsins, sem fór fram í skólanum á Stokkseyri. Stutt ávörp voru haldin, auk skemmti og tónlistaratriða og konurnar í Kvenfélagi Stokkseyrar sáu um veitingar dagsins.Í dag eru 125 nemendur í skólanum og 50 starfsmenn. Starfið gengur mjög vel þrátt fyrir áföll eins og myglu í skólahúsnæðinu á Eyrarbakka og heimsfaraldur. Skólastjórinn er stoltur af því að vera skólastjóri elsta starfandi barnaskóla landsins. Nemendur skólans sungu og spiluðu og skemmtu þannig gestum í tilefni af 170 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er ábyrgðarstarf og staða, sem ég tek mjög alvarlega og það er mér mjög mikið í mun að fólkinu hérna líði vel. Ég er bæði stolt og ofsalega auðmjúk . Við erum í stöðugri skólaþróun og við erum að nýta tæknina í kennslu,“ segir Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólastjóri. Fjöldi fólks mætti í 170 ára afmælið í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert með frábæra nemendur og frábært starfsfólk eða hvað? „Já, það besta, alveg það besta, allir leggja sig fram.“ Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands hélt létta og skemmtilega ræðu í tilefni dagsins og endaði á þessum orðum. „Í lok þessarar ræðu telst mér til að ég hafi flutt um eitt hundrað orð á mínútu. Hæfni náð en ekki viðmiði þrjú er ég hræddur um, en ég lofa að reyna að gera betur næst þegar ég kem og verð með ykkur og tala miklu hraðar og fæ miklu betri einkunn,“ sagði Guðni og uppskar mikinn hlátur. Hr. Guðni Th. og Fjóla Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg voru ánægð með daginn og afmælisdagskrána en þau fluttu bæði ávarp.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Tímamót Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira