Einelti hafi tilhneigingu til að fara úr sviðsljósinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2022 12:41 Skólar hafa í gegnum tíðina oftar en ekki verið helsti vettvangur eineltis. Það hefur breyst með tilkomu tækni sem auðveldar rafræn samskipti. Vísir/Vilhelm Samfélagið fylltist skelfingu þegar myndskeið af líkamlegu ofbeldi og einelti í garð 12 ára stúlku fór í dreifingu. Stúlkan, Ísabella Von, og móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir voru hálfráðþrota andspænis eineltinu sem Ísabella hafði sætt í marga mánuði. Þær stigu fram og greindu frá stöðunni. Töluvert hefur verið fjallað um einelti frá því málið kom upp og hvað sé hægt að gera til að sporna við því. Fjallað var um málið í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem að Sigrúrn Garcia Thorarensen formaður fagráðs um eineltismál, Skúli Bragi Geirdal verkefnisstjóri hjá Fjölmiðlanefnd og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands ræddu málin. Það sem var í skólanum að færast úr honum Magnús Þór, sem starfaði árum saman sem skólastjóri, áður en hann tók við formennsku í Kennarasambandinu fór stuttlega yfir hvort að einhver munur væri á einelti í dag og þegar hann hóf störf á sínum tíma. „Mjög margt af því sem er að gerast núna hefur farið inn á vefinn eða aðra hluti sem er erfiðara kannsi að eiga við. Þetta hefur tilhneigingu til að fara úr sviðsljósinu. Þá meina ég það að atvik sem kannski voru að gerast hér áður inn í skólum, færast nú út fyrir skólana,“ sagði Magnús Þór. Kallaði hann eftir umræðu í samfélaginu um hvernig koma mætti í veg fyrir einelti og hvernig ætti að glíma við það. Hlusta má á umræðurnar í þættinum í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Þetta má ekki verða yfirborðskennd umræða sem endar svo með því að við bíðum næsta atviki. Við verðum að horfa á þetta sem samfélagslegan hlut,“ sagði Magnús Þór. Ekki merki um þróun í átt að fjölgun tilfella Sigríður Garcia, sem stýrir fagráði um eineltismál sem ætlað er að taka á eineltismálum sem skólum og skólaskrifstofum hefur ekki tekist að glíma við. Sagði hún að tíu til tólf mál kæmu á borð ráðsins á ári hverju. Ekki hafi verið sérstök þróun í átt að fjölgun tilfella. Sagði hún að margt hafi breyst og að ekki væri lengur horft bara til gerenda eða þolenda eineltis þegar væri verið að glíma við einelti. Úr skólastarfi.Vísir/Vilhelm „Við horfum kannski á þetta í dag að við erum ekki bara að horfa á þolendur og gerendur. Við erum að horfa á skólasamfélagið í heild sinni og við erum að horfa á menninguma sem þrífst innan bekkjarins sem leyfir eineltinu að þrífast. Þetta er ekki eins og þetta var fyrir tíu árum þegar þetta snerist allt um þolendur og gerendur heldur er þetta meira að snúast um menninguna og bekkjarárganginn í heild sinni,“ sagði Sigríður Garcia. Nýja umhverfið Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd, var einnig í þættinum og ræddi hann um samfélagsmiðla, sem í einhverjum tilvikum eru nýttir til eineltis. Sagði fræðslu um hlutverk og mögulega skaðsemi samfélagsmiðla væri ábótavant. Það væri hægt að nýta þá til góðs, en einnig til ills. Líti sem ekkert púður væri hins vegar í forvarnir. „Þetta er nýja umhverfið okkar og við höfum hingað til verið að gera allt of lítið í þessum málum, í forvarnarfræðslu, að fræða börnin. Það skiptir máli hvernig við lesum, greinum og metum upplýsingar á netinu en líka hvernig við sköpum þær. Við höfum kannski ekki verið að leggja neina áherslu á þetta.“ Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Sprengisandur Samfélagsmiðlar TikTok Facebook Tækni Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Samfélagið fylltist skelfingu þegar myndskeið af líkamlegu ofbeldi og einelti í garð 12 ára stúlku fór í dreifingu. Stúlkan, Ísabella Von, og móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir voru hálfráðþrota andspænis eineltinu sem Ísabella hafði sætt í marga mánuði. Þær stigu fram og greindu frá stöðunni. Töluvert hefur verið fjallað um einelti frá því málið kom upp og hvað sé hægt að gera til að sporna við því. Fjallað var um málið í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem að Sigrúrn Garcia Thorarensen formaður fagráðs um eineltismál, Skúli Bragi Geirdal verkefnisstjóri hjá Fjölmiðlanefnd og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands ræddu málin. Það sem var í skólanum að færast úr honum Magnús Þór, sem starfaði árum saman sem skólastjóri, áður en hann tók við formennsku í Kennarasambandinu fór stuttlega yfir hvort að einhver munur væri á einelti í dag og þegar hann hóf störf á sínum tíma. „Mjög margt af því sem er að gerast núna hefur farið inn á vefinn eða aðra hluti sem er erfiðara kannsi að eiga við. Þetta hefur tilhneigingu til að fara úr sviðsljósinu. Þá meina ég það að atvik sem kannski voru að gerast hér áður inn í skólum, færast nú út fyrir skólana,“ sagði Magnús Þór. Kallaði hann eftir umræðu í samfélaginu um hvernig koma mætti í veg fyrir einelti og hvernig ætti að glíma við það. Hlusta má á umræðurnar í þættinum í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Þetta má ekki verða yfirborðskennd umræða sem endar svo með því að við bíðum næsta atviki. Við verðum að horfa á þetta sem samfélagslegan hlut,“ sagði Magnús Þór. Ekki merki um þróun í átt að fjölgun tilfella Sigríður Garcia, sem stýrir fagráði um eineltismál sem ætlað er að taka á eineltismálum sem skólum og skólaskrifstofum hefur ekki tekist að glíma við. Sagði hún að tíu til tólf mál kæmu á borð ráðsins á ári hverju. Ekki hafi verið sérstök þróun í átt að fjölgun tilfella. Sagði hún að margt hafi breyst og að ekki væri lengur horft bara til gerenda eða þolenda eineltis þegar væri verið að glíma við einelti. Úr skólastarfi.Vísir/Vilhelm „Við horfum kannski á þetta í dag að við erum ekki bara að horfa á þolendur og gerendur. Við erum að horfa á skólasamfélagið í heild sinni og við erum að horfa á menninguma sem þrífst innan bekkjarins sem leyfir eineltinu að þrífast. Þetta er ekki eins og þetta var fyrir tíu árum þegar þetta snerist allt um þolendur og gerendur heldur er þetta meira að snúast um menninguna og bekkjarárganginn í heild sinni,“ sagði Sigríður Garcia. Nýja umhverfið Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd, var einnig í þættinum og ræddi hann um samfélagsmiðla, sem í einhverjum tilvikum eru nýttir til eineltis. Sagði fræðslu um hlutverk og mögulega skaðsemi samfélagsmiðla væri ábótavant. Það væri hægt að nýta þá til góðs, en einnig til ills. Líti sem ekkert púður væri hins vegar í forvarnir. „Þetta er nýja umhverfið okkar og við höfum hingað til verið að gera allt of lítið í þessum málum, í forvarnarfræðslu, að fræða börnin. Það skiptir máli hvernig við lesum, greinum og metum upplýsingar á netinu en líka hvernig við sköpum þær. Við höfum kannski ekki verið að leggja neina áherslu á þetta.“
Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Sprengisandur Samfélagsmiðlar TikTok Facebook Tækni Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira