Dönsk stjórnarskrá? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. október 2022 13:01 Helztu rökin, sem sett hafa verið fram því til stuðnings að skipta þurfi um stjórnarskrá, eru þau að stjórnarskrá lýðveldisins sé erlend að uppruna. Nánar tiltekið að hún eigi sér danskar rætur. Er óhætt að segja að þetta hafi verið ákveðinn rauður þráður í gegnum málflutning þeirra sem talað hafa fyrir umræddum málstað. Hefur jafnvel verið gengið svo langt í þeim efnum að gera lítið úr Danmörku og ýmsu því sem danskt er. Varla þarf að fara mörgum orðum um þá staðreynd að margt af því sem íslenzkt er á sér einhvern uppruna utan landsteinanna og er ekkert minna þjóðlegt fyrir vikið. Það sama á við um lýðveldisstjórnarskrána og allar aðrar stjórnarskrár. Engin þeirra varð til úr engu. Allar hafa þær verið byggðar á fyrirmyndum eða grunni annars staðar frá. Sjálf hugmyndin um stjórnarskrá er erlend að uppruna svo ekki sé talað um lýðræðið. Fullyrt hefur verið að fyrir vikið sé stjórnarskrá lýðveldisins úreld og alls ónothæf. Hins vegar hefur á sama tíma komið fram í málflutningi fulltrúa þessa málstaðar, þar á meðal á vettvangi Stjórnarskrárfélagsins sem verið hefur þar fremst í flokki, að um það bil 80% af lýðveldisstjórnarskránni sé að finna í tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þeir vilja í stað hennar. Er tillaga ráðsins þá ekki að stóru leyti dönsk? Felur ekki í sér valdaframsal úr landi Með öðrum orðum er stjórnarskrá lýðveldisins ekki úreldari en svo að mikill meirihluti hennar er ljóslega í góðu lagi að mati hörðustu gagnrýnenda hennar. Vert er þó að hafa í huga að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá heldur einungis að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og segir í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Til annars hafði ráðið einfaldlega ekki umboð. Hafa má einnig í huga að margir af þeim, sem fundið hafa lýðveldisstjórnarskránni það einkum til foráttu að eiga sér erlendar rætur, sjá á sama tíma alls ekkert athugavert við það að Ísland taki í vaxandi mæli upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og vilja í mörgum tilfellum einnig að landið gangi í sambandið hvar löggjöf þess er álitin æðri lagasetningu ríkjanna og þar með töldum stjórnarskrám þeirra. Dönsk stjórnvöld hafa ekkert yfir Íslandi að segja þó stjórnarskrá lýðveldisins eigi sér ákveðnar danskar rætur. Þvert á móti hefur tilgangur hennar ekki sízt verið sá að tryggja að valdið yfir íslenzkum málum væri innanlands. Regluverkið frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn snýst hins vegar í vaxandi mæli um það að færa vald yfir íslenzkum málum úr landi og svo yrði í enn ríkari mæli ef gengið yrði í sambandið. Frumkvæði Alþingis forsenda breytinga Málflutningur stuðningsmanna þess að skipta um stjórnarskrá, um það að lýðveldisstjórnarskráin sé dönsk, stenzt þannig einfaldlega enga skoðun. Vonandi eru enn fremur flestir sammála um það að sú orðræða, að eitthvað sé slæmt vegna þess að það sé af erlendum uppruna, geti engan veginn talizt boðleg. Það geta vart talizt meðmæli með viðkomandi málstað að þörf sé talin á því að reisa hann á slíkum málflutningi. Fátt bendir annars til þess að Íslendingar hafi einhvern sérstakan áhuga á því að skipta um stjórnarskrá þrátt fyrir fullyrðingar stuðningsmanna þess um annað. Það hefur til dæmis sést vel á dræmum árangri framboða hlynntum þeim málstað í þingkosningum undanfarinn áratug en hvort sem horft er til lýðveldisstjórnarskrárinnar eða tillagna stjórnlagaráðs er ljóst að frumkvæði Alþingis er forsenda stjórnarskrárbreytinga. Hins vegar er ljóst að flestir eru sammála um það að gera þurfi ákveðnar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en stjórnlagaráði var einmitt sem fyrr segir falið það verkefni að leggja fram ráðgefandi tillögur í þeim efnum en ekki að semja nýja stjórnarskrá. Miklu líklegra er að um slíkt geti náðst samstaða en það að skipta út stjórnarskrá sem fyrir liggur að jafnvel hörðustu andstæðingar hennar telja að langmestu leyti í góðu lagi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnarskrá Utanríkismál Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Helztu rökin, sem sett hafa verið fram því til stuðnings að skipta þurfi um stjórnarskrá, eru þau að stjórnarskrá lýðveldisins sé erlend að uppruna. Nánar tiltekið að hún eigi sér danskar rætur. Er óhætt að segja að þetta hafi verið ákveðinn rauður þráður í gegnum málflutning þeirra sem talað hafa fyrir umræddum málstað. Hefur jafnvel verið gengið svo langt í þeim efnum að gera lítið úr Danmörku og ýmsu því sem danskt er. Varla þarf að fara mörgum orðum um þá staðreynd að margt af því sem íslenzkt er á sér einhvern uppruna utan landsteinanna og er ekkert minna þjóðlegt fyrir vikið. Það sama á við um lýðveldisstjórnarskrána og allar aðrar stjórnarskrár. Engin þeirra varð til úr engu. Allar hafa þær verið byggðar á fyrirmyndum eða grunni annars staðar frá. Sjálf hugmyndin um stjórnarskrá er erlend að uppruna svo ekki sé talað um lýðræðið. Fullyrt hefur verið að fyrir vikið sé stjórnarskrá lýðveldisins úreld og alls ónothæf. Hins vegar hefur á sama tíma komið fram í málflutningi fulltrúa þessa málstaðar, þar á meðal á vettvangi Stjórnarskrárfélagsins sem verið hefur þar fremst í flokki, að um það bil 80% af lýðveldisstjórnarskránni sé að finna í tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þeir vilja í stað hennar. Er tillaga ráðsins þá ekki að stóru leyti dönsk? Felur ekki í sér valdaframsal úr landi Með öðrum orðum er stjórnarskrá lýðveldisins ekki úreldari en svo að mikill meirihluti hennar er ljóslega í góðu lagi að mati hörðustu gagnrýnenda hennar. Vert er þó að hafa í huga að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá heldur einungis að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og segir í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Til annars hafði ráðið einfaldlega ekki umboð. Hafa má einnig í huga að margir af þeim, sem fundið hafa lýðveldisstjórnarskránni það einkum til foráttu að eiga sér erlendar rætur, sjá á sama tíma alls ekkert athugavert við það að Ísland taki í vaxandi mæli upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og vilja í mörgum tilfellum einnig að landið gangi í sambandið hvar löggjöf þess er álitin æðri lagasetningu ríkjanna og þar með töldum stjórnarskrám þeirra. Dönsk stjórnvöld hafa ekkert yfir Íslandi að segja þó stjórnarskrá lýðveldisins eigi sér ákveðnar danskar rætur. Þvert á móti hefur tilgangur hennar ekki sízt verið sá að tryggja að valdið yfir íslenzkum málum væri innanlands. Regluverkið frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn snýst hins vegar í vaxandi mæli um það að færa vald yfir íslenzkum málum úr landi og svo yrði í enn ríkari mæli ef gengið yrði í sambandið. Frumkvæði Alþingis forsenda breytinga Málflutningur stuðningsmanna þess að skipta um stjórnarskrá, um það að lýðveldisstjórnarskráin sé dönsk, stenzt þannig einfaldlega enga skoðun. Vonandi eru enn fremur flestir sammála um það að sú orðræða, að eitthvað sé slæmt vegna þess að það sé af erlendum uppruna, geti engan veginn talizt boðleg. Það geta vart talizt meðmæli með viðkomandi málstað að þörf sé talin á því að reisa hann á slíkum málflutningi. Fátt bendir annars til þess að Íslendingar hafi einhvern sérstakan áhuga á því að skipta um stjórnarskrá þrátt fyrir fullyrðingar stuðningsmanna þess um annað. Það hefur til dæmis sést vel á dræmum árangri framboða hlynntum þeim málstað í þingkosningum undanfarinn áratug en hvort sem horft er til lýðveldisstjórnarskrárinnar eða tillagna stjórnlagaráðs er ljóst að frumkvæði Alþingis er forsenda stjórnarskrárbreytinga. Hins vegar er ljóst að flestir eru sammála um það að gera þurfi ákveðnar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en stjórnlagaráði var einmitt sem fyrr segir falið það verkefni að leggja fram ráðgefandi tillögur í þeim efnum en ekki að semja nýja stjórnarskrá. Miklu líklegra er að um slíkt geti náðst samstaða en það að skipta út stjórnarskrá sem fyrir liggur að jafnvel hörðustu andstæðingar hennar telja að langmestu leyti í góðu lagi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun