Falskar spár um heimsendi voru kornið sem fyllti mælinn Bjarki Sigurðsson skrifar 24. október 2022 20:30 Örn Svavarsson gekk úr söfnuði Votta Jehóva þegar hann var á þrítugsaldri. Örn Svavarsson gekk úr söfnuði Votta Jehóva á þrítugsaldri. Hann segir kornið sem fyllti mælinn hafa verið fölsk spá um heimsendi. Hann segir söfnuðinn byggja einhverjar skoðanir sínar á hlutum sem eru alls ekkert í Biblíunni líkt og haldið er fram. Rætt var við Örn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag vegna pistils sem hann birti á Vísi í síðustu viku. Tilefni pistilsins var umdeilt myndband úr smiðju Votta Jehóva um samkynhneigð en myndbandið var ætlað börnum safnaðarins. Örn segir myndbandið vera ótrúlega barnalegt og kjánalegt. Hins vegar sé þetta það sem fólk elst upp við innan safnaðarins. „Þessi hugmyndafræði er eitthvað sem vottarnir sækja beint í Biblíuna. Páll postuli, ef þið lesið Nýja testamentið, þá er boðskapurinn þaðan. Hins vegar þá var þetta skrifað fyrir tvö þúsund árum. Hluti af Biblíunni, með svipuðum boðskap, var skrifaðu löngu fyrir þann tíma. Þetta er allt til í bókinni,“ segir Örn. Hann segir að blessunarlega hafi margir aðrir kristnir menn áttað sig á því að taka ekki textann bókstaflega sem heilögum sannleika enda séu nokkuð margar aldir liðnar. Tímarnir hafa breyst og mennirnir með. „Sem betur fer þá búum við í landi og erum í þeim heimshluta þar sem menn hafa áttað sig á því að þetta eru allt hluti af eðlilegu jarðlífi. Eins og sumir fæðast örvhentir, aðrir fæðast rauðhærðir, þá fæðast sumir samkynhneigðir. Þetta er eitthvað sem auðgar mannlífið,“ segir Páll. Textar sem margir hverjir eru ekki til Hann segir margar kenningar Votta byggja á kenningum úr Biblíunni en margar kenningar byggja á textum sem Vottar halda fram að séu í Biblíunni, en eru það alls ekki. Hann nefnir sem dæmi það að Vottar hafna ávallt blóðgjöf. Í spilaranum hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Örn í heild sinni. „Það er alveg fáránlegt. Það er að vísu talað um það í Gamla testamentinu að þegar farga átti dýrum að neyta ekki blóðsins. Það hefur verið einhver heilsufarsástæða fyrir því á sínum tíma. Að nota það sem einverskonar rök fyrir því að hafna blóðgjöf í nútíma læknisvísindum er ekki bara kjánalegt heldur raunverulega slæmt fyrir meðlima þessa trúarhóps,“ segir Örn. Þegar Örn gekk úr söfnuðinum á áttunda áratug síðustu aldar, þá á þrítugsaldri, eftir að hafa alist þar upp segist hann hafa fundið fyrir létti. Heimsendirinn sem aldrei varð Trúin á það sem hann hafði lært sem barn hafi horfið smám saman í gegnum árin og hann áttaði sig á því að það væri eitthvað bull í gangi. Ákveðinn vendipunktur varð þegar ekkert varð úr spám um heimsenda árið 1975. „Ég man að við töluðum um okkar á meðal að það væru bara 38 mánuðir í þetta. Menn voru með þetta á hreinu. Ég trúði þessu. Eins og að 1. janúar kemur á eftir 31. desember. Ég var alinn svona upp og allt uppeldi í Vottunum er með þessum hætti. Maður er gegnum sýrður af þessu,“ segir Örn. Þetta var kornið sem fyllti mælinn hans. Honum hafði ávallt verið sagt að trúa öllu sem sagt væri á samkomum og öllu sem hann las í bókum félagsins enda væri það stóri sannleikurinn frá Guði sjálfum, almættinum sem skapaði heiminn. Útskúfa efasemdarmönnum Eitt af því versta við útgöngu úr söfnuðinum að mati Arnar er fólk er rekið úr söfnuðinum. Þá er öllum vinum og ættingjum bannað að eiga samskipti við þann sem gekk út eða var rekinn. „Þetta er eitt af þessu gríðarlegu andstyggilegum elementum í trúnni. Ef fólk er ekki sammála Vottunum lengur eða leyfir sér að hafa aðra skoðun. Eða ef fólk kemur út úr skápnum,“ segir Örn. „Þeir þykjast sækja þetta í Biblíuna en það er ekkert þar sem segir að þetta eigi að vera svona.“ Trúmál Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Hinsegin Tengdar fréttir Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn. 19. mars 2022 09:37 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Rætt var við Örn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag vegna pistils sem hann birti á Vísi í síðustu viku. Tilefni pistilsins var umdeilt myndband úr smiðju Votta Jehóva um samkynhneigð en myndbandið var ætlað börnum safnaðarins. Örn segir myndbandið vera ótrúlega barnalegt og kjánalegt. Hins vegar sé þetta það sem fólk elst upp við innan safnaðarins. „Þessi hugmyndafræði er eitthvað sem vottarnir sækja beint í Biblíuna. Páll postuli, ef þið lesið Nýja testamentið, þá er boðskapurinn þaðan. Hins vegar þá var þetta skrifað fyrir tvö þúsund árum. Hluti af Biblíunni, með svipuðum boðskap, var skrifaðu löngu fyrir þann tíma. Þetta er allt til í bókinni,“ segir Örn. Hann segir að blessunarlega hafi margir aðrir kristnir menn áttað sig á því að taka ekki textann bókstaflega sem heilögum sannleika enda séu nokkuð margar aldir liðnar. Tímarnir hafa breyst og mennirnir með. „Sem betur fer þá búum við í landi og erum í þeim heimshluta þar sem menn hafa áttað sig á því að þetta eru allt hluti af eðlilegu jarðlífi. Eins og sumir fæðast örvhentir, aðrir fæðast rauðhærðir, þá fæðast sumir samkynhneigðir. Þetta er eitthvað sem auðgar mannlífið,“ segir Páll. Textar sem margir hverjir eru ekki til Hann segir margar kenningar Votta byggja á kenningum úr Biblíunni en margar kenningar byggja á textum sem Vottar halda fram að séu í Biblíunni, en eru það alls ekki. Hann nefnir sem dæmi það að Vottar hafna ávallt blóðgjöf. Í spilaranum hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Örn í heild sinni. „Það er alveg fáránlegt. Það er að vísu talað um það í Gamla testamentinu að þegar farga átti dýrum að neyta ekki blóðsins. Það hefur verið einhver heilsufarsástæða fyrir því á sínum tíma. Að nota það sem einverskonar rök fyrir því að hafna blóðgjöf í nútíma læknisvísindum er ekki bara kjánalegt heldur raunverulega slæmt fyrir meðlima þessa trúarhóps,“ segir Örn. Þegar Örn gekk úr söfnuðinum á áttunda áratug síðustu aldar, þá á þrítugsaldri, eftir að hafa alist þar upp segist hann hafa fundið fyrir létti. Heimsendirinn sem aldrei varð Trúin á það sem hann hafði lært sem barn hafi horfið smám saman í gegnum árin og hann áttaði sig á því að það væri eitthvað bull í gangi. Ákveðinn vendipunktur varð þegar ekkert varð úr spám um heimsenda árið 1975. „Ég man að við töluðum um okkar á meðal að það væru bara 38 mánuðir í þetta. Menn voru með þetta á hreinu. Ég trúði þessu. Eins og að 1. janúar kemur á eftir 31. desember. Ég var alinn svona upp og allt uppeldi í Vottunum er með þessum hætti. Maður er gegnum sýrður af þessu,“ segir Örn. Þetta var kornið sem fyllti mælinn hans. Honum hafði ávallt verið sagt að trúa öllu sem sagt væri á samkomum og öllu sem hann las í bókum félagsins enda væri það stóri sannleikurinn frá Guði sjálfum, almættinum sem skapaði heiminn. Útskúfa efasemdarmönnum Eitt af því versta við útgöngu úr söfnuðinum að mati Arnar er fólk er rekið úr söfnuðinum. Þá er öllum vinum og ættingjum bannað að eiga samskipti við þann sem gekk út eða var rekinn. „Þetta er eitt af þessu gríðarlegu andstyggilegum elementum í trúnni. Ef fólk er ekki sammála Vottunum lengur eða leyfir sér að hafa aðra skoðun. Eða ef fólk kemur út úr skápnum,“ segir Örn. „Þeir þykjast sækja þetta í Biblíuna en það er ekkert þar sem segir að þetta eigi að vera svona.“
Trúmál Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Hinsegin Tengdar fréttir Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn. 19. mars 2022 09:37 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn. 19. mars 2022 09:37