Hverjir gæta hagsmuna launafólks? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. október 2022 08:00 Svar við grein Orra Páls Jóhannssonar Eftir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði hefur ýmis gagnrýni á frumvarpið litið dagsins ljós. Næstum öll sú gagnrýni var á þann veg að frumvarpið feli í sér skerðingu á réttindum launafólks án þess að rökstyðja þá fullyrðingu eða nefna dæmi um hvernig einstaka greinar frumvarpsins eiga að skerða réttindi launafólks. Gagnrýnin beinist að því hvaða flokkur lagði frumvarpið fram, ekki ekki að innihaldinu. Grein Orra Páls Jóhannssonar, þingflokksformanns VG, sem bar heitið „Réttindi launafólks og frelsið“, var að nokkru ferskur andblær inn í umræðuna um frumvarpið, en þar tók Orri Páll m.a. fyrir tiltekið ákvæði frumvarpsins sem honum fannst „aðför að réttindum launafólks“, þ.e. 9. gr. frumvarpsins sem kveður m.a. á um sjúkratryggingu launafólks. Því miður var grein Orra Páls þeim annmarka háð að vera byggð á nokkrum misskilningi, annars vegar varðandi efni frumvarpsins og hins vegar um núverandi lagaumhverfi. Misskilningur á misskilning ofan Í fyrsta lagi segir Orri Páll að yrði frumvarpið að lögum gætu atvinnurekendur „kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga“. Sú fullyrðing stenst enga skoðun, enda kemur skýrt fram í 3. gr. frumvarpsins að „Vinnuveitanda er óheimilt að synja umsækjanda um laust starf eða segja launamanni upp starfi á grundvelli félagsaðildar hans.” Í 4. gr. frumvarpsins er svo mælt fyrir um bótaskyldu vinnuveitanda brjóti hann gegn 3. gr. Í reynd hefur frumvarpið í för með sér að kveðið er skýrt á um að þær ákvarðanir atvinnurekenda sem Orri Páll hefur svo miklar áhyggjur af yrðu klárlega ólögmætar. Slíkt lagaákvæði eru reyndar ekki, því miður, til staðar í gildandi löggjöf og þeir sem raunverulega vilja sporna gegn slíkri hegðun atvinnurekenda ættu að fagna frumvarpinu. Í öðru lagi telur Orri Páll, ranglega, að greiðslur sem atvinnurekandi greiðir í sjúkrasjóð séu dregnar af launum launamanna. Svo er hins vegar ekki, hvorki í gildandi lögum né í frumvarpinu, heldur er um framlag atvinnurekandans að ræða. Í þriðja lagi er hvergi í frumvarpinu kveðið á um að launamaður geti ákveðið hvert framlag atvinnurekanda í sjúkrasjóð renni eins og Orri Páll heldur ranglega fram. Eina breytingin í frumvarpinu hvað sjúkrasjóði varðar er að aukin skylda er lögð á atvinnurekanda og hefur í för með sér að allt launafólk nýtur sjúkratrygginga, ekki bara þeir sem eru skráðir í stéttarfélög. Nú er raunin að atvinnurekanda er skylt að greiða í sjúkrasjóð „viðkomandi stéttarfélags“. Standi launamaður utan stéttarfélags neita stéttarfélög alla jafna að taka við greiðslum í sjúkrasjóð. Í þeim tilvikum er launamaður ekki sjúkratryggður, enda hefur atvinnurekandinn sinnt skyldu sinni, lögum samkvæmt, og engar frekari kröfur unnt að gera til hans. Í frumvarpinu er hins vegar mælt fyrir um að þá verði lögð skylda á atvinnurekandann að tryggja launamanninn á eigin ábyrgð. Af því leiðir að þá nyti allt launafólk sjúkratrygginga Vandséð er hvernig þessi réttarbót getur talist „aðför að launafólki“ eins og Orri Páll heldur fram. Til glöggvunar segir eftirfarandi í frumvarpinu um framlög atvinnurekanda í sjúkrasjóði: „Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem viðkomandi starfsmaður er aðili að iðgjald það sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni samkvæmt reglum þess stéttarfélags sem um ræðir. Standi starfsmaður utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem á aðild að umræddum kjarasamningi. Hafi stéttarfélag tekið við greiðslu atvinnurekanda í sjúkrasjóð félagsins fyrir hönd starfsmann á starfsmaðurinn ávallt rétt á greiðslu úr sjóðnum óháð félagsaðild sinni. Neiti stéttarfélag að taka við greiðslu fyrir hönd starfsmannsins sem stendur utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að tryggja starfsmanninum greiðslu dagpeninga og slysabóta vegna veikinda sem vara lengur en veikindaréttur hans.“ Undirrituð veit ekki hvaða hagsmuni þeir sem leggjast gegn ofangreindu ákvæði eru að gæta, en það hlýtur að vera öllum ljóst að það eru ekki hagsmunir launafólks. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Stéttarfélög Alþingi Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Svar við grein Orra Páls Jóhannssonar Eftir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði hefur ýmis gagnrýni á frumvarpið litið dagsins ljós. Næstum öll sú gagnrýni var á þann veg að frumvarpið feli í sér skerðingu á réttindum launafólks án þess að rökstyðja þá fullyrðingu eða nefna dæmi um hvernig einstaka greinar frumvarpsins eiga að skerða réttindi launafólks. Gagnrýnin beinist að því hvaða flokkur lagði frumvarpið fram, ekki ekki að innihaldinu. Grein Orra Páls Jóhannssonar, þingflokksformanns VG, sem bar heitið „Réttindi launafólks og frelsið“, var að nokkru ferskur andblær inn í umræðuna um frumvarpið, en þar tók Orri Páll m.a. fyrir tiltekið ákvæði frumvarpsins sem honum fannst „aðför að réttindum launafólks“, þ.e. 9. gr. frumvarpsins sem kveður m.a. á um sjúkratryggingu launafólks. Því miður var grein Orra Páls þeim annmarka háð að vera byggð á nokkrum misskilningi, annars vegar varðandi efni frumvarpsins og hins vegar um núverandi lagaumhverfi. Misskilningur á misskilning ofan Í fyrsta lagi segir Orri Páll að yrði frumvarpið að lögum gætu atvinnurekendur „kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga“. Sú fullyrðing stenst enga skoðun, enda kemur skýrt fram í 3. gr. frumvarpsins að „Vinnuveitanda er óheimilt að synja umsækjanda um laust starf eða segja launamanni upp starfi á grundvelli félagsaðildar hans.” Í 4. gr. frumvarpsins er svo mælt fyrir um bótaskyldu vinnuveitanda brjóti hann gegn 3. gr. Í reynd hefur frumvarpið í för með sér að kveðið er skýrt á um að þær ákvarðanir atvinnurekenda sem Orri Páll hefur svo miklar áhyggjur af yrðu klárlega ólögmætar. Slíkt lagaákvæði eru reyndar ekki, því miður, til staðar í gildandi löggjöf og þeir sem raunverulega vilja sporna gegn slíkri hegðun atvinnurekenda ættu að fagna frumvarpinu. Í öðru lagi telur Orri Páll, ranglega, að greiðslur sem atvinnurekandi greiðir í sjúkrasjóð séu dregnar af launum launamanna. Svo er hins vegar ekki, hvorki í gildandi lögum né í frumvarpinu, heldur er um framlag atvinnurekandans að ræða. Í þriðja lagi er hvergi í frumvarpinu kveðið á um að launamaður geti ákveðið hvert framlag atvinnurekanda í sjúkrasjóð renni eins og Orri Páll heldur ranglega fram. Eina breytingin í frumvarpinu hvað sjúkrasjóði varðar er að aukin skylda er lögð á atvinnurekanda og hefur í för með sér að allt launafólk nýtur sjúkratrygginga, ekki bara þeir sem eru skráðir í stéttarfélög. Nú er raunin að atvinnurekanda er skylt að greiða í sjúkrasjóð „viðkomandi stéttarfélags“. Standi launamaður utan stéttarfélags neita stéttarfélög alla jafna að taka við greiðslum í sjúkrasjóð. Í þeim tilvikum er launamaður ekki sjúkratryggður, enda hefur atvinnurekandinn sinnt skyldu sinni, lögum samkvæmt, og engar frekari kröfur unnt að gera til hans. Í frumvarpinu er hins vegar mælt fyrir um að þá verði lögð skylda á atvinnurekandann að tryggja launamanninn á eigin ábyrgð. Af því leiðir að þá nyti allt launafólk sjúkratrygginga Vandséð er hvernig þessi réttarbót getur talist „aðför að launafólki“ eins og Orri Páll heldur fram. Til glöggvunar segir eftirfarandi í frumvarpinu um framlög atvinnurekanda í sjúkrasjóði: „Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem viðkomandi starfsmaður er aðili að iðgjald það sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni samkvæmt reglum þess stéttarfélags sem um ræðir. Standi starfsmaður utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem á aðild að umræddum kjarasamningi. Hafi stéttarfélag tekið við greiðslu atvinnurekanda í sjúkrasjóð félagsins fyrir hönd starfsmann á starfsmaðurinn ávallt rétt á greiðslu úr sjóðnum óháð félagsaðild sinni. Neiti stéttarfélag að taka við greiðslu fyrir hönd starfsmannsins sem stendur utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að tryggja starfsmanninum greiðslu dagpeninga og slysabóta vegna veikinda sem vara lengur en veikindaréttur hans.“ Undirrituð veit ekki hvaða hagsmuni þeir sem leggjast gegn ofangreindu ákvæði eru að gæta, en það hlýtur að vera öllum ljóst að það eru ekki hagsmunir launafólks. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun