„Afglöpum“ Eflingarstarfsmanna um að kenna að mál Ólafar Helgu tapaðist Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2022 07:00 Sólveig Anna Jónsdóttir (t.v.) og Ólöf Helga Adolfsdóttir í umræðuþætti á Stöð 2 í aðdraganda formannskjör í Eflingu síðasta vetur. Sólveig Anna hafði betur. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi stjórnandi og starfsmaður Eflingar gerðu afglöp þegar þeir létu ekki endurnýja trúnaðarmannskosningu Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair, að mati Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Félagsdómur dæmdi Icelandair í vil þar sem hann taldi að Ólöf Helga hefði ekki lengur notið verndar sem trúnaðarmaður. Icelandair sagði Ólöfu Helgu upp sem hlaðmanni á Reykjavíkurflugvelli í ágúst í fyrra. Alþýðusamband Íslands höfðaði mál fyrir félagsdómi á þeim forsendum að uppsögnin hefði verið ólögleg. Ólöf Helga hefði átt að njóta verndar sem trúnaðarmaður. Í dómnum kemur fram að ágreiningslaust hafi verið að ekki hafi farið fram kosninga á trúnaðarmanni á vinnustaðnum eftir að kjörtímabili Ólafar Helgu lauk í mars. Stéttarfélag hennar, Efling, hefði heldur ekki tilnefnt hana án kosninga eða komið upplýsingum um val hennar til áframhaldandi starfa sem trúnaðarmaður á framfæri við fyrirtækið. Því hafi hún ekki notið verndar fyrir uppsögn. Sólveig Anna segist í samtali við Vísi harma niðurstöðuna. Hún óttast þó ekki að hún hafi víðtækari áhrif fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum. Kennir hún fyrrverandi stjórnanda og starfsmanni Eflingar sem höfðu það sem meginverkefni að halda utan um kjör trúnaðarmanna og koma upplýsingum um það á framfæri við atvinnurekendur um að kosning Ólafar Helgu hafi ekki verið endurnýjuð. „Þetta fólk sinnti ekki þessu starfi sínu. Það er auðvitað bara mjög miður,“ segir Sólveig Anna. Þessi mál hafi síðan þá verið tekin föstum tökum og séu nú komin í eðlilegt horf. „Afglöp eins og þessi sem þetta háttvirta starfsfólk hér innanhúss bar ábyrgð á verða ekki endurtekin. Þetta fólk vinnur ekki lengur hjá þessu félagi. Þessi mál eru núna á góðum, réttum og eðlilegum stað,“ segir hún. „Háttlaunaður stjórnandi“ og undirmaður sinntu ekki starfi sínu Spurð að því hvort að mál Ólafar Helgu hafi þannig tapast á mistökum Eflingar segir Sólveig Anna að blaðamaður geti lagt út af orðum sínum eins og hann vilji. „Ég auðvitað harma það að þetta sé niðurstaðan. Þetta var svo sannarlega ekki sú niðurstaða sem við óskuðum eftir og börðumst fyrir. En staðreyndin er sú að kosning hennar var ekki endurnýjuð og ábyrgð á því verkefni var hér hjá háttlaunuðum stjórnanda og undirmanni þess stjórnanda. Þær manneskjur sinntu ekki þessum störfum sínum, jafnvel þó að þetta sé augljóslega eitt af því mikilvægasta sem eigi að gera,“ ítrekar Sólveig Anna. Sólveig Anna var formaður Eflingar þegar afglöpin sem hún lýsir áttu sér stað. „Þetta verkefni var náttúrulega ekki á mínu borði, ekki það að ég sé að reyna að fría mig ábyrgð. Ég reyni aldrei að gera það, ekki í þessu né öðru,“ segir hún. Stormasamt hefur verið innan Eflingar undanfarin misseri. Sólveig Anna sagði af sér formennsku síðasta haust í kjölfar ólgu á skrifstofu stéttarfélagsins. Starfsfólk sakaði hana meðal annars um að halda „aftökulista“. Sakaði hún starfsfólkið um að hrekja sig úr embætti. Þær Sólveig Anna og Ólöf Helga hafa einnig eldað grátt silfur saman og tilheyrt ólíkum fylkingum í deilunum innan Eflingar. Ólöf Helga tapaði formannsslag við Sólveigu Önnu í Eflingu síðasta vetur. Gagnrýndi hún harðlega hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki á skrifstofu Eflingar í kjölfarið. Eftir að þing Alþýðusambandsins sprakk í loft upp þegar Sólveig Anna og formenn VR og Starfsgreinasambandsins gengu út af því sakaði Sólveig Anna Ólöfu Helgu um að vera „veruleikafirrta“ og „valdasjúka“. Kjaramál Icelandair Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Icelandair sagði Ólöfu Helgu upp sem hlaðmanni á Reykjavíkurflugvelli í ágúst í fyrra. Alþýðusamband Íslands höfðaði mál fyrir félagsdómi á þeim forsendum að uppsögnin hefði verið ólögleg. Ólöf Helga hefði átt að njóta verndar sem trúnaðarmaður. Í dómnum kemur fram að ágreiningslaust hafi verið að ekki hafi farið fram kosninga á trúnaðarmanni á vinnustaðnum eftir að kjörtímabili Ólafar Helgu lauk í mars. Stéttarfélag hennar, Efling, hefði heldur ekki tilnefnt hana án kosninga eða komið upplýsingum um val hennar til áframhaldandi starfa sem trúnaðarmaður á framfæri við fyrirtækið. Því hafi hún ekki notið verndar fyrir uppsögn. Sólveig Anna segist í samtali við Vísi harma niðurstöðuna. Hún óttast þó ekki að hún hafi víðtækari áhrif fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum. Kennir hún fyrrverandi stjórnanda og starfsmanni Eflingar sem höfðu það sem meginverkefni að halda utan um kjör trúnaðarmanna og koma upplýsingum um það á framfæri við atvinnurekendur um að kosning Ólafar Helgu hafi ekki verið endurnýjuð. „Þetta fólk sinnti ekki þessu starfi sínu. Það er auðvitað bara mjög miður,“ segir Sólveig Anna. Þessi mál hafi síðan þá verið tekin föstum tökum og séu nú komin í eðlilegt horf. „Afglöp eins og þessi sem þetta háttvirta starfsfólk hér innanhúss bar ábyrgð á verða ekki endurtekin. Þetta fólk vinnur ekki lengur hjá þessu félagi. Þessi mál eru núna á góðum, réttum og eðlilegum stað,“ segir hún. „Háttlaunaður stjórnandi“ og undirmaður sinntu ekki starfi sínu Spurð að því hvort að mál Ólafar Helgu hafi þannig tapast á mistökum Eflingar segir Sólveig Anna að blaðamaður geti lagt út af orðum sínum eins og hann vilji. „Ég auðvitað harma það að þetta sé niðurstaðan. Þetta var svo sannarlega ekki sú niðurstaða sem við óskuðum eftir og börðumst fyrir. En staðreyndin er sú að kosning hennar var ekki endurnýjuð og ábyrgð á því verkefni var hér hjá háttlaunuðum stjórnanda og undirmanni þess stjórnanda. Þær manneskjur sinntu ekki þessum störfum sínum, jafnvel þó að þetta sé augljóslega eitt af því mikilvægasta sem eigi að gera,“ ítrekar Sólveig Anna. Sólveig Anna var formaður Eflingar þegar afglöpin sem hún lýsir áttu sér stað. „Þetta verkefni var náttúrulega ekki á mínu borði, ekki það að ég sé að reyna að fría mig ábyrgð. Ég reyni aldrei að gera það, ekki í þessu né öðru,“ segir hún. Stormasamt hefur verið innan Eflingar undanfarin misseri. Sólveig Anna sagði af sér formennsku síðasta haust í kjölfar ólgu á skrifstofu stéttarfélagsins. Starfsfólk sakaði hana meðal annars um að halda „aftökulista“. Sakaði hún starfsfólkið um að hrekja sig úr embætti. Þær Sólveig Anna og Ólöf Helga hafa einnig eldað grátt silfur saman og tilheyrt ólíkum fylkingum í deilunum innan Eflingar. Ólöf Helga tapaði formannsslag við Sólveigu Önnu í Eflingu síðasta vetur. Gagnrýndi hún harðlega hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki á skrifstofu Eflingar í kjölfarið. Eftir að þing Alþýðusambandsins sprakk í loft upp þegar Sólveig Anna og formenn VR og Starfsgreinasambandsins gengu út af því sakaði Sólveig Anna Ólöfu Helgu um að vera „veruleikafirrta“ og „valdasjúka“.
Kjaramál Icelandair Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45
Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10