Ástand í búfjáreftirliti háalvarlegt varðandi dýr í neyð Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2022 14:01 Sá óhugnaður á vanhöldum dýra í Borgarnesi sem birst hefur á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum síðustu daga og vikur er hörmulegur. Nú hafa verið birtar myndir af kúm sem skv. heimildum hefur verið haldið inni undanfarin þrjú ár, en voru settar út að lokum og standa þær nú í köldu haustveðrinu, grindhoraðar og með takmarkaðan aðgang að vatni og fóðri. Einnig eru áhyggjur af sauðfé á bænum. Nautgripir á svæðinu í gær. Það verður að segjast eins og er að staðan í málinu í Borgarbyggð er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Matvælastofnunar (MAST) í málinu. Ástandið varðandi búfjáreftirlit er háalvarleg þegar kemur að dýrum sem eru í neyð eins og við blasir í þessu tiltekna máli. Dýraverndarsambandið (DÍS) hefur sömuleiðis áhyggjur af fleiri alvarlegum málum tengdum búfénaði í landinu sem félagið hefur til skoðunar. Unghrossin þrettán sem felld voru í síðustu viku voru undir eftirliti stofnunarinnar frá því þau voru sett út á beit fyrr í haust. Samt standa mál þannig að aflífa þurfti þessi hross. Það eru óviðunandi leikslok þar sem MAST var fyrst tilkynnt um neyð dýranna í júní, en ekki í seint í sumar eins og haldið hefur verið fram. Hér hafa yfirvöld, sem fara með málefni er varða velferð dýra, sér í lagi MAST, brugðist skyldu sinni. Sá lagarammi sem stofnunin hefur til að vinna eftir í málum er varða velferð dýra, lög nr. 55/2013, eru skýr hvað varðar að koma dýrum hratt og örugglega til hjálpar og í skjól á meðan mál eru unnin (38. og 39. gr.). Einhverra hluta vegna virðist MAST ekki nýta þær heimildir sem lögin veita og því verður að breyta. Tilgreina hefði átt tilsjónarmann á meðan unnið var að viðunandi lausn málsins, fremur en að skilja dýrin eftir í fórum aðila sem þegar var búinn að brjóta á þeim. Samkvæmt gildandi lögum er stofnunni það heimilt. Eftirlit með velferð dýra er í þeim tilgangi að verja þau réttindi sem dýr hafa samkvæmt lögum. Það er skýrt í markmiðum laganna að dýr skuli vera laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að viðurkennt er að dýr eru skyni gæddar verur. Það er því eðlileg krafa í garð MAST, stofnunar sem á að sjá til þess að farið sé að þessum lögum, að velferð dýra sé í forgangi og viðbrögð í dýravelferðarmálum hagað samkvæmt því. Dýraverndarsamband Íslands krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda í málinu og að þessum dýrum í Borgarbyggð verði komið í örugga umsjá á meðan málið er til meðferðar þar sem heilsa og velferð þeirra verði tryggð. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sá óhugnaður á vanhöldum dýra í Borgarnesi sem birst hefur á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum síðustu daga og vikur er hörmulegur. Nú hafa verið birtar myndir af kúm sem skv. heimildum hefur verið haldið inni undanfarin þrjú ár, en voru settar út að lokum og standa þær nú í köldu haustveðrinu, grindhoraðar og með takmarkaðan aðgang að vatni og fóðri. Einnig eru áhyggjur af sauðfé á bænum. Nautgripir á svæðinu í gær. Það verður að segjast eins og er að staðan í málinu í Borgarbyggð er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Matvælastofnunar (MAST) í málinu. Ástandið varðandi búfjáreftirlit er háalvarleg þegar kemur að dýrum sem eru í neyð eins og við blasir í þessu tiltekna máli. Dýraverndarsambandið (DÍS) hefur sömuleiðis áhyggjur af fleiri alvarlegum málum tengdum búfénaði í landinu sem félagið hefur til skoðunar. Unghrossin þrettán sem felld voru í síðustu viku voru undir eftirliti stofnunarinnar frá því þau voru sett út á beit fyrr í haust. Samt standa mál þannig að aflífa þurfti þessi hross. Það eru óviðunandi leikslok þar sem MAST var fyrst tilkynnt um neyð dýranna í júní, en ekki í seint í sumar eins og haldið hefur verið fram. Hér hafa yfirvöld, sem fara með málefni er varða velferð dýra, sér í lagi MAST, brugðist skyldu sinni. Sá lagarammi sem stofnunin hefur til að vinna eftir í málum er varða velferð dýra, lög nr. 55/2013, eru skýr hvað varðar að koma dýrum hratt og örugglega til hjálpar og í skjól á meðan mál eru unnin (38. og 39. gr.). Einhverra hluta vegna virðist MAST ekki nýta þær heimildir sem lögin veita og því verður að breyta. Tilgreina hefði átt tilsjónarmann á meðan unnið var að viðunandi lausn málsins, fremur en að skilja dýrin eftir í fórum aðila sem þegar var búinn að brjóta á þeim. Samkvæmt gildandi lögum er stofnunni það heimilt. Eftirlit með velferð dýra er í þeim tilgangi að verja þau réttindi sem dýr hafa samkvæmt lögum. Það er skýrt í markmiðum laganna að dýr skuli vera laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að viðurkennt er að dýr eru skyni gæddar verur. Það er því eðlileg krafa í garð MAST, stofnunar sem á að sjá til þess að farið sé að þessum lögum, að velferð dýra sé í forgangi og viðbrögð í dýravelferðarmálum hagað samkvæmt því. Dýraverndarsamband Íslands krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda í málinu og að þessum dýrum í Borgarbyggð verði komið í örugga umsjá á meðan málið er til meðferðar þar sem heilsa og velferð þeirra verði tryggð. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar