Samblanda af fínum varnarleik hjá okkur og að þeir hafi aðeins misst hausinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2022 22:47 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga. Vísir/Vilhelm Njarðvíkingar tóku Stjörnumenn í kennslustund í Garðabænum í Subway-deild karla í kvöld, í leik sem endaði 67-88 og sigur gestanna í raun aldrei í neinni hættu. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga sagði að varnarleikur hans manna hefði lagt grunninn að sigrinum, í bland við vont kvöld Stjörnumanna. „Við vorum að leggja okkur virkilega vel fram í vörn. Við vorum að reyna að hafa hemil á Turner, vorum að skipta svolítið á mönnum og reyna að stoppa boltaflæðið. En ég held að Stjarnan hafi nú átt algjöran „off“ dag þennan föstudaginn svo að við getum ekki tekið allt kredit fyrir þetta.“ Stjarnan virtist ætla að reyna að sækja körfur í teignum í upphafi leiks, enda með nokkuð meiri vigt í teignum en Njarðvík. Það gekk þó brösulega og ekki batnaði það þegar Julius Jucikas missteig sig eftir rúmlega tveggja mínútna leik, var það einhver vendipunktur í leiknum? „Já þeir missa hann náttúrulega þarna strax í byrjun og við vorum búnir að eyða hellings tíma í það hvernig við ætluðum að eiga við hann. Maður er eiginlega bara pínu svekktur að vera búinn að eyða allskyns vinnu í ekki neitt. Góður leikmaður auðvitað, en ég held að það hafi farið svolítið í höfuðið á Stjörnumönnum þegar þeir mæta hérna og sjá að Haukur og Logi eru ekki með. Maður sér oft svona hluti á vítanýtingu og öðru, sem maður hefur lent í sjálfur. Ég held að þetta sé svona samblanda af fínum varnarleik hjá okkur og að þeir hafi aðeins misst hausinn þegar þeir sáu að það vantaði lykilmenn hjá okkur.“ Oddur Ingi Kristjánsson er kominn aftur af stað eftir tæplega fjögurra ára bann vegna brots á lögum ÍSÍ um lyfjamál. Hann setti 5 þrista í kvöld í 9 tilraunum og virðist engu hafa gleymt. „Oddur er bara búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og „fittar“ bara þvílíkt vel inn. Þegar þú ert ekki búinn að fá að spila leikinn sem þú elskar í mörg ár, þá er þetta bara uppsafnað. Hvílík ástríða og hann er bara að njóta sín og gera það sem hann elskar og hafa gaman. Það skilar sér alltaf þegar þú ert líka með svona hæfileika.“ Það virtist litlu máli skipta hver kom inná fyrir Njarðvík í kvöld, allir að skila sínu og fjarvera Hauks og Loga virtist í raun frekar hafa áhrif á Stjörnuna ef eitthvað. Benedikt var helsáttur með breiddina í sínu liði, en það reyndi töluvert á hana á köflum. „Við lentum svolítið í villuvandræðum í fyrrihálfleik, og svo tognaði Mario líka á kálfa. Þannig að þetta leit ekkert alltof vel út. Óli fékk þrjár villur á einhverri mínútu, þannig að það reyndi alveg á breiddina hjá okkur í kvöld, en hún stóð sig hrikalega vel.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 67-88 | Deildarmeistararnir fóru illa með Stjörnumenn Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 67-88 í leik þar sem Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði. 27. október 2022 21:56 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
„Við vorum að leggja okkur virkilega vel fram í vörn. Við vorum að reyna að hafa hemil á Turner, vorum að skipta svolítið á mönnum og reyna að stoppa boltaflæðið. En ég held að Stjarnan hafi nú átt algjöran „off“ dag þennan föstudaginn svo að við getum ekki tekið allt kredit fyrir þetta.“ Stjarnan virtist ætla að reyna að sækja körfur í teignum í upphafi leiks, enda með nokkuð meiri vigt í teignum en Njarðvík. Það gekk þó brösulega og ekki batnaði það þegar Julius Jucikas missteig sig eftir rúmlega tveggja mínútna leik, var það einhver vendipunktur í leiknum? „Já þeir missa hann náttúrulega þarna strax í byrjun og við vorum búnir að eyða hellings tíma í það hvernig við ætluðum að eiga við hann. Maður er eiginlega bara pínu svekktur að vera búinn að eyða allskyns vinnu í ekki neitt. Góður leikmaður auðvitað, en ég held að það hafi farið svolítið í höfuðið á Stjörnumönnum þegar þeir mæta hérna og sjá að Haukur og Logi eru ekki með. Maður sér oft svona hluti á vítanýtingu og öðru, sem maður hefur lent í sjálfur. Ég held að þetta sé svona samblanda af fínum varnarleik hjá okkur og að þeir hafi aðeins misst hausinn þegar þeir sáu að það vantaði lykilmenn hjá okkur.“ Oddur Ingi Kristjánsson er kominn aftur af stað eftir tæplega fjögurra ára bann vegna brots á lögum ÍSÍ um lyfjamál. Hann setti 5 þrista í kvöld í 9 tilraunum og virðist engu hafa gleymt. „Oddur er bara búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og „fittar“ bara þvílíkt vel inn. Þegar þú ert ekki búinn að fá að spila leikinn sem þú elskar í mörg ár, þá er þetta bara uppsafnað. Hvílík ástríða og hann er bara að njóta sín og gera það sem hann elskar og hafa gaman. Það skilar sér alltaf þegar þú ert líka með svona hæfileika.“ Það virtist litlu máli skipta hver kom inná fyrir Njarðvík í kvöld, allir að skila sínu og fjarvera Hauks og Loga virtist í raun frekar hafa áhrif á Stjörnuna ef eitthvað. Benedikt var helsáttur með breiddina í sínu liði, en það reyndi töluvert á hana á köflum. „Við lentum svolítið í villuvandræðum í fyrrihálfleik, og svo tognaði Mario líka á kálfa. Þannig að þetta leit ekkert alltof vel út. Óli fékk þrjár villur á einhverri mínútu, þannig að það reyndi alveg á breiddina hjá okkur í kvöld, en hún stóð sig hrikalega vel.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 67-88 | Deildarmeistararnir fóru illa með Stjörnumenn Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 67-88 í leik þar sem Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði. 27. október 2022 21:56 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 67-88 | Deildarmeistararnir fóru illa með Stjörnumenn Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 67-88 í leik þar sem Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði. 27. október 2022 21:56