Rússar slíta sig frá kornsamkomulaginu vegna árásar við Krímskaga Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 08:24 Tilefni þess að Rússar slitu sigi frá samkomulaginu er drónaárás Úkraínumanna á nýtt flaggskip Rússa í Svartahafi og önnur skip við Krímskaga í gærmorgun. Getty/Ahmad Said Yfirvöld í Rússlandi lýstu því yfir í gærkvöldi að ríkið myndi ekki langur taka þátt í samkomulagi sem hefur orðið til þess að rúm níu milljón tonn af korni hafa verið flutt frá Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Úkraínumenn saka Rússa um að reyna að beita hungri sem vopni. Korn-samkomulagið mun renna út þann 19. nóvember en Rússar hafa verið hvattir til að framlengja það. Meðal annars af Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en samkomulagið er talið hafa átt stóran hlut í lækkandi matvælaverði á heimsvísu síðustu mánuði. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Tyrklands leiddu viðræðurnar um samkomulagið en talsmaður Guterres sagði AP fréttaveitunni að það hefði haft jákvæð áhrif á milljarða manna um heim allan. Sameinuðu þjóðirnar segjast í samskiptum við yfirvöld í Rússlandi vegna ákvörðunarinnar. Tilefni þess að Rússar slitu sigi frá samkomulaginu er drónaárás Úkraínumanna á nýtt flaggskip Rússa í Svartahafi og önnur skip við Krímskaga í gærmorgun. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ákvörðun Rússa hafa verið fyrirsjáanlega og sakar þá um að hafa haldið aftur af kornflutningum frá því í september. Um 176 skip full af korni komist ekki leiðar sinnar og þau beri meira en tvær milljónir tonna af korni. Úkraínumenn hafa ekki viljað tjá sig enn um drónaárásina í gær og neita í raun að hafa gert hana. Þess í stað hafa þeir sagt að Rússar hljóti að hafa misst stjórn á eigin vopnum. Yfirvöld í Úkraínu neita iðulega að tjá sig um árásir sem þessar. Myndbönd af árásinni má sjá í fréttinni hér að neðan. Fregnir af árásinni eru enn nokkuð óljósar en Rússar sögðu í gær að sextán drónar hefðu verið notaðir við árásina og að minnst tvö skip hefðu skemmst í henni. Þar á meðal væru skip sem hannað er til að finna tundurdufl og freigátan Makarov aðmírál, flaggskip svartahafsflota Rússa. Makarov var gert að flaggskipi Rússa í Svartahafi eftir að Moskva sökk í kjölfar eldflaugaárásar Úkraínumanna. Freigátan var ekki sögð hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Útlit er fyrir að hitt skipið, sem heitir Grigorovich aðmíráll, hafi orðið fyrir meiri skemmdum en það er enn óstaðfest. Eftir að Rússar sögðu tvö skip hafa skemmst sögðu þeir að bara eitt hefði orðið fyrir skemmdum. Myndbönd af árásinni sýna þó að einn dróni virðist hafa komist nokkuð nálægt Makarov en drónarnir eru hannaðir til að springa í loft upp. Rússar halda því fram að breskir sérfræðingar hafi komið að árásinni, sem þeir lýsa sem „hryðjuverkaárás“. Rússar saka Breta einnig um að hafa sprengt upp Nord Stream gasleiðslurnar í síðasta mánuði. Yfirvöld Í Moskvu hafa farið fram á það að árásin verði rædd í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á morgun, mánudag. Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Korn-samkomulagið mun renna út þann 19. nóvember en Rússar hafa verið hvattir til að framlengja það. Meðal annars af Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en samkomulagið er talið hafa átt stóran hlut í lækkandi matvælaverði á heimsvísu síðustu mánuði. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Tyrklands leiddu viðræðurnar um samkomulagið en talsmaður Guterres sagði AP fréttaveitunni að það hefði haft jákvæð áhrif á milljarða manna um heim allan. Sameinuðu þjóðirnar segjast í samskiptum við yfirvöld í Rússlandi vegna ákvörðunarinnar. Tilefni þess að Rússar slitu sigi frá samkomulaginu er drónaárás Úkraínumanna á nýtt flaggskip Rússa í Svartahafi og önnur skip við Krímskaga í gærmorgun. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ákvörðun Rússa hafa verið fyrirsjáanlega og sakar þá um að hafa haldið aftur af kornflutningum frá því í september. Um 176 skip full af korni komist ekki leiðar sinnar og þau beri meira en tvær milljónir tonna af korni. Úkraínumenn hafa ekki viljað tjá sig enn um drónaárásina í gær og neita í raun að hafa gert hana. Þess í stað hafa þeir sagt að Rússar hljóti að hafa misst stjórn á eigin vopnum. Yfirvöld í Úkraínu neita iðulega að tjá sig um árásir sem þessar. Myndbönd af árásinni má sjá í fréttinni hér að neðan. Fregnir af árásinni eru enn nokkuð óljósar en Rússar sögðu í gær að sextán drónar hefðu verið notaðir við árásina og að minnst tvö skip hefðu skemmst í henni. Þar á meðal væru skip sem hannað er til að finna tundurdufl og freigátan Makarov aðmírál, flaggskip svartahafsflota Rússa. Makarov var gert að flaggskipi Rússa í Svartahafi eftir að Moskva sökk í kjölfar eldflaugaárásar Úkraínumanna. Freigátan var ekki sögð hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Útlit er fyrir að hitt skipið, sem heitir Grigorovich aðmíráll, hafi orðið fyrir meiri skemmdum en það er enn óstaðfest. Eftir að Rússar sögðu tvö skip hafa skemmst sögðu þeir að bara eitt hefði orðið fyrir skemmdum. Myndbönd af árásinni sýna þó að einn dróni virðist hafa komist nokkuð nálægt Makarov en drónarnir eru hannaðir til að springa í loft upp. Rússar halda því fram að breskir sérfræðingar hafi komið að árásinni, sem þeir lýsa sem „hryðjuverkaárás“. Rússar saka Breta einnig um að hafa sprengt upp Nord Stream gasleiðslurnar í síðasta mánuði. Yfirvöld Í Moskvu hafa farið fram á það að árásin verði rædd í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á morgun, mánudag.
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira