Gott fjarskiptasamband er forsenda búsetuöryggis Bjarni Jónsson skrifar 31. október 2022 13:31 Við fögnum þeim skrefum sem stigin eru í að bæta farsímasamband í sveitum landsins. Aukinn kraft þarf hins vegar að setja í þá sjálfsögðu innviðauppbyggingu. Það er órofa hluti búsetuöryggis að fá notið fjarskipta en einnig að taka þátt í nútíma samfélagi. Við erum reglulega minnt á óviðunandi aðstæður fólks í fjölmiðlum . Nú síðast ákall skagfirskra bænda þar sem fram kom að sum þeirra þurfa að keyra a.m.k. sex kílómetra til að ná farsímasambandi og að þar sem heimasíminn er tengdur ljósleiðara eru þau algjörlega háð rafmagni til að vera í sambandi við umheiminn. Ástand sem er fullkomlega óásættanlegt á 21. öldinni og varðar þar að auki öryggi fólks. Þó úrbætur séu í kortunum er þó enn langt í land að farsímasamband nái til allra heimila. Því má ekki gleyma að slíkt samband er öryggisatriði og hluti af grunn innviðum samfélagsins sem öll ættu að hafa aðgang að, óháð búsetu. Nú er það svo að fjarskiptaöryggi víða um land er ótryggara nú en það var fyrir tuttugu árum þar sem sími í gegnum koparlínur hefur víða verið aftengdur áður en að almennilegt farsímasamband er komið á svæðið. Staðreyndin er sú að eftir að símkerfinu var breytt og m.a. NMT-símakerfinu lokað og því lofað að hið nýja farsímakerfi sem við tæki, myndi gera allt miklu betra, er raunin að svo er ekki. Einkarekin farsímafyrirtæki sjá ekki hag sinn í að tryggja farsímasamband á öllum svæðum þar sem mikill kostnaður fylgir því og þrátt fyrir að Fjarskiptasjóður stjórnvalda hafi stigið inn með fjármagn á einhverjum svæðum, er langt í land að tryggja öryggi og aðgengi allra. Ekki er síður mikilvægt að hraða tryggingu farsímasambands á öllum þjóðvegum ekki síst á fjallvegum og þar sem ekið er daglega með skólabörn. Nýlegt dæmi þar sem mjög illa hefði geta farið, er þegar tveir sátu fastir í bíl sínum í tvo sólarhringa á Kollafjarðarheiði. Þessir grunninnviðir hafa grundvallarhlutverki að gegna fyrir almannaöryggi og uppbygging þeirra á að vera órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. Í dag er fjarskiptakerfið ekki skilgreint sem öryggisfjarskiptakerfi en til þess að tryggja öryggi allra hvort sem er á þjóðvegum, fjallvegum eða í dreifbýli skiptir máli að svo sé. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Byggðamál Fjarskipti Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Við fögnum þeim skrefum sem stigin eru í að bæta farsímasamband í sveitum landsins. Aukinn kraft þarf hins vegar að setja í þá sjálfsögðu innviðauppbyggingu. Það er órofa hluti búsetuöryggis að fá notið fjarskipta en einnig að taka þátt í nútíma samfélagi. Við erum reglulega minnt á óviðunandi aðstæður fólks í fjölmiðlum . Nú síðast ákall skagfirskra bænda þar sem fram kom að sum þeirra þurfa að keyra a.m.k. sex kílómetra til að ná farsímasambandi og að þar sem heimasíminn er tengdur ljósleiðara eru þau algjörlega háð rafmagni til að vera í sambandi við umheiminn. Ástand sem er fullkomlega óásættanlegt á 21. öldinni og varðar þar að auki öryggi fólks. Þó úrbætur séu í kortunum er þó enn langt í land að farsímasamband nái til allra heimila. Því má ekki gleyma að slíkt samband er öryggisatriði og hluti af grunn innviðum samfélagsins sem öll ættu að hafa aðgang að, óháð búsetu. Nú er það svo að fjarskiptaöryggi víða um land er ótryggara nú en það var fyrir tuttugu árum þar sem sími í gegnum koparlínur hefur víða verið aftengdur áður en að almennilegt farsímasamband er komið á svæðið. Staðreyndin er sú að eftir að símkerfinu var breytt og m.a. NMT-símakerfinu lokað og því lofað að hið nýja farsímakerfi sem við tæki, myndi gera allt miklu betra, er raunin að svo er ekki. Einkarekin farsímafyrirtæki sjá ekki hag sinn í að tryggja farsímasamband á öllum svæðum þar sem mikill kostnaður fylgir því og þrátt fyrir að Fjarskiptasjóður stjórnvalda hafi stigið inn með fjármagn á einhverjum svæðum, er langt í land að tryggja öryggi og aðgengi allra. Ekki er síður mikilvægt að hraða tryggingu farsímasambands á öllum þjóðvegum ekki síst á fjallvegum og þar sem ekið er daglega með skólabörn. Nýlegt dæmi þar sem mjög illa hefði geta farið, er þegar tveir sátu fastir í bíl sínum í tvo sólarhringa á Kollafjarðarheiði. Þessir grunninnviðir hafa grundvallarhlutverki að gegna fyrir almannaöryggi og uppbygging þeirra á að vera órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. Í dag er fjarskiptakerfið ekki skilgreint sem öryggisfjarskiptakerfi en til þess að tryggja öryggi allra hvort sem er á þjóðvegum, fjallvegum eða í dreifbýli skiptir máli að svo sé. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun