Virðing fyrir fötluðu fólki Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 17:00 Fyrir nokkrum vikum síðan sat ég fund með Reykjavíkurborg þar sem kynnt var fyrirhugað stóraukið átak borgarinnar í byggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Á fundinum óskaði Reykjavíkurborg sérstaklega eftir miklu samráði við hagsmunafélög fatlaðs fólks í tengslum við komandi uppbygginu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Allt þetta gaf fötluðu fólki tilefni til bjartsýni varðandi tækifæri þess til að eignast eigið heimili og njóta þeirra mannréttinda og margvíslegu tækifæra sem því fylgja. Samkvæmt skýrslu sem skilað var til félagsmálaráðherra sl. vor eru 163 fatlaðir einstaklingar á biðlista í Reykjavík eftir húsnæði og 60 til viðbótar eru í herbergjasambýlum. Í lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er mælt fyrir um „að fatlað fólk eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra" og að „óheimilt sé að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi." Þá segir í bráðabirgðaákvæði í lögunum að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skuli bjóðast aðrir búsetukostir. Margt fólk með þroskahömlun eða skyldar fatlanir hefur beðið eftir íbúð, sem það á lagalegan rétt á, mjög lengi. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða yfir áratug og jafnvel lengur eftir að eignast eigið heimili. Með þessari óforsvaranlegu og ólöglegu framkvæmd er vegið mjög alvarlega að margvíslegum mikilvægum mannréttindum, s.s. réttinum til sjálfstæðs og eðlilegs lífs, og réttinum til að eiga einkalíf og fjölskyldulíf. Það er alls ekki að ástæðulausu að í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir: „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.“ Á þessum nokkrum vikum sem liðnar eru frá þessum fundi hjá Reykjavíkurborg um húsnæðismál fatlaðs fólks virðist hafa orðið algjör viðsnúningur á stöðunni og af orðum borgarstjóra má nú ráða að borgaryfirvöld telji að kostnaður af þjónustu við fatlað fólk ógni beinlínis fjárhagslegri sjálfbærni Reykjavíkurborgar. Þjónusta við fatlað fólk er, sem fyrr sagði, lögbundinn réttur þess og það er forkastanlegt að heyra borgarstjóra segja: „það sem er í uppnámi er frekari uppbygging til dæmis á búsetuúrræðum í þágu fatlaðs fólks og ýmis slík þjónusta“. Umræðan og fréttir síðustu daga eru meiðandi og niðurlægjandi fyrir allt fatlað fólk og fordæma Landssamtökin Þroskahjálp þessa orðræðu sem ber ömurlegan keim af fordómum og fyrirlitningu sem svokallaðir hreppsómagar og annað fátækt fólk mátti þola af hálfu valdamanna á fyrri tíð. Staðan í húsnæðismálum fatlaðs fólks og nú umræðan um hana og kostnaðinn af því að gefa fötluðu fólki lámarkstækifæri til að njóta mannréttinda og lífsgæða sem flestir telja sjálfsögð, hefur alvarleg áhrif á líf fatlaðs fólks og er sérstaklega kvíðvænlegt fyrir það að heyra að það geti átt von á því að þjónusta við það verði skert. Þetta er fátækasti hópurinn í íslensku samfélagi, sem nýtur miklu minni lífsgæða og tækifæra en aðrir þjóðfélagsþegnar. Landsamtökin Þroskahjálp skora á stjórnvöld sveitarfélaga og ríkis að fjalla um málefni og réttindi fatlaðs fólks, aðstæður þess og þarfir af virðingu og skilningi en ekki þannig að orð þeirra séu til þess fallin að vega að sjálfsmynd og ímynd fatlaðs fólks og stuðla að fordómum og virðingarleysi gagnvart því. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum síðan sat ég fund með Reykjavíkurborg þar sem kynnt var fyrirhugað stóraukið átak borgarinnar í byggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Á fundinum óskaði Reykjavíkurborg sérstaklega eftir miklu samráði við hagsmunafélög fatlaðs fólks í tengslum við komandi uppbygginu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Allt þetta gaf fötluðu fólki tilefni til bjartsýni varðandi tækifæri þess til að eignast eigið heimili og njóta þeirra mannréttinda og margvíslegu tækifæra sem því fylgja. Samkvæmt skýrslu sem skilað var til félagsmálaráðherra sl. vor eru 163 fatlaðir einstaklingar á biðlista í Reykjavík eftir húsnæði og 60 til viðbótar eru í herbergjasambýlum. Í lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er mælt fyrir um „að fatlað fólk eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra" og að „óheimilt sé að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi." Þá segir í bráðabirgðaákvæði í lögunum að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skuli bjóðast aðrir búsetukostir. Margt fólk með þroskahömlun eða skyldar fatlanir hefur beðið eftir íbúð, sem það á lagalegan rétt á, mjög lengi. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða yfir áratug og jafnvel lengur eftir að eignast eigið heimili. Með þessari óforsvaranlegu og ólöglegu framkvæmd er vegið mjög alvarlega að margvíslegum mikilvægum mannréttindum, s.s. réttinum til sjálfstæðs og eðlilegs lífs, og réttinum til að eiga einkalíf og fjölskyldulíf. Það er alls ekki að ástæðulausu að í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir: „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.“ Á þessum nokkrum vikum sem liðnar eru frá þessum fundi hjá Reykjavíkurborg um húsnæðismál fatlaðs fólks virðist hafa orðið algjör viðsnúningur á stöðunni og af orðum borgarstjóra má nú ráða að borgaryfirvöld telji að kostnaður af þjónustu við fatlað fólk ógni beinlínis fjárhagslegri sjálfbærni Reykjavíkurborgar. Þjónusta við fatlað fólk er, sem fyrr sagði, lögbundinn réttur þess og það er forkastanlegt að heyra borgarstjóra segja: „það sem er í uppnámi er frekari uppbygging til dæmis á búsetuúrræðum í þágu fatlaðs fólks og ýmis slík þjónusta“. Umræðan og fréttir síðustu daga eru meiðandi og niðurlægjandi fyrir allt fatlað fólk og fordæma Landssamtökin Þroskahjálp þessa orðræðu sem ber ömurlegan keim af fordómum og fyrirlitningu sem svokallaðir hreppsómagar og annað fátækt fólk mátti þola af hálfu valdamanna á fyrri tíð. Staðan í húsnæðismálum fatlaðs fólks og nú umræðan um hana og kostnaðinn af því að gefa fötluðu fólki lámarkstækifæri til að njóta mannréttinda og lífsgæða sem flestir telja sjálfsögð, hefur alvarleg áhrif á líf fatlaðs fólks og er sérstaklega kvíðvænlegt fyrir það að heyra að það geti átt von á því að þjónusta við það verði skert. Þetta er fátækasti hópurinn í íslensku samfélagi, sem nýtur miklu minni lífsgæða og tækifæra en aðrir þjóðfélagsþegnar. Landsamtökin Þroskahjálp skora á stjórnvöld sveitarfélaga og ríkis að fjalla um málefni og réttindi fatlaðs fólks, aðstæður þess og þarfir af virðingu og skilningi en ekki þannig að orð þeirra séu til þess fallin að vega að sjálfsmynd og ímynd fatlaðs fólks og stuðla að fordómum og virðingarleysi gagnvart því. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun