Launahæsti markmaður heims en gæti samþykkt launalækkun Smári Jökull Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 18:01 Samningur David De Gea rennur út næsta sumar. Vísir/AP Samningur David De Gea hjá Manchester United rennur út næsta sumar. Spánverjinn er launahæsti markvörður í heimi og gæti þurft að taka á sig launalækkun vilji hann fá áframhaldandi samning. De Gea þénar rúmlega sextíu milljónir íslenskra króna á viku sem er meira en tvöfalt meira en það sem kollegi hans Alisson Becker fær í laun hjá Liverpool. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku undanfarið þá hafa stuðningsmenn United ekki alltaf verið á eitt sáttir með De Gea og efasemdaraddir heyrst hvort rétt væri að bjóða De Gea framlengingu á samningi. Samkvæmt The Athletic er Spánverjinn þó tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að framlengingin verði að veruleika. Miðillinn greinir frá því að De Gea vilji spila áfram á Old Trafford og sé tilbúinn að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. Manchester United gæti nýtt sér klásúlu í samningi De Gea sem gerir félaginu kleift að framlengja samningnum um eitt ár en fréttir hafa borist af því að United muni aðeins nýta sér þá klásúlu ef þeim tekst ekki að finna öflugan eftirmann hins 31 árs gamla De Gea. Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, segir að viðræður við De Gea muni fara fram þegar enska deildin fer í hlé á meðan heimsmeistaramótið í Qatar fer fram. Ólíklegt er talið að De Gea verði í spænska landsliðshópnum á mótinu. „Við munum fyrst einbeita okkur að leikjunum sem framundan eru. Þegar þessum hluta mótsins er lokið er komið að HM og þá munum við skoða hans mál. Bakvið tjöldin erum við með áætlun í gangi, sú áætlun er á hreinu eins og ég hef greint frá áður,“ sagði Ten Hag. David De Gea hefur leikið með Manchester United síðan 2011, leikið rúmlega fimmhundruð leiki fyrir félagið og verið valinn leikmaður ársins hjá United alls fjórum sinnum. Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
De Gea þénar rúmlega sextíu milljónir íslenskra króna á viku sem er meira en tvöfalt meira en það sem kollegi hans Alisson Becker fær í laun hjá Liverpool. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku undanfarið þá hafa stuðningsmenn United ekki alltaf verið á eitt sáttir með De Gea og efasemdaraddir heyrst hvort rétt væri að bjóða De Gea framlengingu á samningi. Samkvæmt The Athletic er Spánverjinn þó tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að framlengingin verði að veruleika. Miðillinn greinir frá því að De Gea vilji spila áfram á Old Trafford og sé tilbúinn að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. Manchester United gæti nýtt sér klásúlu í samningi De Gea sem gerir félaginu kleift að framlengja samningnum um eitt ár en fréttir hafa borist af því að United muni aðeins nýta sér þá klásúlu ef þeim tekst ekki að finna öflugan eftirmann hins 31 árs gamla De Gea. Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, segir að viðræður við De Gea muni fara fram þegar enska deildin fer í hlé á meðan heimsmeistaramótið í Qatar fer fram. Ólíklegt er talið að De Gea verði í spænska landsliðshópnum á mótinu. „Við munum fyrst einbeita okkur að leikjunum sem framundan eru. Þegar þessum hluta mótsins er lokið er komið að HM og þá munum við skoða hans mál. Bakvið tjöldin erum við með áætlun í gangi, sú áætlun er á hreinu eins og ég hef greint frá áður,“ sagði Ten Hag. David De Gea hefur leikið með Manchester United síðan 2011, leikið rúmlega fimmhundruð leiki fyrir félagið og verið valinn leikmaður ársins hjá United alls fjórum sinnum.
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira