Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Snorri Másson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 3. nóvember 2022 20:50 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi norrænu forsætisráðherranna. Norden.org Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. „En það sem ég tel að þurfi að skoða sérstaklega í þessu máli, og ég held að ég tali nú fyrir munn allra, er að ég tel að það þurfi að fara yfir málefni fatlaðs manns, sem var einn af þessum einstaklingum. Það skiptir gríðarlegu máli að við vöndum okkur þegar um viðkvæma hópa er að ræða og að það verði farið yfir það hvort réttindi hans hafi verið virt að öllu leyti eins og á auðvitað að vera,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hlusta má á viðtalið við Katrínu þegar 3 mínútur eru liðnar af fréttinni: Skilurðu þessa reiði almennt í þessu máli? „Já, þessi mál eru auðvitað flókin. Þessi brottvísun byggir á löggjöfinni frá 2016 sem ríkti pólitísk samstaða um. En það er eðlilegt hins vegar að fólk reiðist þegar það sér einhvers konar valdbeitingu í svona málum.“ Nú gerist þetta á þinni vakt, ertu sátt við það? Katrín Jakobsdóttir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.stöð 2 „Þarna er byggt á löggjöf sem var samþykkt 2016 sem er nú raunar fyrir mína vakt en allir flokkar studdu á sínum tíma og flest telja að hafi elst vel. En það liggur auðvitað fyrir að þegar við erum með reglur þá óska margir eftir því að koma og fá að vera en það fá ekki allir jákvætt svar og það er bara flókið,“ segir Katrín. Ný könnun um stuðning við frumvarp Jóns Gunnarssonar Umræðan um þessa brottvísun blandast umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra útlendingalaga. Í könnun sem Maskína lagði fyrir er niðurstaðan sú í fyrsta lagi að 62% Íslendinga hafa raunar fremur lítið eða mjög lítið sem ekki neitt kynnt sér efni frumvarpsins og aðeins 11% hafa kynnt sér það að ráði. 31,5% fólks er þá andvígt eða mjög andvígt frumvarpinu, 45 prósent eru hlutlaus og 22,8% eru hlynnt því. Mestur er stuðningurinn innan Miðflokks og Sjálfstæðisflokks. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. 3. nóvember 2022 16:03 Mótmæla brottvísunum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17:15 í dag á Austurvelli vegna brottflutnings hælisleitenda. 3. nóvember 2022 14:56 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„En það sem ég tel að þurfi að skoða sérstaklega í þessu máli, og ég held að ég tali nú fyrir munn allra, er að ég tel að það þurfi að fara yfir málefni fatlaðs manns, sem var einn af þessum einstaklingum. Það skiptir gríðarlegu máli að við vöndum okkur þegar um viðkvæma hópa er að ræða og að það verði farið yfir það hvort réttindi hans hafi verið virt að öllu leyti eins og á auðvitað að vera,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hlusta má á viðtalið við Katrínu þegar 3 mínútur eru liðnar af fréttinni: Skilurðu þessa reiði almennt í þessu máli? „Já, þessi mál eru auðvitað flókin. Þessi brottvísun byggir á löggjöfinni frá 2016 sem ríkti pólitísk samstaða um. En það er eðlilegt hins vegar að fólk reiðist þegar það sér einhvers konar valdbeitingu í svona málum.“ Nú gerist þetta á þinni vakt, ertu sátt við það? Katrín Jakobsdóttir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.stöð 2 „Þarna er byggt á löggjöf sem var samþykkt 2016 sem er nú raunar fyrir mína vakt en allir flokkar studdu á sínum tíma og flest telja að hafi elst vel. En það liggur auðvitað fyrir að þegar við erum með reglur þá óska margir eftir því að koma og fá að vera en það fá ekki allir jákvætt svar og það er bara flókið,“ segir Katrín. Ný könnun um stuðning við frumvarp Jóns Gunnarssonar Umræðan um þessa brottvísun blandast umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra útlendingalaga. Í könnun sem Maskína lagði fyrir er niðurstaðan sú í fyrsta lagi að 62% Íslendinga hafa raunar fremur lítið eða mjög lítið sem ekki neitt kynnt sér efni frumvarpsins og aðeins 11% hafa kynnt sér það að ráði. 31,5% fólks er þá andvígt eða mjög andvígt frumvarpinu, 45 prósent eru hlutlaus og 22,8% eru hlynnt því. Mestur er stuðningurinn innan Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. 3. nóvember 2022 16:03 Mótmæla brottvísunum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17:15 í dag á Austurvelli vegna brottflutnings hælisleitenda. 3. nóvember 2022 14:56 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. 3. nóvember 2022 16:03
Mótmæla brottvísunum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17:15 í dag á Austurvelli vegna brottflutnings hælisleitenda. 3. nóvember 2022 14:56