Liverpool sagt vera búið að taka til hliðar peninga vegna mögulegra kaupa á Jude Bellingham Smári Jökull Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 23:16 Jude Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims um þessar mundir. Vísir/Getty Sagan um möguleg félagaskipti Jude Bellingham verður án efa fyrirferðamikil í allan vetur. Hann hefur lengi vel verið orðaður við Liverpool og nú berast fregnir af því að eigendur enska liðsins séu búnir að leggja til hliðar peninga sem nota á vegna mögulegra kaupa næsta sumar. Jude Bellingham er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir. Hann er leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi og hefur getið sér gott orð þrátt fyrir ungan aldur en hann er fæddur árið 2003 og því aðeins nítján ára gamall. Hann á fast sæti í landsliðshópi Englendinga og verður vafalaust í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í Qatar síðar í mánuðinum. Bellingham hefur nú þegar leikið sautján landsleiki fyrir England. Lengi vel hefur Bellingham verið orðaður við Liverpool og ljóst er að enska liðið hefur mikinn áhuga á að tryggja sér hans þjónustu næsta sumar. Þeir reyndu fyrst að fá hann til liðs við sig þegar Bellingham var aðeins níu ára og hafa lengi fylgst með honum. Samkeppni frá stórveldum Þeir fá þó án efa samkeppni því Real Madrid er einnig sagt áhugasamt og við það félag er erfitt að segja nei. Þá hafa Chelsea, Manchester City og Manchester United einnig verið sögð hafa áhuga á Bellingham. Nú greina enskir fjölmiðlar frá því að eigendur Liverpool, bandaríska stórveldið FSG, séu búnir að leggja til hliðar háa upphæð sem nota á til kaupa á Bellingham næsta sumar. Upphæðin nemur 86 milljónum punda sem flestir telja þó að dugi skammt til sannfæra Dortmund um að selja ungstirnið en hann er með samning við þýska stórveldið til ársins 2025 Jurgen Klopp hefur ekki farið leynt með það að hann vill endurnýja á miðsvæði liðsins. Bellingham er mikilvægur hluti af því púsli og takist það ekki er ljóst að stuðningsmenn Liverpool munu láta heyra í sér enda nú þegar töluverð óánægja innan þeirra raða vegna hversu litlum peningum þeir finnst FSG verja í leikmannakaup. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Sjá meira
Jude Bellingham er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir. Hann er leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi og hefur getið sér gott orð þrátt fyrir ungan aldur en hann er fæddur árið 2003 og því aðeins nítján ára gamall. Hann á fast sæti í landsliðshópi Englendinga og verður vafalaust í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í Qatar síðar í mánuðinum. Bellingham hefur nú þegar leikið sautján landsleiki fyrir England. Lengi vel hefur Bellingham verið orðaður við Liverpool og ljóst er að enska liðið hefur mikinn áhuga á að tryggja sér hans þjónustu næsta sumar. Þeir reyndu fyrst að fá hann til liðs við sig þegar Bellingham var aðeins níu ára og hafa lengi fylgst með honum. Samkeppni frá stórveldum Þeir fá þó án efa samkeppni því Real Madrid er einnig sagt áhugasamt og við það félag er erfitt að segja nei. Þá hafa Chelsea, Manchester City og Manchester United einnig verið sögð hafa áhuga á Bellingham. Nú greina enskir fjölmiðlar frá því að eigendur Liverpool, bandaríska stórveldið FSG, séu búnir að leggja til hliðar háa upphæð sem nota á til kaupa á Bellingham næsta sumar. Upphæðin nemur 86 milljónum punda sem flestir telja þó að dugi skammt til sannfæra Dortmund um að selja ungstirnið en hann er með samning við þýska stórveldið til ársins 2025 Jurgen Klopp hefur ekki farið leynt með það að hann vill endurnýja á miðsvæði liðsins. Bellingham er mikilvægur hluti af því púsli og takist það ekki er ljóst að stuðningsmenn Liverpool munu láta heyra í sér enda nú þegar töluverð óánægja innan þeirra raða vegna hversu litlum peningum þeir finnst FSG verja í leikmannakaup.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Sjá meira