„Liðið hefur verið samansafn af lokuðum pappakössum“ Atli Arason skrifar 4. nóvember 2022 23:46 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni eftir sigur liðsins á útivelli gegn Njarðvík í kvöld. Jóhann telur Grindvíkinga hafa skortað hörku undanfarin ár og kvaðst ánægður að Gkay Skordilis, leikmaður Grindavíkur, hafi látið reka sig af velli. „Ég er mjög ánægður með hann, bara mjög ánægður. Þetta er bara það sem við viljum standa fyrir. Frá tímabilinu 2016/17 þegar Lalli [Þorleifur Ólafsson] bróðir hættir þá hefur liðið verið samansafn af lokuðum pappakössum sem eru litir í sér og þora ekki að berja frá sér. Það hefur bara verið einkenni liðsins undanfarin ár og við ætlum okkur að breyta því,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leik. Markmið Grindavíkur fyrir leikinn var að sýna kraft og hugrekki sem þeir yrðu sáttir með í leikslok, alveg sama hver úrslit leiksins hefðu verið. „Við erum hættir að vera litlir í okkur. Við lofuðum sjálfum okkur frammistöðu og ætluðum að vera sáttir með okkur í klefa eftir leik sama hvernig færi. Þetta var geggjuð frammistaða og rúsínan í pylsuendanum eru tvo stig,“ sagði Jóhann áður en hann bætti við. „Mér fannst við gera mjög vel varnarlega á hálfum velli og það var það sem við lögðum upp með.“ Í viðtali fyrir leikinn í kvöld sagði Jóhann að undanfarin vika hafi verið erfið í Grindavík en Jón Axel Guðmundsson yfirgaf félagið rúmum tveimur vikum eftir að hann samdi við liðið. Eftir leik talaði Jóhann m.a. um ástarsorg í Grindavík en bætti við að núna væri kominn tími til að horfa fram á veginn. „Það gekk svo sem ekkert á. Þetta var búið að vera lengi í loftinu, hvort hann væri að koma eða hvort hann væri ekki að koma. Það verður svo eitthvað úr þessu en svo er hann bara aftur farinn.“ „Ekki að ég sé eitthvað að lasta Jóni Axel eða neitt slíkt, vonandi gengur honum bara ofboðslega vel í því sem hann er að gera. Þetta var samt svolítið högg í andlitið, við spiluðum við Ármann í bikar á mánudaginn og það var bara eins og menn voru í ástarsorg. Ég hefði getað staðið hér fyrir leik og talið upp fullt af afsökunum og verið eitthvað að væla en við vorum bara klárir í að koma hingað og setja upp alvöru frammistöðu og við gerðum það.“ Bragi Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur, steig heldur betur upp í fjarveru Jóns Axels en Bragi gerði 19 stig í leiknum. Framundan er landsleikjahlé sem Jóhann og Grindvíkingar ætla að nýta til að reyna að finna nýja og rétta leikmenn í liðið. „Það er ekkert leyndarmál að við erum að skoða okkar mál en ég ætla samt ekki að taka hvað sem er. Bragi var geggjaður í kvöld og sýndi að hann á heima á þessu sviði. Nökkvi og Hilmir áttu líka flottar mínútur. Við þurfum núna bara að sjá hvað gæti passað í liðið og hvað ekki,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með hann, bara mjög ánægður. Þetta er bara það sem við viljum standa fyrir. Frá tímabilinu 2016/17 þegar Lalli [Þorleifur Ólafsson] bróðir hættir þá hefur liðið verið samansafn af lokuðum pappakössum sem eru litir í sér og þora ekki að berja frá sér. Það hefur bara verið einkenni liðsins undanfarin ár og við ætlum okkur að breyta því,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leik. Markmið Grindavíkur fyrir leikinn var að sýna kraft og hugrekki sem þeir yrðu sáttir með í leikslok, alveg sama hver úrslit leiksins hefðu verið. „Við erum hættir að vera litlir í okkur. Við lofuðum sjálfum okkur frammistöðu og ætluðum að vera sáttir með okkur í klefa eftir leik sama hvernig færi. Þetta var geggjuð frammistaða og rúsínan í pylsuendanum eru tvo stig,“ sagði Jóhann áður en hann bætti við. „Mér fannst við gera mjög vel varnarlega á hálfum velli og það var það sem við lögðum upp með.“ Í viðtali fyrir leikinn í kvöld sagði Jóhann að undanfarin vika hafi verið erfið í Grindavík en Jón Axel Guðmundsson yfirgaf félagið rúmum tveimur vikum eftir að hann samdi við liðið. Eftir leik talaði Jóhann m.a. um ástarsorg í Grindavík en bætti við að núna væri kominn tími til að horfa fram á veginn. „Það gekk svo sem ekkert á. Þetta var búið að vera lengi í loftinu, hvort hann væri að koma eða hvort hann væri ekki að koma. Það verður svo eitthvað úr þessu en svo er hann bara aftur farinn.“ „Ekki að ég sé eitthvað að lasta Jóni Axel eða neitt slíkt, vonandi gengur honum bara ofboðslega vel í því sem hann er að gera. Þetta var samt svolítið högg í andlitið, við spiluðum við Ármann í bikar á mánudaginn og það var bara eins og menn voru í ástarsorg. Ég hefði getað staðið hér fyrir leik og talið upp fullt af afsökunum og verið eitthvað að væla en við vorum bara klárir í að koma hingað og setja upp alvöru frammistöðu og við gerðum það.“ Bragi Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur, steig heldur betur upp í fjarveru Jóns Axels en Bragi gerði 19 stig í leiknum. Framundan er landsleikjahlé sem Jóhann og Grindvíkingar ætla að nýta til að reyna að finna nýja og rétta leikmenn í liðið. „Það er ekkert leyndarmál að við erum að skoða okkar mál en ég ætla samt ekki að taka hvað sem er. Bragi var geggjaður í kvöld og sýndi að hann á heima á þessu sviði. Nökkvi og Hilmir áttu líka flottar mínútur. Við þurfum núna bara að sjá hvað gæti passað í liðið og hvað ekki,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira