Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2022 20:00 Sigrún Ásta Gunnarsdóttir, vinkona þeirra Yasameen og Zahra Hussein. Skjáskot Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. Það var baráttuandi og talsverð reiði í þeim nokkur hundruð manns sem voru saman komin á Austurvelli í dag. Mörgum var heitt í hamsi og púað var á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórn hennar. Þetta eru önnur mótmælin sem haldin eru eftir að fimmtán hælisleitendur voru fluttir til Grikklands í skjóli nætur á miðvikudag. „Þjóðin ætti að vera hér öll. Þetta er svívirða að það sé ekki búið að taka þannig á þessum málum þannig að þetta gerist aftur. Og þetta gerist iðulega. Við erum búin að fá okkur fullsödd af þessu. Bara, hættið þessu!“ sagði Þorsteinn Magnússon, mótmælandi, í samtali við fréttastofu á Austurvelli í dag. „Ég þekki persónulega fólk sem átti að vísa úr landi fyrir tíu árum, og lengra, og eru frábærir þegnar í dag. Af hverju má ekki gefa þessu fólki séns?“ spurði annar mótmælandi, Ágústa Harðardóttir. Eina í stöðunni að sækja manninn Mál írösku systkinanna Hussein, Yasameen og Zöhru Hussein, og fjölskyldu þeirra var í forgrunni. Anna Lára Steindal, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, efast um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið virtur í máli Husseins. „Og við bara skiljum þetta ekki. Í okkar huga er það eina sem hægt er að gera að sækja manninn. Svo það sé hægt að veita honum réttláta meðferð fyrir dómstólum,“ segir Anna Lára. Sigrún Ásta Gunnarsdóttir vinkona systranna var á meðal þeirra sem hélt tilfinningaþrungna ræðu á mótmælunum í dag. Hún lýsir algjöru áfalli á fimmtudagsmorgun þegar hún frétti af brottvísuninni. „Ég fór bara í algjört „panic“, öskrandi. Og brunaði upp í skóla. Mjög þakklát að hafa ekki lent í bílslysi,“ segir Sigrún, sem hefur verið í stopulu sambandi við vinkonur sínar í Grikklandi nú yfir helgina. „Það er bara allt ömurlegt, þær eru bara meiddar eftir handjárnin. Þær bara geta ekki lifað svona lífi.“ Ertu vongóð um að geta eitthvað hjálpað þeim? „Ég hef trú. Ég get ekki lifað án trúr,“ segir Sigrún. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla. 6. nóvember 2022 08:14 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Það var baráttuandi og talsverð reiði í þeim nokkur hundruð manns sem voru saman komin á Austurvelli í dag. Mörgum var heitt í hamsi og púað var á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórn hennar. Þetta eru önnur mótmælin sem haldin eru eftir að fimmtán hælisleitendur voru fluttir til Grikklands í skjóli nætur á miðvikudag. „Þjóðin ætti að vera hér öll. Þetta er svívirða að það sé ekki búið að taka þannig á þessum málum þannig að þetta gerist aftur. Og þetta gerist iðulega. Við erum búin að fá okkur fullsödd af þessu. Bara, hættið þessu!“ sagði Þorsteinn Magnússon, mótmælandi, í samtali við fréttastofu á Austurvelli í dag. „Ég þekki persónulega fólk sem átti að vísa úr landi fyrir tíu árum, og lengra, og eru frábærir þegnar í dag. Af hverju má ekki gefa þessu fólki séns?“ spurði annar mótmælandi, Ágústa Harðardóttir. Eina í stöðunni að sækja manninn Mál írösku systkinanna Hussein, Yasameen og Zöhru Hussein, og fjölskyldu þeirra var í forgrunni. Anna Lára Steindal, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, efast um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið virtur í máli Husseins. „Og við bara skiljum þetta ekki. Í okkar huga er það eina sem hægt er að gera að sækja manninn. Svo það sé hægt að veita honum réttláta meðferð fyrir dómstólum,“ segir Anna Lára. Sigrún Ásta Gunnarsdóttir vinkona systranna var á meðal þeirra sem hélt tilfinningaþrungna ræðu á mótmælunum í dag. Hún lýsir algjöru áfalli á fimmtudagsmorgun þegar hún frétti af brottvísuninni. „Ég fór bara í algjört „panic“, öskrandi. Og brunaði upp í skóla. Mjög þakklát að hafa ekki lent í bílslysi,“ segir Sigrún, sem hefur verið í stopulu sambandi við vinkonur sínar í Grikklandi nú yfir helgina. „Það er bara allt ömurlegt, þær eru bara meiddar eftir handjárnin. Þær bara geta ekki lifað svona lífi.“ Ertu vongóð um að geta eitthvað hjálpað þeim? „Ég hef trú. Ég get ekki lifað án trúr,“ segir Sigrún.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla. 6. nóvember 2022 08:14 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20
Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla. 6. nóvember 2022 08:14
Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu