Ísland gæti unnið sig inn á HM á næstu dögum Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 14:30 Kristófer Acox og félagar í íslenska landsliðinu hafa unnið sigra gegn Úkraínu og Ítalíu á heimavelli, í æsispennandi, framlengdum leikjum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á því að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn frá upphafi. Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, er Ísland í hópi þeirra 12 Evrópuþjóða sem líklegastar eru til að komast á HM. Ísland á fyrir höndum gríðarlega mikilvæga leiki við Georgíu og Úkraínu, á næstu sex dögum, sem ráða miklu um möguleikana á HM-sæti. Leikurinn við Georgíu á föstudaginn er í Laugardalshöll en liðið mætir svo Úkraínu í Riga í Lettlandi á mánudaginn. Með sigri í báðum leikjum eru góðar líkur á að Ísland tryggi sig inn á HM, en liðið á svo einnig eftir heimaleik við Spán og útileik gegn Georgíu í febrúar. Ísland er sem stendur í 3. sæti síns riðils og komast þrjú efstu liðin á HM. Liðið hefur unnið frækna heimasigra gegn Ítalíu og Úkraínu í afar spennandi leikjum, og tvo sigra gegn Hollandi, en tapað á útivelli gegn Spáni og Ítalíu. Staðan í riðli Íslands eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA er Ísland í 12. sæti af liðunum í undankeppninni í Evrópu, og þar með síðasta liðið inn á HM. Um Ísland segir á vef sambandsins: „Draumur Íslands um að komast í fyrsta sinn á HM gæti ræst í þessum leikjaglugga en liðið á fyrir höndum rosalegt uppgjör við Georgíu í Reykjavík, þar sem sigur gæfi liðinu tveggja sigra forskot á Austur-Evrópubúana. Ísland lýkur glugganum með útileik við Úkraínu.“ Finnland er eina Evrópuliðið sem þegar hefur tryggt sig inn á HM, sem fram fer í Japan, Filippseyjum og Indónesíu frá 25. ágúst til 10. september á næsta ári. Ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Spánar, sem eru á toppi riðils Íslands, eru skiljanlega efstir í styrkleikaröðun FIBA og Ítalía, sem er í 2. sæti riðils Íslands, er í 7. sæti. Georgía er sagt í harðri baráttu við Ísland um að komast á HM en allt þarf að ganga upp hjá Úkraínu til að liðið nái 3. sæti og komist á HM. Draumurinn er úti hjá Hollendingum sem eru neðstir, án sigurs. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Ísland á fyrir höndum gríðarlega mikilvæga leiki við Georgíu og Úkraínu, á næstu sex dögum, sem ráða miklu um möguleikana á HM-sæti. Leikurinn við Georgíu á föstudaginn er í Laugardalshöll en liðið mætir svo Úkraínu í Riga í Lettlandi á mánudaginn. Með sigri í báðum leikjum eru góðar líkur á að Ísland tryggi sig inn á HM, en liðið á svo einnig eftir heimaleik við Spán og útileik gegn Georgíu í febrúar. Ísland er sem stendur í 3. sæti síns riðils og komast þrjú efstu liðin á HM. Liðið hefur unnið frækna heimasigra gegn Ítalíu og Úkraínu í afar spennandi leikjum, og tvo sigra gegn Hollandi, en tapað á útivelli gegn Spáni og Ítalíu. Staðan í riðli Íslands eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA er Ísland í 12. sæti af liðunum í undankeppninni í Evrópu, og þar með síðasta liðið inn á HM. Um Ísland segir á vef sambandsins: „Draumur Íslands um að komast í fyrsta sinn á HM gæti ræst í þessum leikjaglugga en liðið á fyrir höndum rosalegt uppgjör við Georgíu í Reykjavík, þar sem sigur gæfi liðinu tveggja sigra forskot á Austur-Evrópubúana. Ísland lýkur glugganum með útileik við Úkraínu.“ Finnland er eina Evrópuliðið sem þegar hefur tryggt sig inn á HM, sem fram fer í Japan, Filippseyjum og Indónesíu frá 25. ágúst til 10. september á næsta ári. Ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Spánar, sem eru á toppi riðils Íslands, eru skiljanlega efstir í styrkleikaröðun FIBA og Ítalía, sem er í 2. sæti riðils Íslands, er í 7. sæti. Georgía er sagt í harðri baráttu við Ísland um að komast á HM en allt þarf að ganga upp hjá Úkraínu til að liðið nái 3. sæti og komist á HM. Draumurinn er úti hjá Hollendingum sem eru neðstir, án sigurs. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira