Ísland gæti unnið sig inn á HM á næstu dögum Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 14:30 Kristófer Acox og félagar í íslenska landsliðinu hafa unnið sigra gegn Úkraínu og Ítalíu á heimavelli, í æsispennandi, framlengdum leikjum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á því að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn frá upphafi. Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, er Ísland í hópi þeirra 12 Evrópuþjóða sem líklegastar eru til að komast á HM. Ísland á fyrir höndum gríðarlega mikilvæga leiki við Georgíu og Úkraínu, á næstu sex dögum, sem ráða miklu um möguleikana á HM-sæti. Leikurinn við Georgíu á föstudaginn er í Laugardalshöll en liðið mætir svo Úkraínu í Riga í Lettlandi á mánudaginn. Með sigri í báðum leikjum eru góðar líkur á að Ísland tryggi sig inn á HM, en liðið á svo einnig eftir heimaleik við Spán og útileik gegn Georgíu í febrúar. Ísland er sem stendur í 3. sæti síns riðils og komast þrjú efstu liðin á HM. Liðið hefur unnið frækna heimasigra gegn Ítalíu og Úkraínu í afar spennandi leikjum, og tvo sigra gegn Hollandi, en tapað á útivelli gegn Spáni og Ítalíu. Staðan í riðli Íslands eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA er Ísland í 12. sæti af liðunum í undankeppninni í Evrópu, og þar með síðasta liðið inn á HM. Um Ísland segir á vef sambandsins: „Draumur Íslands um að komast í fyrsta sinn á HM gæti ræst í þessum leikjaglugga en liðið á fyrir höndum rosalegt uppgjör við Georgíu í Reykjavík, þar sem sigur gæfi liðinu tveggja sigra forskot á Austur-Evrópubúana. Ísland lýkur glugganum með útileik við Úkraínu.“ Finnland er eina Evrópuliðið sem þegar hefur tryggt sig inn á HM, sem fram fer í Japan, Filippseyjum og Indónesíu frá 25. ágúst til 10. september á næsta ári. Ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Spánar, sem eru á toppi riðils Íslands, eru skiljanlega efstir í styrkleikaröðun FIBA og Ítalía, sem er í 2. sæti riðils Íslands, er í 7. sæti. Georgía er sagt í harðri baráttu við Ísland um að komast á HM en allt þarf að ganga upp hjá Úkraínu til að liðið nái 3. sæti og komist á HM. Draumurinn er úti hjá Hollendingum sem eru neðstir, án sigurs. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Ísland á fyrir höndum gríðarlega mikilvæga leiki við Georgíu og Úkraínu, á næstu sex dögum, sem ráða miklu um möguleikana á HM-sæti. Leikurinn við Georgíu á föstudaginn er í Laugardalshöll en liðið mætir svo Úkraínu í Riga í Lettlandi á mánudaginn. Með sigri í báðum leikjum eru góðar líkur á að Ísland tryggi sig inn á HM, en liðið á svo einnig eftir heimaleik við Spán og útileik gegn Georgíu í febrúar. Ísland er sem stendur í 3. sæti síns riðils og komast þrjú efstu liðin á HM. Liðið hefur unnið frækna heimasigra gegn Ítalíu og Úkraínu í afar spennandi leikjum, og tvo sigra gegn Hollandi, en tapað á útivelli gegn Spáni og Ítalíu. Staðan í riðli Íslands eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA er Ísland í 12. sæti af liðunum í undankeppninni í Evrópu, og þar með síðasta liðið inn á HM. Um Ísland segir á vef sambandsins: „Draumur Íslands um að komast í fyrsta sinn á HM gæti ræst í þessum leikjaglugga en liðið á fyrir höndum rosalegt uppgjör við Georgíu í Reykjavík, þar sem sigur gæfi liðinu tveggja sigra forskot á Austur-Evrópubúana. Ísland lýkur glugganum með útileik við Úkraínu.“ Finnland er eina Evrópuliðið sem þegar hefur tryggt sig inn á HM, sem fram fer í Japan, Filippseyjum og Indónesíu frá 25. ágúst til 10. september á næsta ári. Ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Spánar, sem eru á toppi riðils Íslands, eru skiljanlega efstir í styrkleikaröðun FIBA og Ítalía, sem er í 2. sæti riðils Íslands, er í 7. sæti. Georgía er sagt í harðri baráttu við Ísland um að komast á HM en allt þarf að ganga upp hjá Úkraínu til að liðið nái 3. sæti og komist á HM. Draumurinn er úti hjá Hollendingum sem eru neðstir, án sigurs. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira