Næst á dagskrá: Ævintýri Epli 8. nóvember 2022 14:11 Apple Watch Ultra er ævintýralegt snjallúr hannað með jaðaríþróttir í huga, byggt á nýrri hönnun og ótrúlegum eiginleikum. Apple Watch Ultra er nýtt úr frá Apple með nýrri framúrstefnulegri hönnun og ótrúlegum eiginleikum sem eru byggðir fyrir þrekvirki, landkönnun og ævintýri. Úrkassinn er byggður með málminum títaníum, glerið úr höggheldum safír og er kassinn 49mm hár sem gerir það stærsta úrið með mesta skjáplássið í vörulínu Apple. Á úrinu er nýr Action-takki sem er hægt að sníða að sínum þörfum og kemur þér fyrr á réttan stað. Apple Watch Ultra er með lengstu rafhlöðuendingu allra Apple úra, og endist í allt að 36 klukkutíma við venjulega notkun. Úrið er einnig með nýja orkusparnaðarstillingu sem nær að teygja rafhlöðuna í allt að 60 klukkutíma. Ný skífa, Wayfinder, hefur verið sérstaklega hönnuð til að nýta sér aukið skjápláss og býður upp á innbyggðan áttavita og pláss fyrir allt að átta upplýsingasvæði (e. complications). Þrjár nýjar ólar með ákveðin ævintýri í huga eru í boði: Trail Loop fyrir langhlaupara, Alpine Loop fyrir fjallafólk og Ocean Band fyrir kafara. Innblásið af landkönnuðum og íþróttafólki um víða veröld Hönnuðir Apple sækja innblástur til landkönnuða og íþróttafólks um allan heim til að búa til nýja vörulínu Apple úra sem þola krefjandi umhverfi. „Apple Watch Ultra er harðgerðasta og öflugasta úr Apple til þessa‟ segir Jeff Williams rekstrarstjóri Apple. „Apple Watch Ultra er sveigjanlegt tól sem gefur fólki vald til þess að auka getu sína við ævintýramennsku, þrekþrautir og landkönnun.‟ Apple Watch Ultra úrkassinn er úr hágæða títaníum og glerið úr flötum safír-kristal sem verndar nýja skjáinn sem er tvöfalt bjartari en fyrri skjáir (2000-nits). Stærra, bjartara og harðgerðara Úrið er byggt úr hágæða títaníum-málmi sem stenst kröfur flugiðnaðarins, sem skilar úrinu fínu jafnvægi fyrir þyngd, endingu og vörn gegn tæringu. Úrkassinn stendur aðeins upp fyrir safír-glerið til að veita skjánum aukna rispu- og höggvörn. Skjárinn er tvöfalt bjartari en fyrri skjáir úra Apple og getur mest birt 2000-nits. Nýi Action-takkinn er í alþjóðlegum appelsínugulum lit sem stendur skarpur á móti lit úrsins og er hægt að velja sér aðgerð fyrir takkann sem kemur þér fyrr inn í Workouts appið, getur búið til punkt fyrir áttavitann, rekið þig til baka á slóða og margt annað. Miklu betra hljóð Það eru þrír innbyggðir hljóðnemar á úrinu sem bæta talsvert talgæði í samtölum við alls konar aðstæður. Úrið nýtir sér hugbúnað til að staðsetja og aðlaga hljóð svo hægt sé að grípa rödd úr hávaða og takmarkar þá í leiðinni bakgrunnshljóð sem skilar skýru hljóði til hlustanda. Í mjög miklu roki getur úrið nýtt sér nýjan hugbúnað byggðan á vélanámi til að takmarka hávaða og skila tæru hljóði fyrir samtöl. Ný stafræn krúna er stærri og grófari svo hægt sé að nota hana með hönskum. Þolir frost og hita Apple Watch Ultra þolir allt að -20° frost og 55°C hita. Það hefur verið vottað fyrir MIL-STD-810H, sem er þekkt vottorð hjá framleiðendum harðgerðs búnaðar og hergagnaframleiðenda. Úrið getur kafað niður á 40 metra dýpi og sýnt þér dýptarmælingar. Í samstarfi við Huish Outdoors, mun úrið geta tengst köfunarbúnaði. Apple Watch Ultra getur farið niður á 40 metra dýpi. Þrekíþróttir og afreksíþróttafólk Apple Watch Ultra er frábært tól fyrir afreksíþróttafólk sem ætlar sér að ná nýjum hæðum. Nú í fyrsta sinn styður Apple Watch tvírása GPS, bæði L1 og L5, sem eykur nákvæmni til muna. Úrið nýtir sér einnig hugbúnað til að staðsetja sig betur. Þannig færðu mun betri staðsetningu en áður, sem gefur þér betri innsýn í vegalengdir, hröðun, og leiðsögn fyrir keppnisbrautir. Ný skífa Apple Watch Ultra, Wayfinder, getur sýnt lifandi áttavita og allt að 8 upplýsingasvæði. Apple Watch Ultra styður nýjasta stýrikerfið Apple fyrir snjallúr: WatchOS 9 sem kom út nú í haust. Nýjasta nýtt þar er eiginleikar til að greina hlaup betur með því að skoða lengd stigs, tíma snertingar við jörð, lóðrétta sveiflu og hlaupakraft. Workout appið fær stóra uppfærslu og býður upp á ný viðmót sem sýna hlaupakafla, splitt og hækkun.sjálfkrafa. Rafhlöðuending Apple Watch Ultra dugar nú flestu fólki heilt maraþon, 3,86 km. sund og 180 km. hjólaferð í einni atrennu. Hægt er að stilla Action-takkann þannig hann hefji ykkar eigin hreyfingu, eða færi fólk yfir á næsta stig fjölþrautar. Apple Watch Ultra er útbúið háværri 86 dB sírenu fyrir neyðartilvik. Apple Watch Ultra byggir á því sem kom á undan og styður allt það sem Apple Watch Series 8 býður upp á: púls, hjartalínurit, súrefnismettun, hreyfingarmælingar, hugleiðsluapp, dettiskynjun, árekstrarskynjun sem gæti bjargað lífi fólks, nýja hitamælinn sem spáir egglosi og margt fleira til að styðja við góða heilsu. Apple Watch Ultra fæst með innbyggðu farsímasambandi og ól eftir vali hjá Epli. Þrjár nýjar ólar fyrir langhlaupara, fjallafólk og vatnssport. Tækni Apple Heilsa Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Apple Watch Ultra er nýtt úr frá Apple með nýrri framúrstefnulegri hönnun og ótrúlegum eiginleikum sem eru byggðir fyrir þrekvirki, landkönnun og ævintýri. Úrkassinn er byggður með málminum títaníum, glerið úr höggheldum safír og er kassinn 49mm hár sem gerir það stærsta úrið með mesta skjáplássið í vörulínu Apple. Á úrinu er nýr Action-takki sem er hægt að sníða að sínum þörfum og kemur þér fyrr á réttan stað. Apple Watch Ultra er með lengstu rafhlöðuendingu allra Apple úra, og endist í allt að 36 klukkutíma við venjulega notkun. Úrið er einnig með nýja orkusparnaðarstillingu sem nær að teygja rafhlöðuna í allt að 60 klukkutíma. Ný skífa, Wayfinder, hefur verið sérstaklega hönnuð til að nýta sér aukið skjápláss og býður upp á innbyggðan áttavita og pláss fyrir allt að átta upplýsingasvæði (e. complications). Þrjár nýjar ólar með ákveðin ævintýri í huga eru í boði: Trail Loop fyrir langhlaupara, Alpine Loop fyrir fjallafólk og Ocean Band fyrir kafara. Innblásið af landkönnuðum og íþróttafólki um víða veröld Hönnuðir Apple sækja innblástur til landkönnuða og íþróttafólks um allan heim til að búa til nýja vörulínu Apple úra sem þola krefjandi umhverfi. „Apple Watch Ultra er harðgerðasta og öflugasta úr Apple til þessa‟ segir Jeff Williams rekstrarstjóri Apple. „Apple Watch Ultra er sveigjanlegt tól sem gefur fólki vald til þess að auka getu sína við ævintýramennsku, þrekþrautir og landkönnun.‟ Apple Watch Ultra úrkassinn er úr hágæða títaníum og glerið úr flötum safír-kristal sem verndar nýja skjáinn sem er tvöfalt bjartari en fyrri skjáir (2000-nits). Stærra, bjartara og harðgerðara Úrið er byggt úr hágæða títaníum-málmi sem stenst kröfur flugiðnaðarins, sem skilar úrinu fínu jafnvægi fyrir þyngd, endingu og vörn gegn tæringu. Úrkassinn stendur aðeins upp fyrir safír-glerið til að veita skjánum aukna rispu- og höggvörn. Skjárinn er tvöfalt bjartari en fyrri skjáir úra Apple og getur mest birt 2000-nits. Nýi Action-takkinn er í alþjóðlegum appelsínugulum lit sem stendur skarpur á móti lit úrsins og er hægt að velja sér aðgerð fyrir takkann sem kemur þér fyrr inn í Workouts appið, getur búið til punkt fyrir áttavitann, rekið þig til baka á slóða og margt annað. Miklu betra hljóð Það eru þrír innbyggðir hljóðnemar á úrinu sem bæta talsvert talgæði í samtölum við alls konar aðstæður. Úrið nýtir sér hugbúnað til að staðsetja og aðlaga hljóð svo hægt sé að grípa rödd úr hávaða og takmarkar þá í leiðinni bakgrunnshljóð sem skilar skýru hljóði til hlustanda. Í mjög miklu roki getur úrið nýtt sér nýjan hugbúnað byggðan á vélanámi til að takmarka hávaða og skila tæru hljóði fyrir samtöl. Ný stafræn krúna er stærri og grófari svo hægt sé að nota hana með hönskum. Þolir frost og hita Apple Watch Ultra þolir allt að -20° frost og 55°C hita. Það hefur verið vottað fyrir MIL-STD-810H, sem er þekkt vottorð hjá framleiðendum harðgerðs búnaðar og hergagnaframleiðenda. Úrið getur kafað niður á 40 metra dýpi og sýnt þér dýptarmælingar. Í samstarfi við Huish Outdoors, mun úrið geta tengst köfunarbúnaði. Apple Watch Ultra getur farið niður á 40 metra dýpi. Þrekíþróttir og afreksíþróttafólk Apple Watch Ultra er frábært tól fyrir afreksíþróttafólk sem ætlar sér að ná nýjum hæðum. Nú í fyrsta sinn styður Apple Watch tvírása GPS, bæði L1 og L5, sem eykur nákvæmni til muna. Úrið nýtir sér einnig hugbúnað til að staðsetja sig betur. Þannig færðu mun betri staðsetningu en áður, sem gefur þér betri innsýn í vegalengdir, hröðun, og leiðsögn fyrir keppnisbrautir. Ný skífa Apple Watch Ultra, Wayfinder, getur sýnt lifandi áttavita og allt að 8 upplýsingasvæði. Apple Watch Ultra styður nýjasta stýrikerfið Apple fyrir snjallúr: WatchOS 9 sem kom út nú í haust. Nýjasta nýtt þar er eiginleikar til að greina hlaup betur með því að skoða lengd stigs, tíma snertingar við jörð, lóðrétta sveiflu og hlaupakraft. Workout appið fær stóra uppfærslu og býður upp á ný viðmót sem sýna hlaupakafla, splitt og hækkun.sjálfkrafa. Rafhlöðuending Apple Watch Ultra dugar nú flestu fólki heilt maraþon, 3,86 km. sund og 180 km. hjólaferð í einni atrennu. Hægt er að stilla Action-takkann þannig hann hefji ykkar eigin hreyfingu, eða færi fólk yfir á næsta stig fjölþrautar. Apple Watch Ultra er útbúið háværri 86 dB sírenu fyrir neyðartilvik. Apple Watch Ultra byggir á því sem kom á undan og styður allt það sem Apple Watch Series 8 býður upp á: púls, hjartalínurit, súrefnismettun, hreyfingarmælingar, hugleiðsluapp, dettiskynjun, árekstrarskynjun sem gæti bjargað lífi fólks, nýja hitamælinn sem spáir egglosi og margt fleira til að styðja við góða heilsu. Apple Watch Ultra fæst með innbyggðu farsímasambandi og ól eftir vali hjá Epli. Þrjár nýjar ólar fyrir langhlaupara, fjallafólk og vatnssport.
Tækni Apple Heilsa Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira