Misstu af flugi til Íslands og fyrirliðinn mætir rétt fyrir leik Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 16:02 Georgíski hópurinn fór frá Tbilisi í gær en komst þá ekki lengra en til Þýskalands og þurfti að bíða eftir vél sem fór til Íslands í dag. mynd/gbf.ge Ekki hefur gengið þrautalaust hjá georgíska landsliðinu í körfubolta að komast til Reykjavíkur, til að spila leikinn mikilvæga við Ísland í undankeppni HM karla á föstudaginn. Ísland og Georgía eiga í harðri baráttu um að komast í lokakeppni HM, í fyrsta sinn, en liðin sitja í 3. og 4. sæti L-riðils eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM. Stór hluti georgíska landsliðshópsins átti að ferðast frá Tbilisi til Íslands í gær en vegna vandamáls sem kom upp í flugvél Lufthansa, á leið hennar frá München að sækja mannskapinn til Tbilisi, gekk það ekki upp. Hópurinn komst reyndar á endanum til München í gær en varði nóttinni í Þýskalandi þar sem að ekki tókst að ná fluginu áfram til Keflavíkur. Í staðinn flaug hópurinn frá Frankfurt til Keflavíkur í dag og lenti þar fyrir skömmu. Í Reykjavík hittir hópurinn gríska þjálfarann Ilias Zuros sem og nokkra lykilleikmenn sem flugu beint frá því landi sem þeir spiluðu í. Það eru Giorgi Shermadini, Thad McFadden, Alexandre Pevadze og Giorgi Korsantia. Fyrirliðinn Tornike Shengelia, sem leikur með Virtus Bologna á Ítalíu, kemur seinna en aðrir til Íslands, eða rétt um sólarhring fyrir leikinn, því hann þarf fyrst að spila leik við Olimpia Milano í Euroleague annað kvöld. Tornike Shengelia spilar með liði sínu Virtus Bologna á morgun og kemur ekki til Íslands fyrr en á fimmtudag, daginn fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni HM.Getty/Roberto Finizio Í georgíska hópnum sem flaug frá Tbilisi eru eftirtaldir leikmenn: Giorgi Tsintsadze, Rati Andronikashvili, Givi Bakradze, Duda Sanadze, Kakhaber Jintcharadze, Merab Bokolishvili, Mikheil Berishvili, Ilia Londaridze og Beka Bekauri. NBA-leikmennirnir Goga Bitadze og Sandro Mamukelashvili eru ekki með liðinu. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Ísland og Georgía eiga í harðri baráttu um að komast í lokakeppni HM, í fyrsta sinn, en liðin sitja í 3. og 4. sæti L-riðils eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM. Stór hluti georgíska landsliðshópsins átti að ferðast frá Tbilisi til Íslands í gær en vegna vandamáls sem kom upp í flugvél Lufthansa, á leið hennar frá München að sækja mannskapinn til Tbilisi, gekk það ekki upp. Hópurinn komst reyndar á endanum til München í gær en varði nóttinni í Þýskalandi þar sem að ekki tókst að ná fluginu áfram til Keflavíkur. Í staðinn flaug hópurinn frá Frankfurt til Keflavíkur í dag og lenti þar fyrir skömmu. Í Reykjavík hittir hópurinn gríska þjálfarann Ilias Zuros sem og nokkra lykilleikmenn sem flugu beint frá því landi sem þeir spiluðu í. Það eru Giorgi Shermadini, Thad McFadden, Alexandre Pevadze og Giorgi Korsantia. Fyrirliðinn Tornike Shengelia, sem leikur með Virtus Bologna á Ítalíu, kemur seinna en aðrir til Íslands, eða rétt um sólarhring fyrir leikinn, því hann þarf fyrst að spila leik við Olimpia Milano í Euroleague annað kvöld. Tornike Shengelia spilar með liði sínu Virtus Bologna á morgun og kemur ekki til Íslands fyrr en á fimmtudag, daginn fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni HM.Getty/Roberto Finizio Í georgíska hópnum sem flaug frá Tbilisi eru eftirtaldir leikmenn: Giorgi Tsintsadze, Rati Andronikashvili, Givi Bakradze, Duda Sanadze, Kakhaber Jintcharadze, Merab Bokolishvili, Mikheil Berishvili, Ilia Londaridze og Beka Bekauri. NBA-leikmennirnir Goga Bitadze og Sandro Mamukelashvili eru ekki með liðinu. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira