Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2022 18:18 Frá aðgerðum lögreglu er flóttafólk var flutt frá gistiheimili í Hafnarfirði og á Keflavíkurflugvöll þar sem leigufluvél beið þeirra. Öryggisgæsla Isavia hindraði í framhaldinu að fjölmiðlafólk gæti myndað brottflutninginn þar. Sema Erla Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. Þetta kemur fram í stuttri en sameiginlegri yfirlýsingu embættis Ríkislögreglustjóra og Isavia. Þar segir að fulltrúar embættisins og Isavia hafi fundað í dag til að fara yfir framkvæmd umræddra aðgerða í síðustu viku. Fimmtán hælisleitendur voru sendir með flugvél til Grikklands þann 3. nóvember, þar á meðal fatlaður hælisleitandi frá Írak. Á Keflavíkurflugvelli var flóðljósum beitt gegn blaðamönnum til að hindra fréttaflutning af málinu. Isavia hefur áður gefið út yfirlýsingu þar sem það harmaði atvikið en vísaði í að starfsfólk fyrirtækisins hafi verið að fylgja fyrirmælum lögreglu. Í yfirlýsingunni nú er ítrekað að lögregla hafi stjórn á framkvæmd slíkra aðgerða. Mikilvægt sé að gott og skýrt samstarf sé á milli lögreglu og starfsfólks á flugvellinum. „Það var aldrei ætlun aðila að hefta störf fjölmiðla með nokkrum hætti. Við yfirferð á framkvæmd aðgerðarinnar kom hins vegar í ljós að tilmæli voru ekki nægilega skýr og harma báðir aðilar að svo hafi verið. Ákveðið var á fundi fulltrúa embættis Ríkislögreglustjóra og Isavia í dag að taka ferli og verklag í aðgerðum af þessu tagi til gagngerrar endurskoðunar til að fyrirbyggja óskýrleika á vettvangi. Sú vinna mun hefjast nú þegar,“ segir í yfirlýsingunni. Blaðamannafélag Íslands gagnrýndi háttsemi starfsmanna Isavia harðlega í síðustu viku og krafði ríkislögreglustjóra og Isavia um svör vegna málsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, og fulltrúi hennar mun funda með félagsmönnum Blaðamannafélags Íslands á morgun vegna málsins. Lögreglan Flóttafólk á Íslandi Fjölmiðlar Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þetta kemur fram í stuttri en sameiginlegri yfirlýsingu embættis Ríkislögreglustjóra og Isavia. Þar segir að fulltrúar embættisins og Isavia hafi fundað í dag til að fara yfir framkvæmd umræddra aðgerða í síðustu viku. Fimmtán hælisleitendur voru sendir með flugvél til Grikklands þann 3. nóvember, þar á meðal fatlaður hælisleitandi frá Írak. Á Keflavíkurflugvelli var flóðljósum beitt gegn blaðamönnum til að hindra fréttaflutning af málinu. Isavia hefur áður gefið út yfirlýsingu þar sem það harmaði atvikið en vísaði í að starfsfólk fyrirtækisins hafi verið að fylgja fyrirmælum lögreglu. Í yfirlýsingunni nú er ítrekað að lögregla hafi stjórn á framkvæmd slíkra aðgerða. Mikilvægt sé að gott og skýrt samstarf sé á milli lögreglu og starfsfólks á flugvellinum. „Það var aldrei ætlun aðila að hefta störf fjölmiðla með nokkrum hætti. Við yfirferð á framkvæmd aðgerðarinnar kom hins vegar í ljós að tilmæli voru ekki nægilega skýr og harma báðir aðilar að svo hafi verið. Ákveðið var á fundi fulltrúa embættis Ríkislögreglustjóra og Isavia í dag að taka ferli og verklag í aðgerðum af þessu tagi til gagngerrar endurskoðunar til að fyrirbyggja óskýrleika á vettvangi. Sú vinna mun hefjast nú þegar,“ segir í yfirlýsingunni. Blaðamannafélag Íslands gagnrýndi háttsemi starfsmanna Isavia harðlega í síðustu viku og krafði ríkislögreglustjóra og Isavia um svör vegna málsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, og fulltrúi hennar mun funda með félagsmönnum Blaðamannafélags Íslands á morgun vegna málsins.
Lögreglan Flóttafólk á Íslandi Fjölmiðlar Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira