„Stelpurnar létu áhlaup Vals ekki buga sig sem var snilld“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. nóvember 2022 22:30 Bjarni Magnússon á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Haukar unnu þrettán stiga útisigur á Val 76-89 í Subway deild-kvenna. Þetta var sjötti sigur Hauka í röð og var Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, ánægður með sigurinn. „Ég var stoltur af liðinu. Ég var ánægður með hvernig við komum inn í leikinn og það var ákefð í okkur næstum því allan tímann og heildarbragurinn í leiknum var góður,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið í leiknum og um miðjan fyrri hálfleik komust Haukar tuttugu stigum yfir. „Ég var ánægður með hvernig við tókum frumkvæðið í leiknum það var það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að koma sterkar til leiks vegna þess að ég bjóst við að Valskonur myndu mæta grimmar til leiks þar sem þær töpuðu illa fyrir okkur í fyrstu umferðinni og við máttum ekki láta þær gefa okkur fyrsta höggið.“ Eftir að Haukar komust tuttugu stigum yfir kom áhlaup frá Val sem minnkaði forskot Hauka niður í sjö stig. „Um miðjan fyrri hálfleik vorum við að gera vel varnarlega og sóknarlega. Við hreyfðum boltann vel, vorum að hlaupa á þær og fengum góð skot ásamt því náðum við góðum stoppum varnarlega. “ „Síðan í framhaldinu kom þessi eini kafli sem var mjög sérstakur. Við vorum nítján stigum yfir þá kom áhlaup frá Val sem varð til þess að ég tók leikhlé. Eftir að ég tók leikhlé fórum við að spila eins og við værum nítján stigum undir en við fórum yfir það í hálfleik og mér fannst við svara þessu áhlaupi Vals strax í upphafi síðari hálfleiks.“ Bjarni var ánægður með seinni hálfleik Hauka. Stöllur Bjarna létu meðbyr Vals ekkert á sig fá heldur settu tóninn strax í upphafi þriðja leikhluta. „Ég var ánægður með hvernig stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik hvaða gír við þurftum að fara aftur í til að ná góðu áhlaupi þar sem þetta er körfubolti og það var snilld hvernig mitt lið lét áhlaup Vals ekki á sig fá,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Sjá meira
„Ég var stoltur af liðinu. Ég var ánægður með hvernig við komum inn í leikinn og það var ákefð í okkur næstum því allan tímann og heildarbragurinn í leiknum var góður,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið í leiknum og um miðjan fyrri hálfleik komust Haukar tuttugu stigum yfir. „Ég var ánægður með hvernig við tókum frumkvæðið í leiknum það var það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að koma sterkar til leiks vegna þess að ég bjóst við að Valskonur myndu mæta grimmar til leiks þar sem þær töpuðu illa fyrir okkur í fyrstu umferðinni og við máttum ekki láta þær gefa okkur fyrsta höggið.“ Eftir að Haukar komust tuttugu stigum yfir kom áhlaup frá Val sem minnkaði forskot Hauka niður í sjö stig. „Um miðjan fyrri hálfleik vorum við að gera vel varnarlega og sóknarlega. Við hreyfðum boltann vel, vorum að hlaupa á þær og fengum góð skot ásamt því náðum við góðum stoppum varnarlega. “ „Síðan í framhaldinu kom þessi eini kafli sem var mjög sérstakur. Við vorum nítján stigum yfir þá kom áhlaup frá Val sem varð til þess að ég tók leikhlé. Eftir að ég tók leikhlé fórum við að spila eins og við værum nítján stigum undir en við fórum yfir það í hálfleik og mér fannst við svara þessu áhlaupi Vals strax í upphafi síðari hálfleiks.“ Bjarni var ánægður með seinni hálfleik Hauka. Stöllur Bjarna létu meðbyr Vals ekkert á sig fá heldur settu tóninn strax í upphafi þriðja leikhluta. „Ég var ánægður með hvernig stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik hvaða gír við þurftum að fara aftur í til að ná góðu áhlaupi þar sem þetta er körfubolti og það var snilld hvernig mitt lið lét áhlaup Vals ekki á sig fá,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn