„Hún er ekki komin inn í þetta ennþá og er heillum horfin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2022 07:00 Isabella Ósk í grænni treyju Breiðabliks en hún spilar nú í grænni treyju Njarðvíkur. Vísir/Diego „Við getum ekkert dæmt, hún er búin að vera rúmlega viku hjá liðinu. Hún á eftir að venjast liðinu og liðið á eftir að venjast henni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds um Isabellu Ósk Sigurðardóttur í leik Njarðvíkur og Grindavíkur í síðustu umferð Subway deild kvenna. Isabella Ósk kom öllum á óvart þegar hún samdi við Íslandsmeistara Njarðvíkur á dögunum. Meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar í Subway deild kvenna það sem af er leiktíð og höfðu tapað þremur leikjum í röð áður en liðið marði Grindavík. Það var annar leikur Isabellu og sérfræðingar Körfuboltakvölds kvenna voru ekki alveg sammála að það væri rétt að gefa henni byrjunarliðssæti eftir að hafa varla æft með liðinu. „Rúnar Ingi [Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur] þarf að breyta um leikstíl ef hann ætlar að vera með þessa tvo leikmenn og það á eftir að taka tíma ef það á að virka. Hún [Isabella Ósk] er ekki komin inn í þetta ennþá og er heillum horfin, mjög ólík sjálfri sér en við hverju býstu? Hún er bara nýkomin. Hefur verið í Breiðablik allt sitt líf og er þar búin að vera drottningin, kemur svo í þetta lið sem er Íslandsmeistarar með þrjár. Sérstaklega Raquel [De Lima Viegas Laneiro] og [Aliyah A'taeya] Collier,“ sagði Ólöf Helga einnig. Pálína Gunnlaugsdóttir spurði svo Ólöfu Helgu og Hörð Unnsteinsson, þáttastjórnanda, út í þá staðreynd að Isabella Ósk væri búin að vera viku í Njarðvík og þegar búin að hirða byrjunarliðssæti af leikmanni sem var hluti af Íslandsmeistaraliði á síðustu leiktíð. „Ég skil að það þurfi að spila Isabellu Ósk í gang og koma henni inn í leikinn en það er alveg hægt að gera það sem sjötti maður. Mér finnst það of mikill kostnaður,“ sagði Pálína. „Þetta getur haft áhrif á liðið fyrir. Svo hugsaði ég líka, fleiri lið voru að bjóða í hana en Njarðvík. Þetta er eins og Kani, ef þú færð þér nýjan Kana þá kemur hann alltaf beint inn í byrjunarliðið,“ bætti Ólöf Helga við. Allt innslagið úr síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds kvenna má sjá hér að neðan en þar eru einnig klippur úr naumum sigri Njarðvíkur á Grindavík í síðustu leik. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Isabellu Ósk og Njarðvík Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Isabella Ósk kom öllum á óvart þegar hún samdi við Íslandsmeistara Njarðvíkur á dögunum. Meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar í Subway deild kvenna það sem af er leiktíð og höfðu tapað þremur leikjum í röð áður en liðið marði Grindavík. Það var annar leikur Isabellu og sérfræðingar Körfuboltakvölds kvenna voru ekki alveg sammála að það væri rétt að gefa henni byrjunarliðssæti eftir að hafa varla æft með liðinu. „Rúnar Ingi [Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur] þarf að breyta um leikstíl ef hann ætlar að vera með þessa tvo leikmenn og það á eftir að taka tíma ef það á að virka. Hún [Isabella Ósk] er ekki komin inn í þetta ennþá og er heillum horfin, mjög ólík sjálfri sér en við hverju býstu? Hún er bara nýkomin. Hefur verið í Breiðablik allt sitt líf og er þar búin að vera drottningin, kemur svo í þetta lið sem er Íslandsmeistarar með þrjár. Sérstaklega Raquel [De Lima Viegas Laneiro] og [Aliyah A'taeya] Collier,“ sagði Ólöf Helga einnig. Pálína Gunnlaugsdóttir spurði svo Ólöfu Helgu og Hörð Unnsteinsson, þáttastjórnanda, út í þá staðreynd að Isabella Ósk væri búin að vera viku í Njarðvík og þegar búin að hirða byrjunarliðssæti af leikmanni sem var hluti af Íslandsmeistaraliði á síðustu leiktíð. „Ég skil að það þurfi að spila Isabellu Ósk í gang og koma henni inn í leikinn en það er alveg hægt að gera það sem sjötti maður. Mér finnst það of mikill kostnaður,“ sagði Pálína. „Þetta getur haft áhrif á liðið fyrir. Svo hugsaði ég líka, fleiri lið voru að bjóða í hana en Njarðvík. Þetta er eins og Kani, ef þú færð þér nýjan Kana þá kemur hann alltaf beint inn í byrjunarliðið,“ bætti Ólöf Helga við. Allt innslagið úr síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds kvenna má sjá hér að neðan en þar eru einnig klippur úr naumum sigri Njarðvíkur á Grindavík í síðustu leik. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Isabellu Ósk og Njarðvík
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira