Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2022 22:50 Craig Pedersen óskar eftir skýringum frá dómurum leiksins. vísir/vilhelm Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. „Eftir rólega byrjun hjá okkur, eða góða byrjun hjá þeim, gerðum við vel í að koma okkur aftur inn í leikinn og finna flæðið okkar,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leik. „Við náðum smá forskoti í seinni hálfleik en herslumuninn vantaði. Þeir gerðu betur síðustu sex mínútur leiksins. Þar lá munurinn. Mér fannst við fá tækifæri en þeir nýttu sín betur.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og munurinn þrjú stig, 84-87, var brotið á Sigtryggi Arnari Björnssyni, í þriggja skoti að mati allra Íslendinga en ekki dómaranna. Ísland fékk því aðeins tvö víti og gat því ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Pedersen reyndi að fá dómarana til að skoða atvikið á myndbandi en talaði fyrir daufum eyrum. „Mér var sagt að þeir mættu ekki skoða það í svona stöðu. Mér fannst hann augljóslega vera að fara að skjóta. Það var enginn á þessum helmingi vallarins, hvern átti hann að gefa á? En það er bara mín skoðun, kannski breytist hún þegar ég horfi á þetta aftur,“ sagði Pedersen. Hvernig fá dómararnir þetta út? pic.twitter.com/SUGetSqEnn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ísland spilaði sérstaklega vel í 3. leikhluta sem liðið vann með tíu stigum, 25-15. Íslendingar voru sterkir á báðum endum vallarins og töpuðu boltanum til að mynda aldrei í leikhlutanum. En svo fjaraði undan íslenska liðinu. „Við gerðum vel í vörninni en við verðum að læra að klára dæmið. Stundum náðum við ekki skoti á körfuna eftir að við komumst yfir. Það særði okkur í dag,“ sagði Pedersen. Íslenska liðið heldur nú til Ríga í Lettlandi þar sem það mætir Úkraínu á mánudaginn í seinni leik sínum í þessari landsleikjahrinu. „Það fyrsta sem við þurfum að gera er að gleyma þessu. Við getum ekki farið með þessi vonbrigði í ferðalagið fyrir leik sem við þurfum að vinna. Við tölum um hlutina en höldum áfram og getum ekki hugsað of mikið um þennan leik,“ sagði Pedersen að lokum. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
„Eftir rólega byrjun hjá okkur, eða góða byrjun hjá þeim, gerðum við vel í að koma okkur aftur inn í leikinn og finna flæðið okkar,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leik. „Við náðum smá forskoti í seinni hálfleik en herslumuninn vantaði. Þeir gerðu betur síðustu sex mínútur leiksins. Þar lá munurinn. Mér fannst við fá tækifæri en þeir nýttu sín betur.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og munurinn þrjú stig, 84-87, var brotið á Sigtryggi Arnari Björnssyni, í þriggja skoti að mati allra Íslendinga en ekki dómaranna. Ísland fékk því aðeins tvö víti og gat því ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Pedersen reyndi að fá dómarana til að skoða atvikið á myndbandi en talaði fyrir daufum eyrum. „Mér var sagt að þeir mættu ekki skoða það í svona stöðu. Mér fannst hann augljóslega vera að fara að skjóta. Það var enginn á þessum helmingi vallarins, hvern átti hann að gefa á? En það er bara mín skoðun, kannski breytist hún þegar ég horfi á þetta aftur,“ sagði Pedersen. Hvernig fá dómararnir þetta út? pic.twitter.com/SUGetSqEnn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ísland spilaði sérstaklega vel í 3. leikhluta sem liðið vann með tíu stigum, 25-15. Íslendingar voru sterkir á báðum endum vallarins og töpuðu boltanum til að mynda aldrei í leikhlutanum. En svo fjaraði undan íslenska liðinu. „Við gerðum vel í vörninni en við verðum að læra að klára dæmið. Stundum náðum við ekki skoti á körfuna eftir að við komumst yfir. Það særði okkur í dag,“ sagði Pedersen. Íslenska liðið heldur nú til Ríga í Lettlandi þar sem það mætir Úkraínu á mánudaginn í seinni leik sínum í þessari landsleikjahrinu. „Það fyrsta sem við þurfum að gera er að gleyma þessu. Við getum ekki farið með þessi vonbrigði í ferðalagið fyrir leik sem við þurfum að vinna. Við tölum um hlutina en höldum áfram og getum ekki hugsað of mikið um þennan leik,“ sagði Pedersen að lokum.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira