„Við setjum markmanninn bara strax fram“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. nóvember 2022 07:00 Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, hefur mikla trú á sínum mönnum í vetur. Vísir/Stöð 2 Breiðablik hefur heillað með frammistöðu sinni í upphafi Subway-deildar karla í körfubolta, en leikstíll liðsins hefur komið andstæðingum þess í opna skjöldu. „Það er ákveðin brú milli núna og ársins í fyrra þannig menn þekkja þeirra hluthverk, hvað þeir eiga að gera og hvað það er sem ég ætlast til af þeim og hvað við erum að reyna að vinna í,“ sagði Pétur Ingvarsson í samtali við Stöð 2 í gær. Blikar spila hraðan bolta og það er helst það sem andstæðingar liðsins eiga í erfiðleikum með. „Það sem við erum kannski að vinna með er að maður hefur séð í fótbolta að þá fer markmaðurinn fram í síðustu spyrnunni til þess að reyna að skora, en við setjum markmanninn bara strax fram. Við reynum að byrja að taka sénsa strax og spilum svolítið svoleiðis. Við erum í rauninni bara að taka áhættur frá fyrstu mínútu. Það er svolítið planið.“ „Við spilum hratt og það er fyrirsjáanlegt í þessu, en við notum bara þau tækifæri sem gefast. Við erum settir saman til að vinna öflug lið og líki þessu svolítið við Davíð og Golíat ef Davíð hefði fengið sverð í höndina þegar hann barðist við Golíat þá hefði hann alltaf tapað, en af því að hann tók tvo steina og teygjubyssu þá náði hann að vinna. Við erum svolítið að vinna með það.“ Ekki einfalt í framkvæmd Þá var Pétur sammála því að svona hröð spilamennska væri ekki auðveld í framkvæmd. „Nei, í grunninn er þetta í sjálfu sér einfalt módel sem við erum að vinna eftir, en það er samt miklu flóknara en menn halda. Þetta lítur einfalt út en er miklu flóknara en menn halda. Það er ekkert auðvelt að spila svona hratt. Það þarf ákveðna taktík og það þarf ákveðna vinnu til að gera þetta svona.“ „Þetta er búið að taka töluverðan tíma og þetta er í rauninni bara framhald frá seinasta ári það sem við erum að gera og árangurinn er að skila sér núna þetta árið. Í fyrra vorum við kannski með mikið af nýjum leikmönnum sem eru svo lykilleikmenn núna.“ Stefna á að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir Nú þegar fimm umferðir hafa verið spilaðar í Subway-deild karla situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með fjóra sigra og eitt tap, líkt og Valur og Keflavík sem sitja í fyrst og þriðja sæti. Pétur segir þó að markmið liðsins á tímabilinu sé að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir. „Okkar markmið er bara að vera með svona „winning season“ þetta tímabilið. Vinna fleiri leiki en tapa og það yrðu besti árangur Breiðabliks frá upphafi. Ef við stefnum á að vinna fleiri leiki en tapa þá höfum við ansi gott svigrúm til að vinna með varðandi sigurleiki. En við verðum að vinna þá 12 leiki í vetur og það er bara planið.“ „Ég tel okkur vera með mjög sterkt lið og ég hugsa að þetta sé eitt sterkasta lið sem Breiðablik hefur teflt fram í körfubolta frá upphafi. Þannig ég held að við eigum alveg góða möguleika, en meiðsl og annað geta gert slæmt fyrir okkur.“ Pétur ræddi einnig um gott gengi fjölskyldumeðlima sinna í boltanum, tíma sinn hjá Hamri og ýmislegt fleira, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika Subway-deild karla Breiðablik Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
„Það er ákveðin brú milli núna og ársins í fyrra þannig menn þekkja þeirra hluthverk, hvað þeir eiga að gera og hvað það er sem ég ætlast til af þeim og hvað við erum að reyna að vinna í,“ sagði Pétur Ingvarsson í samtali við Stöð 2 í gær. Blikar spila hraðan bolta og það er helst það sem andstæðingar liðsins eiga í erfiðleikum með. „Það sem við erum kannski að vinna með er að maður hefur séð í fótbolta að þá fer markmaðurinn fram í síðustu spyrnunni til þess að reyna að skora, en við setjum markmanninn bara strax fram. Við reynum að byrja að taka sénsa strax og spilum svolítið svoleiðis. Við erum í rauninni bara að taka áhættur frá fyrstu mínútu. Það er svolítið planið.“ „Við spilum hratt og það er fyrirsjáanlegt í þessu, en við notum bara þau tækifæri sem gefast. Við erum settir saman til að vinna öflug lið og líki þessu svolítið við Davíð og Golíat ef Davíð hefði fengið sverð í höndina þegar hann barðist við Golíat þá hefði hann alltaf tapað, en af því að hann tók tvo steina og teygjubyssu þá náði hann að vinna. Við erum svolítið að vinna með það.“ Ekki einfalt í framkvæmd Þá var Pétur sammála því að svona hröð spilamennska væri ekki auðveld í framkvæmd. „Nei, í grunninn er þetta í sjálfu sér einfalt módel sem við erum að vinna eftir, en það er samt miklu flóknara en menn halda. Þetta lítur einfalt út en er miklu flóknara en menn halda. Það er ekkert auðvelt að spila svona hratt. Það þarf ákveðna taktík og það þarf ákveðna vinnu til að gera þetta svona.“ „Þetta er búið að taka töluverðan tíma og þetta er í rauninni bara framhald frá seinasta ári það sem við erum að gera og árangurinn er að skila sér núna þetta árið. Í fyrra vorum við kannski með mikið af nýjum leikmönnum sem eru svo lykilleikmenn núna.“ Stefna á að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir Nú þegar fimm umferðir hafa verið spilaðar í Subway-deild karla situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með fjóra sigra og eitt tap, líkt og Valur og Keflavík sem sitja í fyrst og þriðja sæti. Pétur segir þó að markmið liðsins á tímabilinu sé að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir. „Okkar markmið er bara að vera með svona „winning season“ þetta tímabilið. Vinna fleiri leiki en tapa og það yrðu besti árangur Breiðabliks frá upphafi. Ef við stefnum á að vinna fleiri leiki en tapa þá höfum við ansi gott svigrúm til að vinna með varðandi sigurleiki. En við verðum að vinna þá 12 leiki í vetur og það er bara planið.“ „Ég tel okkur vera með mjög sterkt lið og ég hugsa að þetta sé eitt sterkasta lið sem Breiðablik hefur teflt fram í körfubolta frá upphafi. Þannig ég held að við eigum alveg góða möguleika, en meiðsl og annað geta gert slæmt fyrir okkur.“ Pétur ræddi einnig um gott gengi fjölskyldumeðlima sinna í boltanum, tíma sinn hjá Hamri og ýmislegt fleira, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika
Subway-deild karla Breiðablik Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira