Forseti FIFA biður um vopnahlé í Úkraínu yfir HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 12:01 Gianni Infantino hefur verið forseti FIFA síðan að Sepp Blatter varð að segja af sér vegna hneykslis- og mútumála. Getty/ Joern Pollex Gianni Infantino, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, biðlar til Rússa, Úkraínumanna og heimsins alls um að gera hlé á stríðinu á meðan heimsmeistaramótið í Katar stendur yfir. Forseti FIFA vill að stríðsaðilar nýti jafnframt tækifæri til að leita leiða til að enda stríðið og semja um frið í Úkraínu. Gianni Infantino calls for World Cup ceasefire in Russia s invasion of Ukraine https://t.co/Doa6c3evB1 pic.twitter.com/ffYhiRpr75— Indy Sport (@IndySport) November 15, 2022 Infantino talaði um þetta á fundi með G20 sem eru samtök fjármálaráðherra og seðlabankastjóra tuttugu ríkja ásamt fulltrúum Evrópusambandsins. Infantino sagði að mánaðarlöng heimsmeistarakeppni gæfi gullið tækifæri til að leita lausna og um leið biði það upp á einstakt tækifæri til að semja um frið á svæðinu. „Beiðni mín til ykkar allra er að hugsa um tímabundið vopnahlé í einn mánuð eða fram yfir heimsmeistaramótið eða að minnsta kosti að búa til mannúðlegan vettvang eða dyr sem leiða til samtala um fyrstu skrefin í átt að friði,“ sagði Gianni Infantino í ræðu sinni. „Þið eruð leiðtogar heimsins og hafið tækifærið til að hafa áhrif á mannkynssöguna. Fótboltinn og heimsmeistarakeppnina eru að bjóða ykkur upp á einstakt svið fyrir samstöðu og frið út um allan heim,“ sagði Infantino. FIFA President Gianni Infantino addresses G20 event in Bali on Russia s war on Ukraine: My plea to all of you is to think on a temporary ceasefire for 1 month, for the duration of the World Cup..or anything that could lead to the resumption of dialogue as a first step to peace pic.twitter.com/3vgMlFgxMD— Rob Harris (@RobHarris) November 15, 2022 Heimsmeistarakeppnin í Katar hefst á sunnudaginn kemur og stendur yfir til 18. desember. Rússar komust í átta liða úrslit á heimavelli fyrir fjórum árum síðan en voru bannaðir frá þessari heimsmeistarakeppni eftir innrásina í Úkraínu. Úkraína var nálægt því að komast í keppnina en féll út í umspili á móti Wales í júní. Infantino býst við því að 5,5 milljarðar horfi á heimsmeistaramótið í ár og þar sé frábært tækifæri til að gefa heiminum réttu skilaboðin í átt að því að öðlast frið. „Kannski getur HM, sem hefst eftir fimm daga, hrint af stað jákvæðum breytingum,“ sagði Infantino. HM 2022 í Katar FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira
Forseti FIFA vill að stríðsaðilar nýti jafnframt tækifæri til að leita leiða til að enda stríðið og semja um frið í Úkraínu. Gianni Infantino calls for World Cup ceasefire in Russia s invasion of Ukraine https://t.co/Doa6c3evB1 pic.twitter.com/ffYhiRpr75— Indy Sport (@IndySport) November 15, 2022 Infantino talaði um þetta á fundi með G20 sem eru samtök fjármálaráðherra og seðlabankastjóra tuttugu ríkja ásamt fulltrúum Evrópusambandsins. Infantino sagði að mánaðarlöng heimsmeistarakeppni gæfi gullið tækifæri til að leita lausna og um leið biði það upp á einstakt tækifæri til að semja um frið á svæðinu. „Beiðni mín til ykkar allra er að hugsa um tímabundið vopnahlé í einn mánuð eða fram yfir heimsmeistaramótið eða að minnsta kosti að búa til mannúðlegan vettvang eða dyr sem leiða til samtala um fyrstu skrefin í átt að friði,“ sagði Gianni Infantino í ræðu sinni. „Þið eruð leiðtogar heimsins og hafið tækifærið til að hafa áhrif á mannkynssöguna. Fótboltinn og heimsmeistarakeppnina eru að bjóða ykkur upp á einstakt svið fyrir samstöðu og frið út um allan heim,“ sagði Infantino. FIFA President Gianni Infantino addresses G20 event in Bali on Russia s war on Ukraine: My plea to all of you is to think on a temporary ceasefire for 1 month, for the duration of the World Cup..or anything that could lead to the resumption of dialogue as a first step to peace pic.twitter.com/3vgMlFgxMD— Rob Harris (@RobHarris) November 15, 2022 Heimsmeistarakeppnin í Katar hefst á sunnudaginn kemur og stendur yfir til 18. desember. Rússar komust í átta liða úrslit á heimavelli fyrir fjórum árum síðan en voru bannaðir frá þessari heimsmeistarakeppni eftir innrásina í Úkraínu. Úkraína var nálægt því að komast í keppnina en féll út í umspili á móti Wales í júní. Infantino býst við því að 5,5 milljarðar horfi á heimsmeistaramótið í ár og þar sé frábært tækifæri til að gefa heiminum réttu skilaboðin í átt að því að öðlast frið. „Kannski getur HM, sem hefst eftir fimm daga, hrint af stað jákvæðum breytingum,“ sagði Infantino.
HM 2022 í Katar FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira