Styrkja en tryggja ekki fólk með sykursýki: „Gerið betur, í alvöru talað“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 12:57 Þórhildur Þorkelsdóttir er ein þeirra sem gagnrýndi færslu Varðar í gær. Færsla sem tryggingarfélagið Vörður birti á samfélagsmiðlum í gær fór öfugt ofan í marga sem þjást af sykursýki. Alþjóðlegur dagur sykursýki var í gær og Vörður minnti af því tilefni á Dropann, styrktarfélag barna sem greinst hafa með sykursýki. „Við látum okkur þetta málefni varða og styrkjum Dropann með stolti“, segir í færslu Varðar. Félagið tryggir hins vegar hvorki börn né fullorðna með sykursýki. Þórhildur Þorkelsdóttir, kynningarstjóri BHM og hlaðvarpsstjórnandi, er ein af þeim sem tjáði sig um færsluna á samfélagsmiðlum. Sjálf hefur Þórhildur verið með sykursýki 1 í átján ár. „Það er gott og blessað að þau styrki Dropann en þarna fer hljóð og mynd ekki saman, ef þetta væri eitthvað sem tryggingarfélagið myndi raunverulega láta sig varða myndi það endurskoða þessa afstöðu sína og úrelta skilmála fyrir líf-og sjúkdómatryggingu fyrir fólk með sykursýki 1. Glatað að slá um sig með þessum hætti og það á alþjóðadegi sykursýki. Gerið betur, í alvöru talað,“ segir Þórhildur á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi. Þórhildur Þorkelsdóttir hefur glímt við sykursýki í átján árAðsend Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur að hún hafi reglulega hringt í tryggingarfélög landsins til að kanna þessi mál. Hún segist alltaf lenda á vegg og enginn vilji virðist vera hjá tryggingarfélögum til að endurskoða þessa afstöðu. Úreltir skilmálar Þórhildur segir færsluna hjá Verði hafa slegið sig mjög undarlega. „Þetta er ákveðinn hvítþvottur. Að tala með þessum hætti um sjúkdóm sem þau tryggja ekki einu sinni hljóta allir að sjá að er fáránlegt,“ segir hún. Þórhildur segir skilmálana úrelta og setur spurningamerki við að sjúkdómarnir sykursýki 1 og 2 séu sett undir sama hatt, þar sem í raun sé um sitthvorn sjúkdóminn að ræða. „Einstaklingar með sykursýki eru oft mun heilsuhraustari en aðrir og á sama tíma og meðferð í tækni hefur fleygt fram er enginn vilji hjá tryggingarfélögum til að endurskoða afstöðu sína,“ segir hún. „Dapurt“ að mati framkvæmdastjóra Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Varðar, segist ekki hafa vitað af færslunni fyrr en fréttastofa hafði samband vegna málsins. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta, kem ekki nálægt markaðsmálum. Það sem gerðist er að jú, við erum að styrkja þessi samtök og markaðsdeildin póstar því eins og fyrirtæki gera oft. Svo koma einhver komment,“ segir Sigurður. Sigurður segist að honum finnist dapurt málið sé sett í slíkt samhengi. „Mér skilst að við séum búin að styrkja Dropann í mörg ár. Ég veit reyndar ekkert um umfangið. En þetta er dapurt og hlýtur að leiða til þess að fólk hugsi hvort þetta sé góð og gild starfsemi, og hvort við eigum að halda áfram að styrkja þetta.“ Ekkert samhengi þarna á milli Sigurður segir ekkert samhengi vera á milli þess hvaða styrki Vörður veiti eða hverja félagið tryggi. „Það gilda reglur, okkar eigin reglur náttúrulega, um tryggingartöku. Sykursýki 1 er metin sem ólæknanlegur sjúkdómur með fjölþættar afleiðingar fyrir þá sem þjást af honum. Gögn sem við erum með segja að ekki sé hægt að líf- og sjúkdómatryggja fólk með sykursýki 1. Við vildum gjarnan hafa það öðruvísi.“ Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Varðar. Sigurður segist þó skilja gagnrýnina að vissu leyti. „Ég skil vel að fólki finnist það slæmt, og finnist það miður, að geta ekki keypt sér tryggingar séu þau haldin ákveðnum sjúkdómum. Mér finnst líka dapurt að fólk geti ekki gert það. En staðreyndin er því miður sú að sumir sjúkdómar eru ekki tryggingartækir. Mér finnst dapurt að tengja þetta saman, við erum bara að reyna láta gott af okkur leiða til þessara samtaka,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Varðar. Tímasetningin umhugsunarverð Fríða Bragadóttir, formaður Diabetes Ísland, segist ekki vilja gera lítið úr því að Vörður styrki Dropann, það sé þakkarvert. Hún segist þó vita til þess að tímasetningin hafi farið öfugt ofan í marga. „Vissulega er umhugsunarvert að þeir velji þennan dag til að í raun slá um sig með þessum hætti, á sama tíma og þeir vilja ekki þjónusta þetta fólk. Það er mjög sérstakt,“ segir Fríða. Færsla sem Vörður birti í gær fór öfugt ofan í marga. Hún segir félagið árum saman hafa reynt að gera athugasemdir við þetta fyrirkomulag hjá tryggingarfélögunum. „Það er búið að breyta þessu á Norðurlöndum. Þar getur fólk með sykursýki keypt tryggingu en það er ekkert félag á Íslandi sem býður upp sjúkdómatryggingu. Reyndar er hægt að fá líftryggingu hjá einhverjum félögum en það kostar margfalt meira fyrir fólk með sykursýki en aðra. Og það er ekki hægt að fá greidda út tryggingu ef hægt er að tengja andlát við sjúkdóminn á einhvern minnsta mögulega hátt.“ „Ofboðslega taktlaus póstur“ Þónokkrir hafa ritað athugasemdir við færslu Varðar og segja má að þær séu ekki sérstaklega jákvæðar. „Þegar farið er inn á heimasíðuna ykkar mætir manni línan „Tryggjum allt sem skiptir máli.“ Nema bara ekki börn eða fullorðna með sykursýki, ofboðslega taktlaus póstur frá ykkur,“ segir í einni athugasemdinni. Tryggingar Heilbrigðismál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Þórhildur Þorkelsdóttir, kynningarstjóri BHM og hlaðvarpsstjórnandi, er ein af þeim sem tjáði sig um færsluna á samfélagsmiðlum. Sjálf hefur Þórhildur verið með sykursýki 1 í átján ár. „Það er gott og blessað að þau styrki Dropann en þarna fer hljóð og mynd ekki saman, ef þetta væri eitthvað sem tryggingarfélagið myndi raunverulega láta sig varða myndi það endurskoða þessa afstöðu sína og úrelta skilmála fyrir líf-og sjúkdómatryggingu fyrir fólk með sykursýki 1. Glatað að slá um sig með þessum hætti og það á alþjóðadegi sykursýki. Gerið betur, í alvöru talað,“ segir Þórhildur á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi. Þórhildur Þorkelsdóttir hefur glímt við sykursýki í átján árAðsend Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur að hún hafi reglulega hringt í tryggingarfélög landsins til að kanna þessi mál. Hún segist alltaf lenda á vegg og enginn vilji virðist vera hjá tryggingarfélögum til að endurskoða þessa afstöðu. Úreltir skilmálar Þórhildur segir færsluna hjá Verði hafa slegið sig mjög undarlega. „Þetta er ákveðinn hvítþvottur. Að tala með þessum hætti um sjúkdóm sem þau tryggja ekki einu sinni hljóta allir að sjá að er fáránlegt,“ segir hún. Þórhildur segir skilmálana úrelta og setur spurningamerki við að sjúkdómarnir sykursýki 1 og 2 séu sett undir sama hatt, þar sem í raun sé um sitthvorn sjúkdóminn að ræða. „Einstaklingar með sykursýki eru oft mun heilsuhraustari en aðrir og á sama tíma og meðferð í tækni hefur fleygt fram er enginn vilji hjá tryggingarfélögum til að endurskoða afstöðu sína,“ segir hún. „Dapurt“ að mati framkvæmdastjóra Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Varðar, segist ekki hafa vitað af færslunni fyrr en fréttastofa hafði samband vegna málsins. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta, kem ekki nálægt markaðsmálum. Það sem gerðist er að jú, við erum að styrkja þessi samtök og markaðsdeildin póstar því eins og fyrirtæki gera oft. Svo koma einhver komment,“ segir Sigurður. Sigurður segist að honum finnist dapurt málið sé sett í slíkt samhengi. „Mér skilst að við séum búin að styrkja Dropann í mörg ár. Ég veit reyndar ekkert um umfangið. En þetta er dapurt og hlýtur að leiða til þess að fólk hugsi hvort þetta sé góð og gild starfsemi, og hvort við eigum að halda áfram að styrkja þetta.“ Ekkert samhengi þarna á milli Sigurður segir ekkert samhengi vera á milli þess hvaða styrki Vörður veiti eða hverja félagið tryggi. „Það gilda reglur, okkar eigin reglur náttúrulega, um tryggingartöku. Sykursýki 1 er metin sem ólæknanlegur sjúkdómur með fjölþættar afleiðingar fyrir þá sem þjást af honum. Gögn sem við erum með segja að ekki sé hægt að líf- og sjúkdómatryggja fólk með sykursýki 1. Við vildum gjarnan hafa það öðruvísi.“ Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Varðar. Sigurður segist þó skilja gagnrýnina að vissu leyti. „Ég skil vel að fólki finnist það slæmt, og finnist það miður, að geta ekki keypt sér tryggingar séu þau haldin ákveðnum sjúkdómum. Mér finnst líka dapurt að fólk geti ekki gert það. En staðreyndin er því miður sú að sumir sjúkdómar eru ekki tryggingartækir. Mér finnst dapurt að tengja þetta saman, við erum bara að reyna láta gott af okkur leiða til þessara samtaka,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Varðar. Tímasetningin umhugsunarverð Fríða Bragadóttir, formaður Diabetes Ísland, segist ekki vilja gera lítið úr því að Vörður styrki Dropann, það sé þakkarvert. Hún segist þó vita til þess að tímasetningin hafi farið öfugt ofan í marga. „Vissulega er umhugsunarvert að þeir velji þennan dag til að í raun slá um sig með þessum hætti, á sama tíma og þeir vilja ekki þjónusta þetta fólk. Það er mjög sérstakt,“ segir Fríða. Færsla sem Vörður birti í gær fór öfugt ofan í marga. Hún segir félagið árum saman hafa reynt að gera athugasemdir við þetta fyrirkomulag hjá tryggingarfélögunum. „Það er búið að breyta þessu á Norðurlöndum. Þar getur fólk með sykursýki keypt tryggingu en það er ekkert félag á Íslandi sem býður upp sjúkdómatryggingu. Reyndar er hægt að fá líftryggingu hjá einhverjum félögum en það kostar margfalt meira fyrir fólk með sykursýki en aðra. Og það er ekki hægt að fá greidda út tryggingu ef hægt er að tengja andlát við sjúkdóminn á einhvern minnsta mögulega hátt.“ „Ofboðslega taktlaus póstur“ Þónokkrir hafa ritað athugasemdir við færslu Varðar og segja má að þær séu ekki sérstaklega jákvæðar. „Þegar farið er inn á heimasíðuna ykkar mætir manni línan „Tryggjum allt sem skiptir máli.“ Nema bara ekki börn eða fullorðna með sykursýki, ofboðslega taktlaus póstur frá ykkur,“ segir í einni athugasemdinni.
Tryggingar Heilbrigðismál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent