Yngvi: Fólk getur blásið í hvaða setti sem er Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 20:39 Yngvi Gunnlaugsson áhyggjufullur á svip á línunni í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm „Fínn fyrri hálfleikur af okkar hálfu, vantaði svolítið orku komandi inn í þriðja leikhluta og að sama skapi voru Grindavíkurstelpur mjög grimmar og hittu eins og óður maður. Það er erfitt að hemja þær þegar sá gállinn er á þeim. Þær eru búnar að spila vel að undanförnu og sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta. Heilt yfir er ég ekkert ósáttur,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Grindavík í Subway deild kvenna í kvöld. Tapið er fjórða tap Breiðabliks í röð og hafa þau öll verið nokkuð stór. Grindavík leiddi með þremur stigum í hálfleik en í þriðja leikhluta skildu leiðir og Grindavík stakk af. „Orkustigið var ekki eins hátt og það hafði verið í fyrri hálfleik. Að sama skapi voru þær allar að hitta ofsalega vel fyrir utan, á meðan þetta var svolítið stöngin út hjá okkur.“ „Fram að þessum leik vorum við búnar að spila við Hauka, Val og Keflavík, sem eru þrjú af fjórum - kannski fimm bestu liðunum - eftir að við vorum búnar að missa bæði Ísabellu og Sabrinu og við spiluðum einhverja leiki án Birgit. Það var gott að fá hana inn af fullum krafti og það eru fleiri að skila [góðri frammistöðu]. Við höfum átt góða kafla í öllum þessum leikjum og við viljum framlengja þessa kafla. Þá lítur þetta ágætlega út hjá okkur.“ Sabrina Haines byrjaði tímabilið með Breiðabliki en hefur yfirgefið félagið. Sömu sögu má segja um Ísabellu Ósk Sigurðardóttur. Þær spiluðu báðar mikilvægt hlutverki í liðinu. Er Breiðablik í leit að liðsstyrk? „Nei nei, ekkert þannig. Það er nóg af leikmönnum sem okkur stendur til boða, en eins og staðan er núna þá er líklega að ég verði í búning í næsta leik heldur en að það verði kominn Kani. Við erum ekkert að hengja haus, það er tækifæri fyrir stelpur að koma inn. Eyrún kom með svakalega fína innkoma, það fá fleiri stelpur tækifæri og þær þrá það, það er það jákvæða.“ Enginn bandarískur leikmaður fyrir næsta leik, en er stefnan að fá inn bandarískan leikmann? „Við vinnum þetta bara viku fyrir viku og sjáum til. Við ætlum aðeins að sjá hvernig landið liggur, næstu úrslit verða og svoleiðis, og ætlum ekki að fríka út eins og er. Við getum tekið hvaða gagnrýni sem er, fólk getur blásið í hvaða setti sem er, í hvaða landi sem er, það veit ekki alla söguna. Að því sögðu þá reynum við að vera samkeppnishæf og gera okkar besta.“ Ertu svekktur með þær, Sabrinu og Ísabellu? „Ekki vitund svekktur með þær. Ég reyni að vera jákvæður maður að eðlisfari og með hverjum degi styttist í jólin og allt það. Sabrina fer af persónulegum óskum og við getum ekki verið að halda leikmanni föngnum. Hún spilaði þrjá leiki eftir að hún var búin að biðja um að fá að fara, kúdós á hana fyrir það. Við hefðum gjarnan viljað halda Ísabellu áfram, en það er enginn kali af okkar hálfu. Við gengum þannig frá öllum vistaskiptum, Njarðvík bar sig mjög faglega að öllu og að því sögðu óskum við henni bara góðs gengis. Vonandi gengur þeim bara vel,“ sagði Yngvi að lokum. Breiðablik UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Sjá meira
Tapið er fjórða tap Breiðabliks í röð og hafa þau öll verið nokkuð stór. Grindavík leiddi með þremur stigum í hálfleik en í þriðja leikhluta skildu leiðir og Grindavík stakk af. „Orkustigið var ekki eins hátt og það hafði verið í fyrri hálfleik. Að sama skapi voru þær allar að hitta ofsalega vel fyrir utan, á meðan þetta var svolítið stöngin út hjá okkur.“ „Fram að þessum leik vorum við búnar að spila við Hauka, Val og Keflavík, sem eru þrjú af fjórum - kannski fimm bestu liðunum - eftir að við vorum búnar að missa bæði Ísabellu og Sabrinu og við spiluðum einhverja leiki án Birgit. Það var gott að fá hana inn af fullum krafti og það eru fleiri að skila [góðri frammistöðu]. Við höfum átt góða kafla í öllum þessum leikjum og við viljum framlengja þessa kafla. Þá lítur þetta ágætlega út hjá okkur.“ Sabrina Haines byrjaði tímabilið með Breiðabliki en hefur yfirgefið félagið. Sömu sögu má segja um Ísabellu Ósk Sigurðardóttur. Þær spiluðu báðar mikilvægt hlutverki í liðinu. Er Breiðablik í leit að liðsstyrk? „Nei nei, ekkert þannig. Það er nóg af leikmönnum sem okkur stendur til boða, en eins og staðan er núna þá er líklega að ég verði í búning í næsta leik heldur en að það verði kominn Kani. Við erum ekkert að hengja haus, það er tækifæri fyrir stelpur að koma inn. Eyrún kom með svakalega fína innkoma, það fá fleiri stelpur tækifæri og þær þrá það, það er það jákvæða.“ Enginn bandarískur leikmaður fyrir næsta leik, en er stefnan að fá inn bandarískan leikmann? „Við vinnum þetta bara viku fyrir viku og sjáum til. Við ætlum aðeins að sjá hvernig landið liggur, næstu úrslit verða og svoleiðis, og ætlum ekki að fríka út eins og er. Við getum tekið hvaða gagnrýni sem er, fólk getur blásið í hvaða setti sem er, í hvaða landi sem er, það veit ekki alla söguna. Að því sögðu þá reynum við að vera samkeppnishæf og gera okkar besta.“ Ertu svekktur með þær, Sabrinu og Ísabellu? „Ekki vitund svekktur með þær. Ég reyni að vera jákvæður maður að eðlisfari og með hverjum degi styttist í jólin og allt það. Sabrina fer af persónulegum óskum og við getum ekki verið að halda leikmanni föngnum. Hún spilaði þrjá leiki eftir að hún var búin að biðja um að fá að fara, kúdós á hana fyrir það. Við hefðum gjarnan viljað halda Ísabellu áfram, en það er enginn kali af okkar hálfu. Við gengum þannig frá öllum vistaskiptum, Njarðvík bar sig mjög faglega að öllu og að því sögðu óskum við henni bara góðs gengis. Vonandi gengur þeim bara vel,“ sagði Yngvi að lokum.
Breiðablik UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Sjá meira