Doncic með þrefalda tvennu í fimmtugasta sinn á ferlinum Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 09:31 Luka Doncic náði sinni fimmtugustu þreföldu tvennu á ferlinum. Vísir/Getty Luka Doncic var í aðalhlutverki hjá Dallas Mavericks í nótt eins og svo oft áður. Hann skilaði þrefaldri tvennu í fimmtugasta sinn á NBA ferli sínum. Þá vann Los Angeles Lakers sinn annan sigur í röð. Í augum margra er Luka Doncic besti körfuknattleiksleikmaður heims þessa stundina og hann fór fyrir liði Dallas sem lagði Denver Nuggets 127-99 í nótt. Doncic skoraði 33 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en þetta er í fimmtugasta sinn sem hann skorar þrefalda tvennu á ferli sínum í NBA-deildinni. Los Angeles Lakers og Detroit Pistons áttust við í nótt en þessi gömlu stórveldi hafa ekki átt góðu gengi að fagna á tímabilinu til þessa. Lakers vann 128-121 sigur þar sem var með tröllatvennu, 38 stig og 16 fráköst. Friday night standings check For more, download the NBA App https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/ltTjcwRCBw— NBA (@NBA) November 19, 2022 Steph Curry skoraði 24 stig fyrir Golden State Warriors sem vann 111-101 sigur á New York Knicks. Golden State náði þar með í sinn sjöunda sigur á tímabilinu en liðið er í 11.sæti í Vesturdeildinni. Jaylen Brown skoraði 27 stig og tók 10 fráköst þegar Boston Celtics vann sinn níunda leik í röð í 117-109 sigri gegn New Orleans Pelicans. Boston er með besta sigurhlutfall allra í deildinni, þrettán sigrar og þrjú töp eftir sextán leiki. CRUNCHTIME Take a look at the best clutch buckets from tonight's wild night of hoops! pic.twitter.com/zpVd1kOjLa— NBA (@NBA) November 19, 2022 Það þurfti að tvíframlengja í leik Cleveland Cavaliers og Charlotte Hortnets. Cleveland vann að lokum 132-122 sigur þar sem Darius Garland skoraði 41 stig fyrir Cleveland og PJ Washington 28 stig fyrir Hornets. Milwaukee Bucks tapaði fjórða leik sínum á tímabilinu í einvígi stjórstjarnanna Giannis Antetokounmpo og Joel Embiid. Lokatölur 110-102 þar sem Antetokonumpo skoraði 25 stig og tók 14 fráköst fyrir Bucks og Embiid skoraði 32 stig og tók 11 fráköst fyrir Philadelphia 76´rs. Önnur úrslit næturinnar: Washington Wizards - Miami Heat 107-106 Chicago Bulls - Orlando Magic 107-108 Houston Rockets - Indiana Pacers 91-99 Memphis Grizzlies - Oklahoma Thunder 121-110 Utah Jazz - Phoenix Suns 134-133 NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Í augum margra er Luka Doncic besti körfuknattleiksleikmaður heims þessa stundina og hann fór fyrir liði Dallas sem lagði Denver Nuggets 127-99 í nótt. Doncic skoraði 33 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en þetta er í fimmtugasta sinn sem hann skorar þrefalda tvennu á ferli sínum í NBA-deildinni. Los Angeles Lakers og Detroit Pistons áttust við í nótt en þessi gömlu stórveldi hafa ekki átt góðu gengi að fagna á tímabilinu til þessa. Lakers vann 128-121 sigur þar sem var með tröllatvennu, 38 stig og 16 fráköst. Friday night standings check For more, download the NBA App https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/ltTjcwRCBw— NBA (@NBA) November 19, 2022 Steph Curry skoraði 24 stig fyrir Golden State Warriors sem vann 111-101 sigur á New York Knicks. Golden State náði þar með í sinn sjöunda sigur á tímabilinu en liðið er í 11.sæti í Vesturdeildinni. Jaylen Brown skoraði 27 stig og tók 10 fráköst þegar Boston Celtics vann sinn níunda leik í röð í 117-109 sigri gegn New Orleans Pelicans. Boston er með besta sigurhlutfall allra í deildinni, þrettán sigrar og þrjú töp eftir sextán leiki. CRUNCHTIME Take a look at the best clutch buckets from tonight's wild night of hoops! pic.twitter.com/zpVd1kOjLa— NBA (@NBA) November 19, 2022 Það þurfti að tvíframlengja í leik Cleveland Cavaliers og Charlotte Hortnets. Cleveland vann að lokum 132-122 sigur þar sem Darius Garland skoraði 41 stig fyrir Cleveland og PJ Washington 28 stig fyrir Hornets. Milwaukee Bucks tapaði fjórða leik sínum á tímabilinu í einvígi stjórstjarnanna Giannis Antetokounmpo og Joel Embiid. Lokatölur 110-102 þar sem Antetokonumpo skoraði 25 stig og tók 14 fráköst fyrir Bucks og Embiid skoraði 32 stig og tók 11 fráköst fyrir Philadelphia 76´rs. Önnur úrslit næturinnar: Washington Wizards - Miami Heat 107-106 Chicago Bulls - Orlando Magic 107-108 Houston Rockets - Indiana Pacers 91-99 Memphis Grizzlies - Oklahoma Thunder 121-110 Utah Jazz - Phoenix Suns 134-133
NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum