Eingreiðsla til öryrkja Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2022 10:01 Í því ástandi sem við höfum búið við undanfarin ár, glímu við covid-19 og nú verðbólgu sem herjar verst á þá sem minnst hafa, er sjálfsagt réttlæti að fötluðu fólki sé bættur skaðinn að því litla leiti sem skattlaus eingreiðsla að upphæð 60.000 kr. getur gert það. Fatlað fólk hefði í raun átt á fá verðbætingu á lífeyri sinn að upphæð nær 120.000 kr. fyrir árið 2022 en það er það högg sem fólk hefur tekið á sig auk þess sem hækkun á örorkulífeyri um að minnsta kosti 10% er nauðsynleg aðgerð til að bilið milli lágmarkslauna og örorkulífeyri gleikki ekki enn frekar. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Fréttir berast af því að aldrei hafi staða Íslands verið betri en nú. Verkalýðshreyfingin ætlar að sækja launahækkanir í vasa atvinnurekenda sem eiga að sögn forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar borð fyrir báru, þar sem staða fyrirtækja hefur ekki verið betri síðan 2011. Staða fatlaðs fólks hefur hinsvegar farið versnandi nánast ár frá ári síðan 2007 og er nú svo komið að heildar mánaðargreiðsla um 40% fatlaðs fólks (öryrkja) er um og undir 300.000 kr. fyrir skatt. Þessi hópur og fleiri til hafa ekkert svigrúm til breytinga á verðlagi og glíma við mikinn lágtekjuvanda. Að lifa af tekjum undir 300 þúsundum er ómögulegt og það vita öll sem einhverja tengingu hafa við veruleika lágtekjuhópa. Verðbólga ársins 2022 hefur reynst fötluðu fólki afar þungbær, leiga hækkar mánaðarlega sem og matarkarfan. Þetta tvennt, fæði og húsnæði er nauðsynjavara ekki munaður. Örorkulífeyrir hefur ekki hækkað að sama skapi þó þriggja prósentu hækkun hafi komið inn í júní. Það er því afar brýnt að stjórnvöld hækki lífeyri til að bilið á milli lífeyris og lágmarkslauna aukist ekki enn frekar. Á meðan við bíðum aðgerða sem taka á rót vandans er sjálfsögð og sanngjörn krafa að fatlað fólk fái 60.000 króna skattlausa eingreiðslu nú í desember! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í því ástandi sem við höfum búið við undanfarin ár, glímu við covid-19 og nú verðbólgu sem herjar verst á þá sem minnst hafa, er sjálfsagt réttlæti að fötluðu fólki sé bættur skaðinn að því litla leiti sem skattlaus eingreiðsla að upphæð 60.000 kr. getur gert það. Fatlað fólk hefði í raun átt á fá verðbætingu á lífeyri sinn að upphæð nær 120.000 kr. fyrir árið 2022 en það er það högg sem fólk hefur tekið á sig auk þess sem hækkun á örorkulífeyri um að minnsta kosti 10% er nauðsynleg aðgerð til að bilið milli lágmarkslauna og örorkulífeyri gleikki ekki enn frekar. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Fréttir berast af því að aldrei hafi staða Íslands verið betri en nú. Verkalýðshreyfingin ætlar að sækja launahækkanir í vasa atvinnurekenda sem eiga að sögn forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar borð fyrir báru, þar sem staða fyrirtækja hefur ekki verið betri síðan 2011. Staða fatlaðs fólks hefur hinsvegar farið versnandi nánast ár frá ári síðan 2007 og er nú svo komið að heildar mánaðargreiðsla um 40% fatlaðs fólks (öryrkja) er um og undir 300.000 kr. fyrir skatt. Þessi hópur og fleiri til hafa ekkert svigrúm til breytinga á verðlagi og glíma við mikinn lágtekjuvanda. Að lifa af tekjum undir 300 þúsundum er ómögulegt og það vita öll sem einhverja tengingu hafa við veruleika lágtekjuhópa. Verðbólga ársins 2022 hefur reynst fötluðu fólki afar þungbær, leiga hækkar mánaðarlega sem og matarkarfan. Þetta tvennt, fæði og húsnæði er nauðsynjavara ekki munaður. Örorkulífeyrir hefur ekki hækkað að sama skapi þó þriggja prósentu hækkun hafi komið inn í júní. Það er því afar brýnt að stjórnvöld hækki lífeyri til að bilið á milli lífeyris og lágmarkslauna aukist ekki enn frekar. Á meðan við bíðum aðgerða sem taka á rót vandans er sjálfsögð og sanngjörn krafa að fatlað fólk fái 60.000 króna skattlausa eingreiðslu nú í desember! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar