Ronaldo yfirgefur United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. nóvember 2022 17:43 Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn seinasta leik fyrir Manchester United. James Gill - Danehouse/Getty Images Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Félagði sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að náðst hafi samkomulag við leikmanninn um að hann myndi yfirgefa United og að sú ákvörðun tæki strax gildi. „Félagið þakkar honum fyrir hans risastóra framlag í þau tvö skipti sem hann lék á Old trafford, þar sem hann skoraði 145 mörk í 346 leikjum, og óskar honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni,“ segir í stuttri yfirlýsingu félagsins. Cristiano Ronaldo is to leave Manchester United by mutual agreement, with immediate effect.The club thanks him for his immense contribution across two spells at Old Trafford.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 22, 2022 Ronaldo hóf feril sinn hjá Sporting í heimalandinu, en var keyptur til Manchester United árið 2003, þá aðeins 18 ára gamall. Hjá United varð hann að þeirri stórstjörnu sem hann er í dag og eins og áður segir lék hann 346 leiki fyrir félagið. Eftir sex ár hjá United gekk hann í raðir Real Madrid þar sem hann skráði sig endanlega á spjöld sögunnar. Hjá spænska stórveldinu vann hann allt sem hægt er að vinna, ásamt því að skora hvorki meira né minna en 311 mörk í 292 deildarleikjum fyrir félagið. Ronaldo gekk svo í raðir Juventus árið 2018 og eftir þriggja ára veru þar snéri hann aftur til United sumarið 2021. Eftir ágætis byrjun í endurkomu sinni hjá félaginu hefur hins vegar hallað undan fæti og Ronaldo hefur látið óánægju sína í ljós í nokkur skipti. Umrædd óánægja kom bersýnilega í ljós þegar hann neitaði að koma inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Tottenham fyrr á tímabilinu og nú síðast settist hann niður í umdeilt viðtal við þáttastjórnandann Piers Morgan þar sem hann lét allt og alla innan United fá það óþvegið. Eins og áður kom fram hefur United nú ákveðið að losa sig við þennan 37 ára gamla leikmann og hann er því frjáls ferða sinna. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira
Félagði sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að náðst hafi samkomulag við leikmanninn um að hann myndi yfirgefa United og að sú ákvörðun tæki strax gildi. „Félagið þakkar honum fyrir hans risastóra framlag í þau tvö skipti sem hann lék á Old trafford, þar sem hann skoraði 145 mörk í 346 leikjum, og óskar honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni,“ segir í stuttri yfirlýsingu félagsins. Cristiano Ronaldo is to leave Manchester United by mutual agreement, with immediate effect.The club thanks him for his immense contribution across two spells at Old Trafford.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 22, 2022 Ronaldo hóf feril sinn hjá Sporting í heimalandinu, en var keyptur til Manchester United árið 2003, þá aðeins 18 ára gamall. Hjá United varð hann að þeirri stórstjörnu sem hann er í dag og eins og áður segir lék hann 346 leiki fyrir félagið. Eftir sex ár hjá United gekk hann í raðir Real Madrid þar sem hann skráði sig endanlega á spjöld sögunnar. Hjá spænska stórveldinu vann hann allt sem hægt er að vinna, ásamt því að skora hvorki meira né minna en 311 mörk í 292 deildarleikjum fyrir félagið. Ronaldo gekk svo í raðir Juventus árið 2018 og eftir þriggja ára veru þar snéri hann aftur til United sumarið 2021. Eftir ágætis byrjun í endurkomu sinni hjá félaginu hefur hins vegar hallað undan fæti og Ronaldo hefur látið óánægju sína í ljós í nokkur skipti. Umrædd óánægja kom bersýnilega í ljós þegar hann neitaði að koma inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Tottenham fyrr á tímabilinu og nú síðast settist hann niður í umdeilt viðtal við þáttastjórnandann Piers Morgan þar sem hann lét allt og alla innan United fá það óþvegið. Eins og áður kom fram hefur United nú ákveðið að losa sig við þennan 37 ára gamla leikmann og hann er því frjáls ferða sinna.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira