Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 20:16 Kötturinn sem þjóðin elskar, Diego, varð fyrir bíl í gærmorgun og er nokkuð slasaður. Hulda Sigrún Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað. Það er óhætt að segja að kötturinn Diego sé sá frægasti og jafnvel ástsælasti á landinu. Hann fór að vekja athygli á hverfissíðum á Facebook fyrir nokkrum árum fyrir að vera ólarlaus á vappi sínu um Skeifuna og höfðu margir áhyggjur af því að þarna væri týndur köttur á ferli. Svo er ekki, Diego á fjölskyldu í 108 Reykjavík. Aðdáendahópur Diegos hefur stækkað ört og eru nú tæplega tíu þúsund eru í Facebook-aðdáendahópnum Spottaði Diego. Diego hefur vanið komu sína í Skeifuna undanfarin ár og meðal annars heimsótt Hagkaup og A4. Nú hefur hins vegar orðið hlé þar á. Diego lenti í umferðaróhappi í gær. Og kveðjur frá aðdáendum hafa hrannast inn. Eigandi Diegós segir í samtali við fréttastofu að hann sé illa haldinn. Með rifna vöðva, slitin liðbönd, ljót sár á fæti og hann hafi dottið úr lið. Diegó undirgekkst aðgerð í gær sem gekk vel en þarf að dvelja nokkra daga á dýraspítala og gangast undir aðra aðgerð. Dýralæknakostnaður hefur því hrannast upp en vinir Diegós hafa ekki látið sitt hjá liggja og stofnað styrktarreikning. A4 og Dominos, verslanirnar tvær sem Diego heimsækir hvað mest hafa lagt hundrað þúsund krónur hvor til lækniskostnaðarins. Þegar þetta er skrifað hafa safnast um fjögur hundruð þúsund krónur fyrir Diego. Hefur fólk verið að spyrja útí Diego í dag? „Já, fólk hefur erið að koma og spyrja um hann. Hvort við höfum einhverjar fleiri fréttir að færa og það hafa mjög margir komið og spurt um hann,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. Samfélagið í Skeifunni muni sakna Diego næstu daga. „Hann er stór hluti af þessu lífi í Skeifunni og bara mjög sorglegt ða vita af því að við munum ekki hitta hann á næstu dögum. Hann er mjög duglegur að koma að heimsækja okkur og vera hérna hjá okkur. Við bara biðjum fallega til hans og vonum að allt gangi sem best.“ Að neðan má sjá umfjöllun um Diego þegar fréttastofa leit til hans í A4 í fyrra. Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Samgönguslys Kötturinn Diegó Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Það er óhætt að segja að kötturinn Diego sé sá frægasti og jafnvel ástsælasti á landinu. Hann fór að vekja athygli á hverfissíðum á Facebook fyrir nokkrum árum fyrir að vera ólarlaus á vappi sínu um Skeifuna og höfðu margir áhyggjur af því að þarna væri týndur köttur á ferli. Svo er ekki, Diego á fjölskyldu í 108 Reykjavík. Aðdáendahópur Diegos hefur stækkað ört og eru nú tæplega tíu þúsund eru í Facebook-aðdáendahópnum Spottaði Diego. Diego hefur vanið komu sína í Skeifuna undanfarin ár og meðal annars heimsótt Hagkaup og A4. Nú hefur hins vegar orðið hlé þar á. Diego lenti í umferðaróhappi í gær. Og kveðjur frá aðdáendum hafa hrannast inn. Eigandi Diegós segir í samtali við fréttastofu að hann sé illa haldinn. Með rifna vöðva, slitin liðbönd, ljót sár á fæti og hann hafi dottið úr lið. Diegó undirgekkst aðgerð í gær sem gekk vel en þarf að dvelja nokkra daga á dýraspítala og gangast undir aðra aðgerð. Dýralæknakostnaður hefur því hrannast upp en vinir Diegós hafa ekki látið sitt hjá liggja og stofnað styrktarreikning. A4 og Dominos, verslanirnar tvær sem Diego heimsækir hvað mest hafa lagt hundrað þúsund krónur hvor til lækniskostnaðarins. Þegar þetta er skrifað hafa safnast um fjögur hundruð þúsund krónur fyrir Diego. Hefur fólk verið að spyrja útí Diego í dag? „Já, fólk hefur erið að koma og spyrja um hann. Hvort við höfum einhverjar fleiri fréttir að færa og það hafa mjög margir komið og spurt um hann,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. Samfélagið í Skeifunni muni sakna Diego næstu daga. „Hann er stór hluti af þessu lífi í Skeifunni og bara mjög sorglegt ða vita af því að við munum ekki hitta hann á næstu dögum. Hann er mjög duglegur að koma að heimsækja okkur og vera hérna hjá okkur. Við bara biðjum fallega til hans og vonum að allt gangi sem best.“ Að neðan má sjá umfjöllun um Diego þegar fréttastofa leit til hans í A4 í fyrra.
Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Samgönguslys Kötturinn Diegó Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira