„Við erum ekki að biðja um að fá jafnmikið borgað og karlarnir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 16:31 Kelsey Plum varð heimsmeistari með bandaríska landsliðinu á dögunum aðeins nokkrum vikum eftir að hún varð WNBA-meistari. Getty/Mark Metcalfe Það er gríðarlega mikill munur á því að hvað leikmenn í NBA-deildinni og leikmenn í WNBA-deildinni eru að fá borgað í laun fyrir vinnu sína. Einn af bestu leikmönnum WNBA-deildarinnar á síðasta tímabili hefur lagt inn sín sjónarmið í umræðuna. Skiljanlega þykir körfuknattleikskonum í WNBA-deildinni á sér brotið þegar þær horfa upp á risalaun kollega þeirra í karladeildinni á sama tíma og þær eru aðeins að fá brotabrot af þeim. Munurinn er gríðarlegur og í raun algjörlega út í hött þótt að vinsældir NBA séu auðvitað miklu miklu meiri. Stephen Curry, ein stærsta stjarnan í NBA-deildinni, fær 48 milljónir dollara fyrir þetta tímabil. Hann er að fá 216 sinnum meira heldur en meðallaun leikmanns í kvennadeildinni. Ef við deilum launum Curry niður á leiki þá er hann að fá 700 þúsund dollara fyrir hvern leik. Stórstjörnur í WNBA, eins og þær Elena Delle Donne og Skylar Diggins Smith fá 222 þúsund dollara útborgað fyrir allt tímabilið. WNBA deildin er að auka vinsældir og sýnileika sinn sem vonandi hjálpar til að minnka þetta fáránlega bil sem fyrst. Nú hefur Kelsey Plum, leikmaður WNBA-meistara Las Vegas Aces og einn af fimm leikmönnum í liði ársins á síðustu leiktíð, tjáð sig um þetta launabil milli kynjanna í NBA og WNBA. Hún varð líka heimsmeistari með bandaríska landsliðinu í haust. „Við erum ekki að biðja um að fá jafnmikið borgað og karlarnir. Við erum að biðja um að fá sama hlutfall af tekjum félaganna og karlarnir eru að fá,“ sagði Kelsey Plum eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún nefnir sem dæmi að hún fái ekkert þegar treyja með nafni hennar er seld en karlarnir fá aftur á móti tekjur af því, aukatekjur ofan á gríðarleg laun. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Skiljanlega þykir körfuknattleikskonum í WNBA-deildinni á sér brotið þegar þær horfa upp á risalaun kollega þeirra í karladeildinni á sama tíma og þær eru aðeins að fá brotabrot af þeim. Munurinn er gríðarlegur og í raun algjörlega út í hött þótt að vinsældir NBA séu auðvitað miklu miklu meiri. Stephen Curry, ein stærsta stjarnan í NBA-deildinni, fær 48 milljónir dollara fyrir þetta tímabil. Hann er að fá 216 sinnum meira heldur en meðallaun leikmanns í kvennadeildinni. Ef við deilum launum Curry niður á leiki þá er hann að fá 700 þúsund dollara fyrir hvern leik. Stórstjörnur í WNBA, eins og þær Elena Delle Donne og Skylar Diggins Smith fá 222 þúsund dollara útborgað fyrir allt tímabilið. WNBA deildin er að auka vinsældir og sýnileika sinn sem vonandi hjálpar til að minnka þetta fáránlega bil sem fyrst. Nú hefur Kelsey Plum, leikmaður WNBA-meistara Las Vegas Aces og einn af fimm leikmönnum í liði ársins á síðustu leiktíð, tjáð sig um þetta launabil milli kynjanna í NBA og WNBA. Hún varð líka heimsmeistari með bandaríska landsliðinu í haust. „Við erum ekki að biðja um að fá jafnmikið borgað og karlarnir. Við erum að biðja um að fá sama hlutfall af tekjum félaganna og karlarnir eru að fá,“ sagði Kelsey Plum eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún nefnir sem dæmi að hún fái ekkert þegar treyja með nafni hennar er seld en karlarnir fá aftur á móti tekjur af því, aukatekjur ofan á gríðarleg laun. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira