Vlad spurður út í dóminn sem féll nokkrum klukkutímum fyrir leik: Ég hef enga skoðun á því Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 1. desember 2022 23:18 Vlad ræðir við sína menn í leiknum í kvöld. Vísir/Diego „Ég er enn sár eftir þennan leik en við fórum illa með okkur sjálfa. Við gerðum mikið af heimskulegum hlutum. Svona er þessi leikur. Mínir menn börðust og ég er ánægður með það en ef við viljum eitthvað meira þá verðum við að vera gáfaðari í okkar nálgun,“ sagði Vlad Anzulović þjálfari Tindastóls eftir tap gegn Haukum í Subway-deildinni í kvöld. Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleiknum og liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel, en þegar leið á þriðja leikhluta þá fór forskotið að minnka. „Þegar þú nærð 18 stiga forskoti þá verður þú að drepa leikinn, en eftir að við náðum upp því forskoti þá misstum við einbeitinguna. Haukar eru gott lið sem nýta sér það.” Pétur Rúnar Birgisson, leiðtoginn í liði Tindastóls, fékk sína fimmtu villu í fjórða leikhluta er hann fór að rífast við dómarana. Eftir það má segja að leikur Tindastóls hafi endanlega hrunið. „Við vorum án Keyshawn Woods í þessum leik. Pétur var að spila mjög vel. Hann verður að halda einbeitingu, hann má ekki bregðast svona við. Kannski misstu dómararnir af villu en hann má ekki bregðast svona við þegar hann er með fjórar villur.” Að lokum var Vlad spurður út í bikarleikinn fræga gegn Haukum sem fór fram fyrir nokkrum vikum síðan. Haukum var dæmdur 20-0 sigur í leiknum eftir að hafa tapað honum upprunalega. Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu tvö vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar á sama tíma. Það er brot gegn reglum KKÍ sem tóku gildi í sumar sem segja til um að að hámarki þrír erlendir leikmenn megi vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, bæði í deildar- og bikarleikjum í meistaraflokki. Dómur féll endanlega í málinu nokkrum klukkustundum fyrir þennan leik. Þegar Vlad var spurður út í sína skoðun á dómnum þá sagði hann einfaldlega: „Ég hef enga skoðun á því.” Og svo gekk hann út úr viðtalinu. Svekkjandi úrslit fyrir Stólana í kvöld en þeir eru með átta stig eftir átta leiki. Næsti leikur þeirra er gegn Þór Þorlákshöfn eftir viku. Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleiknum og liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel, en þegar leið á þriðja leikhluta þá fór forskotið að minnka. „Þegar þú nærð 18 stiga forskoti þá verður þú að drepa leikinn, en eftir að við náðum upp því forskoti þá misstum við einbeitinguna. Haukar eru gott lið sem nýta sér það.” Pétur Rúnar Birgisson, leiðtoginn í liði Tindastóls, fékk sína fimmtu villu í fjórða leikhluta er hann fór að rífast við dómarana. Eftir það má segja að leikur Tindastóls hafi endanlega hrunið. „Við vorum án Keyshawn Woods í þessum leik. Pétur var að spila mjög vel. Hann verður að halda einbeitingu, hann má ekki bregðast svona við. Kannski misstu dómararnir af villu en hann má ekki bregðast svona við þegar hann er með fjórar villur.” Að lokum var Vlad spurður út í bikarleikinn fræga gegn Haukum sem fór fram fyrir nokkrum vikum síðan. Haukum var dæmdur 20-0 sigur í leiknum eftir að hafa tapað honum upprunalega. Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu tvö vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar á sama tíma. Það er brot gegn reglum KKÍ sem tóku gildi í sumar sem segja til um að að hámarki þrír erlendir leikmenn megi vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, bæði í deildar- og bikarleikjum í meistaraflokki. Dómur féll endanlega í málinu nokkrum klukkustundum fyrir þennan leik. Þegar Vlad var spurður út í sína skoðun á dómnum þá sagði hann einfaldlega: „Ég hef enga skoðun á því.” Og svo gekk hann út úr viðtalinu. Svekkjandi úrslit fyrir Stólana í kvöld en þeir eru með átta stig eftir átta leiki. Næsti leikur þeirra er gegn Þór Þorlákshöfn eftir viku.
Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira