„Líf sem mann dreymdi um þegar maður var yngri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2022 08:01 Martin Hermannsson nýtur lífsins á Spáni. stöð 2 Martin Hermannsson, leikmaður Valencia og íslenska körfuboltalandsliðsins, varði dýrmætum tíma með fjölskyldunni meðan hann var frá vegna meiðsla. Hann hefur ekkert spilað undanfarna sex mánuði eftir að hann sleit krossband í hné. Martin nýtti tímann til samverustunda með fjölskyldu sinni. „Við vorum dugleg að gera eitthvað, til dæmis að fara út á kvöldin og borða. Við erum búin að kynnast fullt af nýju fólki í Valencia og eignast marga góða vini. Ég hef líka spilað golf,“ sagði Martin í samtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum á Stöð 2. Martin og kona hans, Anna María Bjarnadóttir, eiga einn son, Manúel. Hún fær meiri hjálp heima fyrir þegar Martin getur ekki spilað. „Hún fagnaði þessu ekki fyrst. Hún kom alveg hágrátandi inn í klefa og þetta tók mikið á hana. En henni finnst þetta orðið frekar þægilegt núna og ég er að reyna að passa mig að segja henni að venjast þessu lífi ekki. Þetta er stuttur tími og vonandi verð ég kominn út á völlinn sem fyrst,“ sagði Martin. Hann kann vel við sig í Valenciu. „Það eru algjör forréttindi að búa á svona stað. Það er gott veður allt árið. Þetta er líf sem mann dreymdi um þegar maður var yngri og við höfum það rosalega gott. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði Martin. „Þegar maður horfir til baka eftir ferilinn horfir maður kannski á þetta ár og hugsar: mikið var þetta gaman, að geta verið með fjölskyldunni í Valenciu, liðið vel, skrokkurinn góður, vinna í sjálfum mér og styrkja fjölskyldutengslin. Þegar maður horfir til baka mun þetta ár standa upp úr á margan hátt.“ Spænski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira
Hann hefur ekkert spilað undanfarna sex mánuði eftir að hann sleit krossband í hné. Martin nýtti tímann til samverustunda með fjölskyldu sinni. „Við vorum dugleg að gera eitthvað, til dæmis að fara út á kvöldin og borða. Við erum búin að kynnast fullt af nýju fólki í Valencia og eignast marga góða vini. Ég hef líka spilað golf,“ sagði Martin í samtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum á Stöð 2. Martin og kona hans, Anna María Bjarnadóttir, eiga einn son, Manúel. Hún fær meiri hjálp heima fyrir þegar Martin getur ekki spilað. „Hún fagnaði þessu ekki fyrst. Hún kom alveg hágrátandi inn í klefa og þetta tók mikið á hana. En henni finnst þetta orðið frekar þægilegt núna og ég er að reyna að passa mig að segja henni að venjast þessu lífi ekki. Þetta er stuttur tími og vonandi verð ég kominn út á völlinn sem fyrst,“ sagði Martin. Hann kann vel við sig í Valenciu. „Það eru algjör forréttindi að búa á svona stað. Það er gott veður allt árið. Þetta er líf sem mann dreymdi um þegar maður var yngri og við höfum það rosalega gott. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði Martin. „Þegar maður horfir til baka eftir ferilinn horfir maður kannski á þetta ár og hugsar: mikið var þetta gaman, að geta verið með fjölskyldunni í Valenciu, liðið vel, skrokkurinn góður, vinna í sjálfum mér og styrkja fjölskyldutengslin. Þegar maður horfir til baka mun þetta ár standa upp úr á margan hátt.“
Spænski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira