Við erum margbreytileikinn í einsleitu samfélagi. Til hamingju með alþjóðadag fatlaðs fólks! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2022 22:33 Í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Þetta ár höfum við fylgst með og kynnst stríði sem háð er í Evrópu, og við erum varla komin út úr kóvidástandinu. Í slíku krýsuástandi er hætta á að fatlað fólk sé skilið eftir, og það hefur gerst. Samtök fatlaðs fólks bæði hér á landi og erlendis hafa biðlað til valdhafa og umheimsins að sérstaklega verði hugað að fötluðu fólki, að það sé ekki skilið eftir. Við sendum ákall þess efnis þegar heimsfaraldurinn skall á okkur og þegar stríðið skall á í Úkraínu. Hugur minn og örugglega margra, er hjá því fólki sem nú hrekst um á flótta undan stríði, sem það átti engan þátt í að hefja. Yfirskrift alþjóðadags fatlaðs fólks og þemu næsta árs er að þessu sinni -Lausnir sem skipta máli í þróun samfélags fyrir öll – eða þróun „inklúsívs samfélags og hlutverk nýsköpunar sem drifkrafts fyrir aðgengilegri heimi og jöfnuð. Markmiðið er að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og virkja stuðning við, réttindi, reisn og velferð þess. Þessum markmiðum eigum við öll að vinna að ekki bara í dag heldur alla daga. Markmiðið er samþætt og byggir á jafnræði og jöfnuði, að fatlað fólk hafi jafna möguleika til atvinnuþátttöku, þannig er hægt að draga úr ójöfnuði. Til þess gæti þurft að hugsa út fyrir boxið, finna nýjar lausnir sem henta og þar er viðeigandi aðlögun lykilhugtak. Það þarf vinnandi hendur á Íslandi og okkar framlag er jafn mikilvægt ogannarra. Við erum margbreytileikinn í einsleitu samfélagi, dýrmæt vegna reynslu og þekkingar sem við fatlað fólk lifum og tileinkum okkur á hverjum degi, við lifum í lausnum og sköpum nýjar leiðir til að leysa hindranir sem á vegi okkar verða það er nýsköpun, ekki satt? Lausnir kalla oft á nýsköpun og hlutverk nýsköpunar í þessu samhengi er að ýta undir jafnræði og hraða þróun aðgengilegs samfélags á öllum sviðum þess, og samfélag þar sem jöfnuður ríkir. Um leið verður að tryggja þeim sem ekki geta unnið sanngjarna framfærslu og að þau hafi tækifæri til jafns við aðra til samfélagsþátttöku. Til að draga úr ójöfnuði þurfa bæði opinberi geirinn og einkageirinn að opna og aðlaga vinnustaði sína. Efla fjölbreytni mannflórunnar innan vinnustaða, viðhafa góða starfshætti og nýta sér tækni og nýjungar þannig að öll séu velkomin og öll hafi tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Þannig verða vinnustaðir betri, fjölbreyttari, víðsýnni og skilningur eykst og fordómar hverfa. Við erum ekki öll eins en það er einmitt styrkleikinn. Fyrirtæki sem byggir á fjölbreyttir flóru starfsfólks er líklegra til að skila eigendum sínum góðri efnahagsniðurstöðu. Samfélag fyrir öll, þar sem öll njóta, sem er aðgengilegt í víðum skilningi þess orðs, þar sem leitað er lausna til að fötluð börn séu þátttakendur í öllu því sem börnum stendur til boða hverju sinni. Samfélag þar sem fatlaðir nemendur geta treyst því að skólinn taki utan um þá og geri það sem í hans valdi stendur til að þau hafi sömu möguleika og aðrir nemendur til að þroskast og blómstra. Samfélag þar sem fatlað fólk hefur aðgengi að atvinnulífinu og er ráðið til vinnu eins og hver annar. Þar sem fullorðið fatlað fólk hefur aðgengi að bankareikningum sínum og heilsuveru og ræður lífi sínu sjálft. Þar sem fatlað fólk er ekki álitið byrði á samfélaginu heldur einstaklingar sem eiga sjálfsagðan rétt til að njóta lífs til jafns við aðra. Það er gott samfélag sem gerir ráð fyrir öllum! Markmiðið er upplýst samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda. Í dag gleðjumst við, og þökkum öflugu samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttu fatlaðs fólks. Um leið hvetjum við alla til að leggjast á árar með okkur til að gera samfélagið, raunverulega að einu samfélagi fyrir alla! Ég óska öllum þeim sem hlutu tilnefningu, innilega til hamingju og ferðamálastofu til hamingju með Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2022 - þið breytið samfélaginu og gerið það okkar allra! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Þetta ár höfum við fylgst með og kynnst stríði sem háð er í Evrópu, og við erum varla komin út úr kóvidástandinu. Í slíku krýsuástandi er hætta á að fatlað fólk sé skilið eftir, og það hefur gerst. Samtök fatlaðs fólks bæði hér á landi og erlendis hafa biðlað til valdhafa og umheimsins að sérstaklega verði hugað að fötluðu fólki, að það sé ekki skilið eftir. Við sendum ákall þess efnis þegar heimsfaraldurinn skall á okkur og þegar stríðið skall á í Úkraínu. Hugur minn og örugglega margra, er hjá því fólki sem nú hrekst um á flótta undan stríði, sem það átti engan þátt í að hefja. Yfirskrift alþjóðadags fatlaðs fólks og þemu næsta árs er að þessu sinni -Lausnir sem skipta máli í þróun samfélags fyrir öll – eða þróun „inklúsívs samfélags og hlutverk nýsköpunar sem drifkrafts fyrir aðgengilegri heimi og jöfnuð. Markmiðið er að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og virkja stuðning við, réttindi, reisn og velferð þess. Þessum markmiðum eigum við öll að vinna að ekki bara í dag heldur alla daga. Markmiðið er samþætt og byggir á jafnræði og jöfnuði, að fatlað fólk hafi jafna möguleika til atvinnuþátttöku, þannig er hægt að draga úr ójöfnuði. Til þess gæti þurft að hugsa út fyrir boxið, finna nýjar lausnir sem henta og þar er viðeigandi aðlögun lykilhugtak. Það þarf vinnandi hendur á Íslandi og okkar framlag er jafn mikilvægt ogannarra. Við erum margbreytileikinn í einsleitu samfélagi, dýrmæt vegna reynslu og þekkingar sem við fatlað fólk lifum og tileinkum okkur á hverjum degi, við lifum í lausnum og sköpum nýjar leiðir til að leysa hindranir sem á vegi okkar verða það er nýsköpun, ekki satt? Lausnir kalla oft á nýsköpun og hlutverk nýsköpunar í þessu samhengi er að ýta undir jafnræði og hraða þróun aðgengilegs samfélags á öllum sviðum þess, og samfélag þar sem jöfnuður ríkir. Um leið verður að tryggja þeim sem ekki geta unnið sanngjarna framfærslu og að þau hafi tækifæri til jafns við aðra til samfélagsþátttöku. Til að draga úr ójöfnuði þurfa bæði opinberi geirinn og einkageirinn að opna og aðlaga vinnustaði sína. Efla fjölbreytni mannflórunnar innan vinnustaða, viðhafa góða starfshætti og nýta sér tækni og nýjungar þannig að öll séu velkomin og öll hafi tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Þannig verða vinnustaðir betri, fjölbreyttari, víðsýnni og skilningur eykst og fordómar hverfa. Við erum ekki öll eins en það er einmitt styrkleikinn. Fyrirtæki sem byggir á fjölbreyttir flóru starfsfólks er líklegra til að skila eigendum sínum góðri efnahagsniðurstöðu. Samfélag fyrir öll, þar sem öll njóta, sem er aðgengilegt í víðum skilningi þess orðs, þar sem leitað er lausna til að fötluð börn séu þátttakendur í öllu því sem börnum stendur til boða hverju sinni. Samfélag þar sem fatlaðir nemendur geta treyst því að skólinn taki utan um þá og geri það sem í hans valdi stendur til að þau hafi sömu möguleika og aðrir nemendur til að þroskast og blómstra. Samfélag þar sem fatlað fólk hefur aðgengi að atvinnulífinu og er ráðið til vinnu eins og hver annar. Þar sem fullorðið fatlað fólk hefur aðgengi að bankareikningum sínum og heilsuveru og ræður lífi sínu sjálft. Þar sem fatlað fólk er ekki álitið byrði á samfélaginu heldur einstaklingar sem eiga sjálfsagðan rétt til að njóta lífs til jafns við aðra. Það er gott samfélag sem gerir ráð fyrir öllum! Markmiðið er upplýst samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda. Í dag gleðjumst við, og þökkum öflugu samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttu fatlaðs fólks. Um leið hvetjum við alla til að leggjast á árar með okkur til að gera samfélagið, raunverulega að einu samfélagi fyrir alla! Ég óska öllum þeim sem hlutu tilnefningu, innilega til hamingju og ferðamálastofu til hamingju með Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2022 - þið breytið samfélaginu og gerið það okkar allra! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun